Þjóðólfur - 04.12.1891, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.12.1891, Blaðsíða 3
235 mikíð og straumliart, fullt af íiskum og krókódílum; það rennur mörg hundruð mílur eptir frjósömum engjum; en það rennur þó ekki út í hafið, heldur hverfur niður í jörðina, nokkrar mílur frá ind- verska hafinu. í Kentucky í Ameríku er fljót, sem rennur 300 fet niðri í jörðinni og er 30 feta breytt og 40 feta djúpt. — í Derbyshire í Englandi eru tvær smáár, Hamos og Manifolg, sem renna báðar að hæð einni; þar hafa þær grafið sjer far- veg í gegn um og koma fram hinu meg- in undir hæðinní. Blað á ensku eru þeir Porlákur Jolin- son kaupmaður og Björn Jónsson ritstjóri farnir að gefa út, til þess að vekja eptir- tekt útlendinga á íslandi og reyna að hæna hingað útlenda ferðamenn. Blaðið heitir The Tourist in lceland, á að koma Ú1; einu sinni í mánuði, hvert nr. 8 bls. Syrsta blaðið fyrir janúar 1892 út komið og sent með síðasta póstskipi víðsvegar um keim. Dáinn 28. f. m. merkisbóndinn Nikulás Jonsson í Norðurkoti í Vogum á 77. aldurs- ári. f Hinn 23. f. m. andaðist hjer í bænum húsfrú Anna Katrín Þorsteinsdóttir á 48. aldursári; hún var vel gefin kona bæði til sálar og líkama. a. Otull og- giptingar. Maður, sem átti sjö gjaf- vaxta dætur, glataði viljandi brjefi, þar Bem sagt var frá því, aö hann ætti 7 skeppur af gulli geymd- ar í kjallaranum heima hjá sjer. Að 5 mánuðum liðnum voru allar dætur hans giptar. Spakmæli. Gæfan er þar sem menn finna hana, en sjaldan þar sem menn leita hennar. Hvernig sem mann hafa aflað sjer auðs síns, þá hafa menn þó jafnan í heimsins augum breytt bet- ur, en ef menn hefðu tapað honum. Menn nota samviskuna eins og eineygður maður notar gleraugu sín — ekki nema að hálfu. Eitt er erfiðara en að yrkja góð kvæði, og það er að selja þau. í reikningi, sem málflutningsmaður gaf manni, sem hann hafði flutt mál fyrir, stóð meðal annars: Yaknað á næturþeli og hugsað um málið 10 kr. Fyrirspurnir og svör. 1. Jeg er daglaunamaður og vinn yfir voriö og sumarið i sama stað og i sömu sveit scm svarar 5 mánuðum af árinu. En hinn tímaun af árinu er jeg vistráðið hjú í annari sveit og fór þangað seint í október. Til hverrar sveitarinnar ber mjer að gjalda útsvar til fátækra? Eða er það rjett, að jeg greiði útsvarið i báðum? Svar: Aukaútsvarið ber að greiða í báðum hreppunum, en vitanlega í hvorum hrcppnum að eins tiltölulcga eptir þeim tíma, sem spyrjandi hcf- ur haft fast aðsetur í hvorum þeirra fyrir sig (sjá lög 9. ág. 1889 um viðauka við lög 9. jan. 1880); 2. Eru námsmenn í hvaða handverki sem er skyldir til að vinna lengur en frá kl. 6—7 eða 7—8, eða álíst það ekki heill dagur? Svar: Það verður að fara eptir þeirri venju, sem tíðkast þar sem nemendurnir eru í kennslu eða námssamningi, hafi hann verið gjörður. Enginn nema W, Ó. Breiðfjörð, Hver hefur eins stórt, gott, og marg- breytt úrval af kamgarni, klæði, búkskinni, duffeli, og alls konar fataefnum? Hver hefur eins stórt úrval af' hálstaui, krög- um, flibbum, manchettum, slifsum, löngum og stuttum humbúgum og slaufíum? Hver hefur eins skrautlega og margbreytta liluti á jólaborði? (Fyrirsögnin vísar á svar- ið). 439' Rahbeks Allé ölið. Af þessu kröptuga, nærandi og styrkjandi ágætisöli hef jeg nú nógar birgðir; ótelj- ____ andi hrós-vottorð frá þeim kring um landið, sem fengu ölið hjá mjer í sumar, hafa komið til min með öllum ferðum í haust. 440 W. 0. Breiðijjörð. 188 ugri sem kvennmaðnr, prýddur með pislarvættiskórónu sjálfsafneitunarinnar. Chicago. Borgin Chicago í Illienois í Bandafylkjunum í Am- eríku brann, eins og kunnugt er, 1871 til kaldra kola, Ofl hefur síðan risið úr rústunum, margfalt fegri og auðugri en áður. Þar á að halda liina miklu heims- sýningu 1893, og vekur því borgin nú enn meiri eptir- tekt en áður. Það er mikilsvert fyrir borg í jafnvoldugu og auð- ugu landi eins og Ameríku að vera valiu úr öllum öðr- um borgum til þess að halda þar heimssýningu. Sjö borgir kepptu um þennan heiður: New York, Washing- ton, Boston, Fíladelfía, Chicago, St. Louis og New Orleans, en Chicago varð hlutskörpust, og er það al- menningsálit, að það hafi farið að maklegleikum. Ohicago er fyrirmynd meðal ameríkskra borga. Fyrir 60 árum voru íbúarnir þar ekki nema fáeinar hræður, 185 nú, þegar hún var horfin um aldur og ævi. Hún lok- aði sig inni og tók ekki á móti neinum, ekki einu sinni unnusta sínum. En hún skrifaði honum litlu síðar og leysti liann frá heitorði hans við sig eða með öðrum orðum, hún afsalaði sjer sjálf þeirri hamingju, sem hún átti í vændum í lijónabandi við liann, en nú skoðaði liún það ómögulegt. — Ómögulegt, þótt kjarninn væri liinn sami og það að eins væri skurnið, sem skemmt var. Alma hafði litið rjett á málið — hinir tilfinningar- næmustu menn eru einnig opt hinir skarpskyggnustu: — hinn ungi kaupmaður dáðist mjög að þessari göfuglyndu. stúlku, en tæpu ári eptir fjekk hann ást á snnari stúlku og trúlofaðist henni. Alma stofnaði seinna barnaskóla handa stúlkubörn- um, þar sem hennar hreina og fagra sál hafði hin bestu áhrif á börnin, sem henni var trúað fyrir. Jeg kom stundum til hennar til þess að biðja hana að taka í skólann börn, sem jeg hafði verið beðinn að koma þar fyrir. Einu sinni — jeg gleymi því aldrei — sat jeg lengi og talaði víð hana. Hún var þá um 25 ára gömul. Hið fagra andiit liennar var eins og brot- inn spegill, sem þó enn kastar geislum frá hverju broti og hverri flís. Hún hafði tvö herbergi; hið ytra notaði hún fyrir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.