Þjóðólfur - 22.01.1892, Blaðsíða 2
14
nr, sem á skrá standa og ókunnugir eru
sóknarmönnum, fá stundum kjá öðrum
málsmetandi mönnum, er einhver í söfnuð-
inum þekkir sem áreiðanlegan, réttorðan
mann. Allt þetta og ótalmargt fleira get-
ur verið kjósendum til stuðnings, þá er
umsækjendur eru þeim ókunnir.
Ef söfnuðirnir fara vel og skynsamlega
með það vald, sem þeir þegar hafa fengið,
mega þeir búast við að fá innan skamms
fullkomið vald til að velja um alla um-
sækjendur. Eins og vér minntumst fyr á
i grein vorri, getur veitingarvaldið enn
sem komið er með nokkrum rökum fært
þá ástæðu gegn því, að veita söfnuðunum
þennan rétt, að þeir hafi hingað til ekki
notað hann svo vel, að vert sé að launa
þeim það með auknu valdi. Þessa ástæðu
verða þeir söfnuðir að hrekja, sem hér
eptir fá umsækjendur skammtaða úr linefa
frá veitingarvaldinu. Neyti þeir þessa tak-
markaða réttar síns skynsamlega og stilli-
lega og verði heppnir í vali, verður þess
ekki langt að bíða, að þeir fái rétt til að
velja um alla umsækjendur. Þegar svo
er komið bera söfnuðirnir auðvitað alla
ábyrgð á valinu, því að meira valdi fylg-
ir því meiri ábyrgð, en einmitt þessa á-
byrgð vilja söfnuðirnir fá. Þeir vilja eins
og eðlilegt er fá að ráða einir þessu vel-
ferðarmáli sínu, og vér sjáum heldur enga
knýjandi ástæðu frá hálfu veitingarvalds-
ins til að fyrirmuna þeim það. Vér höf-
um áður drepið stuttlega á nokkrar þess-
ar ástæður og er því óþarft að taka þær
upp aptur. Málefni þetta mun aptur verða
lagt fyrir næsta þing og verði því þá
ekki framgengt, mun það enn á ný verða
lagt fyrir næsta þing þar á eptir og svo
koll af kolli, unz það verður afgreitt sem
lög frá þinginu, og er þá mikið unnið, þótt
samþykkis-stimpil stjórnarinnar vanti. Það
má eflaust búast við þvi, að hann fáist
ekki undir eins við fyrstu atrennuna. En
það er samt spá vor, að ekki verði langt
liðið af 20. öldinni, þegar allri lilutdeild
landshöfðingja og biskups í skipun prests-
embætta hér á landi er lokið.
BÓKMENNTIR.
íslendingasögur: Islendingabók Ara
f'róða og Landnámabblc. Búið hefir til
prentunar Valdimar Ásmundarson. 256 bls.
Verð 85 aurar. — Harðar saga ok H.blm~
verja. Þórleifr Jónsson gaf út. 104 bls.
Verð 40 aurar. — Kostnaðarrnaður Sig-
urður Kristjánsson. Rvík 1891.
Það hefur jafnan verið talið íslending-
um til gildis af útlendum ferðamönnum,
hve miklar mætur þeir hefðu á fornsögum
sinum og hve rótgrónar þær væru í huga
þjóðarinnar, enda liefur mátt segja það
með sanni. Þær hafa hingað til átt mikl-
um vinsældum að fagna, einkum meðal
alþýðu hér á landi, og þótt þessar viu-
sældir hafl því miður nokkuð rénað sum-
staðar þessi síðustu ár, er samt óhætt að
fullyrða, að ekkert bóklegt fyrirtæki í
nokkuð stórum stýl getur gjört sér von
um jafngóðar undirtektir almennings, sem
ódýr alþýðuútgáfa af öllum fornsögunum.
Slíka útgáfu hefur hingað til vantað. Sög-
urnar hafa að vísu allar verið gefnar út
einhvern tíma, sumar opt, sumar tvisvar
eða þrisvar, en sumar jafnvel ekki nema
; einu sinni. Margar þeirra eru nú með
öllu ófáanlegar og þær sem enn fást keypt-
ar eru svo dýrar, að alþýða manna hefur
ekki tök á að eignast þær. Stundum hef-
ur verið byrjað á að gefa út framhalds-
safn af íslendingasögum, en það hefur
sjaldnast komizt langt áleiðis og alls ekki
verið við alþýðuhæfi. Hið konunglega
norræna fornritafélag byrjaði t. d. að gefa
út slíkt safn 1843 með nákvæmum og vís-
indalegum samanburði handritanna, en ekki
hefur það geflð út meira en 4 bindi á hálfri
öld og er víst ekki von á fleirum frá því.
Auk þess er 4. bindið ekki annað en vís-
indaleg rannsókn og feykilangar málfræði-
legar hugleiðingar um 3. bindið (Njálssögu),
er enginn hefur neitt verulegt gagn af
nema sprenglærðir málfræðingar og naum-
ast þó. Svo byrjaði bókmenntafélagið að
geta út fornsögur vorar 1880, og komu út
3 bindi á árunum 1880—83, en síðan ekki
söguna meir, svo að ekki verður annað
séð, en að félagið (félagsdeildiu í Höfn)
sé alveg hætt við þetta fyrirtæki eða hafi
að miunsta kosti „saltað“ það um óákveð-
inn tíma með Safni til sögu íslands o. fl.
Þessi útgáfa bókmenntafélagsins var raun-
ar ekki alþýðleg útgáfa, að því leyti, að
í hana voru teknar alllangar vísnaskýr-
ingar og handritasamanburður, svo bók-
hlöðuverð varð því hærra, en þurft hefði,
ef öllu þess háttar hefði verið sleppt að
miklu leyti, en eigi að síður hefði það
ekki verið nein frágangssök fýrir utan-
félagsmenn að eignast slíkt safn, þótt fé-
lagið hefði haldið því áfram með sama
fyrirkomulagi. En þegar það varð ekki,
var sannarlega ekki vanþörf á, að Sigurður
bóksali Kristjánsson tók sér fyrir hendur
að kosta ódýra alþýðuútgáfu af öllum sög-
um vorum. Sýnishorn af þessari útgáfu
kom næstliðið ár, og verður ekki annað
sagt, en að mjög vel sé frá því gengið í
alla staði. Ritstjóri Fjallkonunnar liefur
búið Islendingabók og Landnámu til prent-
unar, og lxefur hann leyst það starf vel
af hendi að voru áliti. í formálanum hef-
ur hann gjört grein fyrir frumreglu þeirri,
er hann hafi fylgt við útgáfuna. Getum
vér sagt, að hún sé í stuttu máli sú, að
útgefandinn hefur ekki fylgt neinu hand-
riti eingöngu, heldur steypt nokkrum sam-
an og haft þannig úr liverju sem framast
greindi. Að því leyti er þessi útgáfa all-
víða fyllri en meginmálið í útg. Ldn. 1843,
og á stöku stað réttari lesnættir. Að
prenta íslendingabók með hinni ramfornu
stafsetningu finnst oss þó óviðkunnaulegt
og alveg óþarft í alþýðuútgáfu. Vér þurf-
um sem allrafyrst að fá fullkomna, vís-
indalega útgáfu af Landnámu (með ís-
lendingabók), því að þótt útgáfan 1843,
sem Jón Sigurðsson vann að, sé að mörgu
leyti mjög vel af hendi leyst, sem annað,
er hann fékkst við, er henni samt töluvert
ábótavant og sumt í meginmálinu er auð-
sjáanlega skakkt, en hið rétta í orðamis-
muninum neðanmáls. Ættatöflurnar aptan
við þá útgáfu eru einnig sumstaðar skakk-
ar o. s. frv. Landnáma er sannarlega
þess verð, að vér sýnum henni allan sóma.
Hún á að vera oss dýrmætari en allar aðrar
sögur vorar, því að engin þjóð í heimi á
samskonar bók. Hún er „Genesisbók eða
Heilög ritning þjóðernis vors“ sagði einn
ritstjóri Þjóðólfs forðum, skáldið séra
Matthías Jochumsson (sbr. Þjóðólf 26. árg.
nr. 29—30).
Annað heptið í þessari nýútkomnu al-
þýðuútgáfu er Harðar saga og Hólmverja,
og hefur séra Þorleifur á Skinnastöðum
búið hana undir prentun. Útgáfa þessar-
ar sögu virðist allvel af hendi leyst, ept-
ir því sem séð verður af samanburðinum
við útgáfuna 1847, enda er hún prentuð
eptir sama skinnhandritinu í safni Árna
Magnússonar.
Vér viljum alvarlega hvetja landa vora
að kaupa sögusafn þetta. Það er einnig
svo ódýrt, að fæsta munar um það gjald
á ári hverju. Kostnaðarmaður þessarar
útgáfu á beztu þakkir skilið fyrir þessa
snotru byrjun og vér efumst ekki um, að
framhaldið verði jafnvel af hendi leyst.
Nú á alþýða hér á landi að nota tæki-
færið til að eignast allar fornsögurnar.
Hún getur það aldrei á auðveldari liátt.