Þjóðólfur - 13.11.1891, Blaðsíða 4
220
Kvennafræðarinn
kostar í bandi
2,50; 2,65; 3,00.
Fæst hjá öllum bóksölum á landinu.
Aðal-útsölumaður:
i Sigurður Kristjánsson.
3E=*egar jeg á síðasta vori missti minn ástkæra
eiginmann, Þórð Jónsson, frá 5 ungum börnum,
urðu margir góðviljaðir menn til þess að rjetta mjer
hjálparhönd í raunum mínum og linuðu þannig
sorg mína á margar lundir. í þakklætisskyni nefni
jeg sjerstaklega þessa menn, sóknarprest minn sjera
Þórarinn Þórarinsson, Halldór Jónsson í Suður-
Vík og konu hans og móður, Jón Jónsson Reynis-
hólum og konu hanB, umboðsmann Ólaf Pálsson á
Höfðabrekku, Klemens Klemensson í Presthúsum, og
marga fleiri.
Guð launi þessum öllum fyrir mig og láti göf-
uglyndi þessara manna verða upphvatningu fyrir
aðra til að gjöra miskunarverk á ekkjum og fóður-
lausum.
Hellum 20. október 1891
405 Eagnliildur Jónsdóttir.
líónir sjóyetlingar eru keyptir í
406 verslun Sturlu Jónssonar.
Góður vinnumaður getur fengið vist á góðum
Stað í Árnessýslu næstkomandi vor. Ritstj. vísar
á staðinn. 407
í haust týndist á Murnaeyri á Skeiðum svipa
látúnsbtiin, með hólk á miðju, eirkeng, sútaðri ól,
saman settri í miðju. Pinnandi skili henni til Bene-
dikts Guðmundssonar á Hallanda í Flóa. 408
Saltflskur, harðfisknr, ryklingur,
trosfiskur, skata, kákarl, söltuð síld,
smjör, tólg', og sauðskinn fæst í
409 verslun Slurlu Jónssonar.
Leiðrjetting. í blaðinu „Þjóðólíi11 nr. 30, sem
út kom 2. júlí þ. á., á blaðsíðu 123 er í dálítilli
grein skýrt frá, að einginn Þingvallafundur liafi
verið liaidinn í sumar, og seinast í nefndri grein
er komist þannig að orði: „í Norðurþingeyjarsýslu
hafði t. d. Páll Jóakimsson beðist eptir að mega
fara á sinn kostnað á fundinn sem fulltrúi kjördæm-
isins — en fjekk það ekki! “ Að því leyti sem mig
snertir, þá erþetta ekki rjett, því að jeg hefi aldrei
beðist eptir að verða kosinn, eða mega fara sem full-
trúi á Þingvallafund, hvorki fyrir Norðurþingeyjar-
sýslu nje nokkurt annað kjördæmi.
Árbót 29. ágúst 1891
410 Páll Jóakimsson.
Kattarskinn blá og svört eru keypt í
411 verslun Sturlu Jónssonar.
Fundur £ Stúdentafjelaginu annað kveld
kl. 8V2- Lagður fram reikningur fjelagsins, kosn-
ir endurskoðunarmenn og rætt um blaðakaup. 412
IE3Cafi einliverjum verið ofsent af 37. nr. Þjóðólfs
þ. á. er bann vinsamlega beðinn að endursenda það
sem allrafyrst til ristjórans. 413
Þakkarávarp.
Jeg finn mjer skylt að votta opinberlega og af
kjarta, þakklæti mitt öllum þeim, er af mannkær-
leik og hluttekningasemi auðsýndu mjer hjálp og
aðstoð í mínum hörmulegu kringumstæðum, þegar
jeg á sorglegasta og sviplegasta hátt missti minn
ástkæra eiginmann, sem guði þóknaðist að burt-
kalla 13. sept. 1891.
Þótt jeg viti, að þeir, sem með höfðinglegum gjöf-
um og hluttekningasemi, hugguðu mig í hörmum
minum, hafi eigi gjörtþað, til þess að afla sjer hróss
hjá mönnum, þá samt vil jeg, þeim til verðugs
heiðurs nefna hjernöfn uokkurra þeirra. Má þá nefna
meðal hinna helstu hin eðallunduðu höfðingshjón
læknirinn Ólaf Guðmundsson og frú hans Margrjeti
Magnúsdóttur á Stórólfshvoli, ekkjufrú Kristínu
Thórarensen á Kirkjubæ, Stein bónda Guðmunds-
son á Minna - Hofi, Ámunda bónda Filippusson á
Bjólu, Hjört snikknra Oddson á Kirkjubæ, Tómas
bónda Böðvarsson á B.eyðarvatni, Jón bónda Eiríks-
son og Guðrúnu Fiiippusdóttur hjón á Bjóluhjáleigu
og Eirík snikkara Jónsson á sama bæ.
Margir fleiri hafa með gjöfum, hjálp og hlut-
tekningasemi sinni Ijett mjer sorgina, er hjer yrði
of langt upp að teija, en guð þekkir nöfn þeirra,
og liann bið jeg að umbuna nefndum og ónefndum
þá kærleiksríku hjálp og aðstoð, er þeir auðsýndu
mjer, af ríkdómi náðar sinnar.
Stóra - Hofi 30. september 1891.
414 Styrgerður Filippusdóttir.
Eigandi og dbyrgftarmaöur:
ÞORLEIKUIt JÖNSSON, cand. phil.
Skrifstofa: 1 BankaBtrœti nr. 3.
Fj elagsprentsmiðj an.
170
liefur talað um það við mig, en jeg hef hingað til ekki
viijað segja þjer frá því“.
En allar forlölur urðu árangurslausar. Asjenka
fjekk viija sínum framgengt. Yið saumuðum handa
henni brúðarfötin, og sama haustið giptust þau, Róman
og Asjenka“.
„Pað var svo sem ekki mikið að því“, sagði
„oberstinn“. Eða því skyldu ungar stúlkur ávallt fá
unga monn? Vjer rosknu mennirnir getum opt gert
þær miklu hamingjusamari“.
„En hvernig jfór svo hjónabandið?" spurði „aðais-
marskálkurinn“. „Sagan er víst ekki enn á enda“.
„Nei, þar eigið þjer kollgátuna“, sagði langamma
mín. „Sagan endaði á þann hátt, sem enginn hefði get-
að ímyndað sjer. Þau Róman og Asjenka lifðu fyrst í
ástúðlegasta hjónabandi og voru mjög hamingjusöm. Hann
stundaði vel fyrirlestra sína á háskólanum og sagði auk
þess stúdentum til lieima hjá sjer, þar sem hann hafði söfn
sín. Asjenka var ágæt húsmóðir, sem stjórnaði öllu vel
innanhúss.
Með því að jeg heyrði henni hælt á hvert reipi,
fór jeg einu sinni og heimsótti hana, til þess að sjá
með mínum eigin augum, hvernig þeim liði. Það var
allt rjett, sem jeg hafði heyrt. Asjenka var fyrir-
myudarhúsmóðir og elskaði mann sinn afarheitt. Og
171
hann, þessi gráhærði, andlitsrauði karl, olskaði fram úr
öllu hófi hina ungu konu sína. Hann gaf henni skraut-
gripi úr demöntum og pantaði frá París nýjustu og
fegurstu klæði lianda henni. Þau gátu setið tímunum
saman í faðmlögum og með blíðmælum hvort við ann-
að. Margt er undarlegt, sem fyrir kemur í heiminum,
hugsaði jeg með sjálfri mjer. Hvernig getur þessi gamli
seggur látið unga stúlku bera svo heita ást til sín!
Eitt var þó, sem mjer þótti ekki rjett af Asjenku,
og það var, að hún gjörði gys að lærisveinum manns-
ins síns fyrir að þeir voru feimnir og kunnu sig ekki.
Það var einkum einn stúdent meðal þeirra, að nafni
Mitja, sem hún var alltaf að stríða og gera gys að,
enda var hann fremur öðrum klaufalegur og klunna-
legur, langur mjög, handstór og nefstór. Hann var
mjög fátalaður, en hann hafði falleg, stór svört augu,
og þegar liann leit á mann með sínu þunglyndislega
augnaráði, þá gat maður ekki annað en komist við.
Samt sem áður þótti Asjenku hann hlægilegur og gat
ekki stillt sig um að stríða honum. Hún fann ótal
margt til að stríða honum með og gera hann hlægi-
legan; hann þoldi það allt orðalaust, en opt komu tár-
in fram í augun á honum. Þegar Asjenka sá það, gerði
hún enn meira gys að lionum. Þegar við vorum tvær
einar, ávítaði jeg hana fyrir þetta: „Þú ert ekki leng-