Þjóðólfur - 25.03.1892, Blaðsíða 3
59
jafnframt tiltækilegast, að henni verði á
þann hátt fyrir komið, að 3 nyrztu hrepp-
ar Suður-Múlasýslu: Eyða-, Vallna- og
Mjóafjarðarhreppar séu lagðir til Norður-
Múlasýslu, en Austur-Skaptafellssýsla sam-
einist svo Suður-Múlasýslu og sýslumaður-
inn þar búi þá nálægt Djúpavogi eða í
Álptafirði, en Seyðisfjörður komi í stað
Eskifjarðar sem aðalkauptún í austuramt-
inu, að því er snertir skrásetning og mæl-
ing skipa, sóttvarnir o. fl. En auðvitað
kemst þessi breyting ekki á nema með
samþykki sýslumanna þeirra, er hlut eiga
að máli, eða jafnóðum og sýslurnar losna.
6000 krónur til búnaðarframfara.
Stjórn landsbankans hefur samkv. heimild í
reglum sparisjóðs Reykjavíkur veitt bún-
aðarfélagi suðuramtsins 6000 kr. að gjöf
varasjóði hans, og skal þessu fé samkv.
fyrirmælum landshöfðingja 29. f. m. varið
til einhverra þeirra fyrirtækja til eflingar
landbúnaði, sem nauðsynlegt og æskilegt
er, að framkvæmd verði sem fyrst, eptir
samkomulagi milli bankastjórnarinnar og
bún^parfélagsins.
Aðalpóstleið um Húnavatnssýslu skal
framvegis samkvæmt skipun landshöfðingja
3. þ. m. liggja frá Stóru-Giljá um Blönduós
og síðan fram Langadal að Bólstaðarhlíð,
fram Svartárdal og norður Vatusskarðsveg
að sýslumótum. Hinni snörpu deilu nokk-
urra sýslubúa um þessa póstleið er því
hér með lokið, en illa munu Svíndælingar
una þeim úrslitum að vonum, enda þótt
þeir fái aukapóstferð að Auðkúlu.
Fiskisamþykktarbreytingin, er minnzt
var á í síðasta blaði, hefur ekki náð stað-
festingu amtmanns sakir ófullkomins und-
irbúnings af hálfu sýslunefndarinnar eða
oddvita hennar, og eru menn almennt mjög
óánægðir yfir þeim úrslitum, því að ein-
mitt nú í vikunni hafa menn komizt að
raun um, að fiskur er nógur fyrir syðra,
jafnvel upp í landsteinum (í Leiru og Garði),
þótt ekki fáist liann á færi eða lóðir.
íhnn maður þar, er braut samþykktina
udi síðustu helgi og lagði 3 net og stúf,
f®kk hátt á 3. hundrað af vænum fiski,
°£ annar, sem einnig braut, aflaði mjög
vel (sumir segja um 800 í 6 net, en fregn-
ir óljósar, og þeim því lítt að trúa). Eru
menn því óðir og uppvægir yfir því að
mega elcki leggja netin, sem vonlegt er,
þá er svona stendur á, og er mælt, að
mai'£ir hafi hótað að brjóta samþykktina,
ef máli þessu verði ekki komið í kring
fyrir 1. apríl. Er því ákveðið að stefna
til almenns fundar enn á ný, þriðjudaginn
29. þ. m., til að samþykkja breytinguna á
formlegan hátt. Mundi þá ekki, samkvæmt
þessara daga reynslu, tiltækilegt að stíga
dálitið stærra en fyr, og færa tímatak-
markið til 20.—25. marz, . eiuhverja þá
dagana, svo að menn spari sér ómak að
færa það enn til um eina viku næsta ár?
Rangárvallasýslu (Landi) 3. marz:
„Hér í sýslu hefur fátt eða ekkert gerst
sögulegt á vetrinum. Heilsufar manna
hefur verið mjöe gott og engir nafnkenndir
dáið. Tiðarfar hefur mátt heita fremur
hart, frá því viku fyrir jólaföstu til þess
nú fram að sjöviknaföstu, svo að fé hef-
ur lítið sem ekkert haft af jörðu allan
þann tíma og þykir það hér víða alllang-
ur tími og óvanalegt; liafa hey manna
því mjög gengið upp, en ekki heyrist samt
annað, en allir hafi þau enn nægileg, sem
líklegt væri eptir slíkan heyskap sem í
sumar. Frá sjöviknaföstu liefur hér verið
hæg og góð hláka og veður hið blíðasta.
Fiskvart hefur orðið hér með öllum sjó og
kemur öllum, einkum þeim, er búa við sjó,
það vel, eptir undanfarið aflaleysi.
Fundur í pöntunarfélaginu eða réttara
sagt kaupfélagi Stokkseyrar var haldinn
seint í janúarmán. á Sandhólaferju. Sök-
um þess, að sauðir félagsins seldust svo
illa á Englandi næstliðið haust, ásamt með
fieiru, var félagið nú í talsverðri skuld
við Zöllner, sem sumum mun veitast all-
erfitt að borga. Kostnaður sá, sem leggst
á félagið, er ákaflega mikill, og sumir
kvarta yfir óreglulegri afhending fél.var-
anna. Þetta, ásamt skuldunum, dregur
hugi manna frá félaginu, sem í sjálfu sér
er gott og þarflegt, enda kvað nú heilar
sveitir ætla að hætta að mestu eða öllu
við kaupfélagið. Kaupfélag vort er enn í
bernsku og það sem mjög ríður á, er, að
það hafi nýtum mönnum á að skipa, en
þeir eru ekki á liverju strái. En þótt
sumir liveríi frá félaginu, þá liggur sú
spurning fyrir, hvert þá skuli leita. Eigi
þurfa menn að vænta þess, að kaupmenn
á Eyrarbakka bjóði betra og þá er ekki
annað að fara en vestur til Reykjavíkur
og leita samkomulags við einhvern kaup-
mann þar, enda veitir mönnum það nú
hægra en áður, vegna Ölfusárbrúarinnar.
— Skepnuhöld hafa mátt heita góð í vet-
ur og fjárpestin hvergi drepið að mun. —
Umgangskennurum er að fjölga og má
telja það vott vaxandi menntunar, þótt
mikið vanti enn á, að hún sé almennt eins
og hún þyrfti og ætti að vera“.
AUGLÝSINGAR
1 samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setuing
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í liönd.
Lárus Bjarnason
yflrréttarmálaflutningsmaður
gegnir öllum réttarstörfum og útvegar
mönnum lán gegn veðrétti. 144
Hjá M. Johannessen fæst:
Kaffi (2 tegundir), exportkaffi, malt, kaudís,
(gulur og rauður), melís (í toppum og nið-
urh.), púðursykur, chocolade, kex og biscuits
með kaffi, the, vín (margar tegundir), rís-
grjón (heil og hálf), sagó, hveiti, sveskjur,
rúsínur, fíkjur. Enufremur fæst: grænsápa,
sjóhattar (norskir á 1 kr.), önglar, borðviður,
plankar, tré, spritt, brennivín, cognac (beint
frá Frakklandi á fiöskum).
Leifar af sirtsum, stearínkertum og spil-
um selst með niðursettu verði. 145
Margar þúsundir
manna liafa komizt hjá þungum sjúkdóm-
um, með því að nota nógu snemma hent-
ug meltingarlyf.
Kínalífselixírinn er meltingarlyf í fremstu
röð, því að auk þess, sem hann er orðinn
góðkunnur alstaðar í Evrópu, hefur hann
rutt sér braut í fjarlægar heimsálfur: Ást-
ralíu, Ámeríku og Afríku, svo að hann er
með réttu talinn heimsvara.
Af því að hér er búinn til mesti fjöldi
bittera, sem nefnist „Kína“, er almenning-
ur, sem ætlar að kaupa hinn ekta „Kína-
líl‘selixír“ beðinn að gjalda varhuga við
þessum eptirlíkingum, og láta ekki blekkj-
ast af svipuðu nafni eða umbúnaði, lield-
ur gæta þess nákvæmlega, að á hverja
flösku er skrásett vörumerkið: Kínverji
með glas í hendinni og verzlunarfélags nafn-
ið Waldemar Petersen í Frederihsliavn, og
y j>
áinnsiglinu —^— í grænu lakki.
Kínalífselixirinn fæst í öllum verzlunar-
stöðum á íslandi.
Waldemar Petersen.
146 Frederihshavn, Danmarh.
INTýprentaður leiðarvísir til lífsábyrgð-
ar fæst nú ókeypis hjá ritstjórunum og
hjá Dr. Jónassen, sem einnig gefur allar
nauðsynlegar upplýsingar um lífsábyrgð. [h7
SÖGUSAFN ÞJÓBÓLFS I 188&
(4—5 eintök) verður hegpt liáu verði á
skrifstofu blaðsins.