Þjóðólfur - 10.07.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.07.1891, Blaðsíða 1
Kemur út á föatudög- um — Verft árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júll, - ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda íyrir 1. (f> október. XLIII. árg. ReykjaTÍk, föstudaginn 10. júlí 1891. Nr. 31 A. Afnám vistarskyldunnar. n. (Sfftari grein). Á síðasta alþingí koin fram frumvarp um þetta mál. Eptir því var liverjum manni, sem er fjárs síns ráðandi, þ. e. 25 ára, heimilt að leysa vistarskylduna, og var svo ákveðið meðal annars, að sá, er það gerði, yrði að hafa heimili hjá ein- hverjum húsráðanda í hreppnum eða kaup- staðnum, og þyrfti karlm. að greiða 1 kr. en kvennm. 50 aura fyrir lausamennsku- leyfið til oddvita hreppsnefndarinnar eða bæjarstjórnarinnar. Takmarkanirnar voru þannig ekki marg- ar eða miklar. Helsta takmörkunin var, að enginn gæti leyst vistarbandið með þessum vægu kjörum, nema hann væri myndugur. Frá þinginu í fyrra voru af- greidd lög um að allir skyldu vera fullmynd- ugir 21 árs og sá aldur hefur sjálfsagt verið hafður fyrir augum, er vistarskyldu- afnámið var bundið við myndugleika. En nú var lögunnm synjað staðfestingar, svo að ef myndugleikaskilyrðinu er haldið, þá ætti enginn að geta leyst vistarbandið með þessum vægu kjörum, nema hann væri orðinn 25 ára. Að visu getum vjer ekki sjeð neina hættu við að gefa yngri mönn- um kost á því, en þó teljum vjer rjettast að halda myndugleikatakmarkinu, af því að þá getur málið síður mætt mótspyrnu frá þeim, sem hræddir eru við vistar- skylduafnámið. Ein ástæða, sem höfð hefur verið á móti því, er sú, að lausafólk geti orðið dvalar- hreppi sínum og framfærsluhreppnum til þyngsla, ef það sýkist, og getur þetta vel komið fyrir. Eins og menn vita, hvílir sú skylda á húsbændum, ef hjú þeirra sýkjast, að fæða þau endurgjaldslaust til loka vist- arársins, nema ótilhlýðilegri breytni hjús- ins sje um að kenna. Ef lausafólk aptur á móti veikist og hefur eigi efni á að gefa með sjer, verður meðgjöfin að lenda á hreppnum. Til þess að varna þvi, hefur komið fram sú tillaga, að á þeim hús- bónda, sem tekur lausafólk til heimilis, skuli livíla sama skylda við það í veik- iodum sem nú hvílir á húsbændum við hjú. Með þessu er sveitafjelögunum borg- ið, og væri því hyggilegast að taka þetta upp í lögin. Hverjum sparsömum og reglusömum manni ætti ekki að vera erf- itt að fá fast heimili, þótt þetta skilyrði væri sett. Við þetta mundi málið einnig mæta minni mótspyrnu en ella, og ýmsir, sem nú hafa ýmigust á afnámi vistar- bandsins, muudu vel geta gengið að því með þessum skilyrðum. Á. Þingniálafundur í líeykjavík var liald- inn á laugardagskveldið var eptir fundar- boði frá 33 bæjarbúum. Ellefu mál á dagskrá og fyrirfram ákveðið, hver skyldi hefja umræður í hverju máli; skyldi sá maður tala eigi lengur en 10 mínútur, en andmælendur eigi lengur en 5 mín. Þar mætti fjöldi manna, þar á meðal meiri liluti alþingismanna. Fundarstjóri var kos- inn bæjarfógeti Halldór Daníelsson, sem kvaddi til skrifara dómkirkjuprest Jóhaun Þorkelsson og skólastjóra Morten Hansen. 1. Lögsaynarumdœmi lleykjavíkur var fyrsta málið; yfirkennari H. Kr. Friðriks- son sýndi fram á, hve nauðsynlegt væri, að lögsagnarumdæmi bæjarins næði yfir jarðirnar Laugarnes, Klepp, Bústaði og Skildinganes og Iagði til að skora á bæj- arstjórnina að skora á alþingi að gera það að lögum, og var það samþ^tkkt. 2. Skattamál. Halldór Jónsson banka- gjaldkeri talaði um fjárhag landssjóðs á fyrri árum; sakir tekjuþurðar landssjóðs hefði verið lagður á kaffi- og sykurtollur og tóbakstollur hækkaður; lagði á móti að lækka þessa tolla að sinni, því að bæði veitti ekki af þessum tekjum og enn ó- víst, hve háir þeir yrðu. Hann lagði og á móti afnámi ábúðar- og lausafjárskatts- ins, ef þeir yrðu afnumdir, yrði að leggja útflutningstoll á landvöru svo háan, að af því fengjust jafnmiklar tekjur og ábúðar- og lausafjárskatturinn er, og þá þyrfti út- flutningstollurinn að vera hár. H. Kr. Fr. talaði á móti tollum yfir höfuð; sömuleiðis Bogi Melsteð. Indr. Einarsson kvað áb.- og l.fj.sk. mundu verða vinsælli, ef fyrstu hundruðin, t. d. 3 hdr., væru gjaldfrí. Sam- þykkt tillaga í þá átt, sem Halld. Jónss. hafði talað. 3. Stjórnarskrármálið. Björn Jónsson ritstjóri kvað þetta kjördæmi vera það hann frekast vissi á sama bandi og önn- ur kjördæmi landsins með að vilja hafa fram endurskoðun stjórnarskrárinnar, þ. e. vilja fá, i stað ráðgjafa í Khöfn og ábyrgð- arlauss landshöfðingja hjer, Iandsstjóra eða jarl hjer með ráðgjöfum, er bæri ábyrgð fyrir alþingi, vilja fá löggjafarvaldið í sjerstökum málum landsins lagt allt eða mestallt í liendur þeirri stjórn með alþingi, vilja fá framkvæmdarvaldið í þeim málum allt eða mestallt í hendur landstjórans og ráðgjafanna, vilja fá skipun efri deildar þannig umbætta, að þjóðkjörnir þingmenn væru þar í meiri hluta — á móti kæmi þar ótakmarkað lagasynjunarvald stjórn- arinnar — og vilja fá stjórnarábyrgðinni fram komið fyrir ísl. dómstóli. Þetta væri aðalatriðin í endurskoðuninni. En til þess að hafa nokkra von um að koma slíkri endurskoðun fram, þyrfti að minnsta kosti hin þjóðkjörna þingdeild, neðri deild, að geta verið á einu bandi, öll eða því nær öll, og raun- ar þar að auki meiri hluti fyrir hinu sama í efri deild. Fyrir hvorugu væru neinar líkur á þessu sumri, heldur þvert á móti, og því mundi málinu miklu betur borgið með því að hreyfa því ekki fyr en á næsta þingi 1893, eptir nýjar almennar kosning- ar; þá væri miklu fremur líkur til, að sundrungin yrði horfin að miklu leyti og þá mætti kjósa svo til efri deildar, að þar yrði meiri hluti á sama bandi í þessu máli og neðri deild. — Þorlákur Johnson var samþ. till. B. J., en vildi þó bæta við þeirri yfirlýsing frá fundinum, að ef þing- ið tæki málið fyrir, þá væri hann mótfall- inn samkomulagsstefnu þeirri, sem hefði komið fram á síðasta þingi; ekki vjek hann þó með einu orði að því, hvað hann hefði á móti þeirri stef'nu. Um þetta urðu nokkrar umræður; meðal annara sagði H. Kr. Friðriksson, að till. Þorláks væri tvískinnungur og B. J. að hún ætti ekki við, ef sín till. væri samþ. — Þorbjörg Sveinsdóttir talaði á móti till. B. J., kvað kjördæminu ósamboðið að skora á þingið að taka ekki málið fyrir, þingmenn gætu fundið nýja vegi til samtaka og talaði mikið um samkomulag. B. J. kvað það betra að taka málið ekki fyrir, heldur en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.