Þjóðólfur - 22.04.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.04.1892, Blaðsíða 2
74 eða ástæður fundarins, þá vil eg leyfa mér að minnast nieð fáum orðum á þetta atriði. Þar eð búnaðarfélag suðuramtsins hef- ur tvívegis, 3em eg veit um, neitað styrk- beiðni til sjógarðsbyggingarinnar, þá hlýt- ur það að hafa við einhverjar ástæður að styðjast, og þær ástæður munu þá aptur vera á rökum byggðar, því eg fæ ekki skilið, að búnaðarfélagið neiti hvað eptir annað um sína liðveizlu í búnaðarins þarf- ir, innan síns verkahrings, nema með gild- um ástæðum. Hvað þennan sjógarð snert- ir, þá fæ eg heldur ekki skilið, að fuud- uriun hafi borið fyrir sig sem ástæðu, að verkið væri svo stórt og kostnaðarsamt, að það þess vegna gæti ekki hlotið styrk af félagsins hálfu. Þetta er engin ástæða, heldur hálf leiðinleg undanfærsla frá því, að taka þátt í gagnlegu fyrirtæki. Þar eð verkið er líka þannig vaxið, að hver fullgjörður hluti garðsins getur orðið að notum það sem hann nær, þó engin á- kveðin lengd fáist, sem þó væri í alla staði æskilegt, þá fellur þessi mótbára burtu. Aptur á móti eru þetta ástæður, er nú skal greina, ef þær sýndust hafa við nokkuð að styðjast í þessu tilfelli: 1. Ef búnaðarfélaginu virðist verkið ekki nauð- synlegt eða þess vert, að það nokkurn tíma svari kóstnaði. 2. Ef félaginu þætti verkið of mjög einstaks eðlis eða einstakra manna og snerti svo fáa, að það þess vegna gæti ekki tekizt til greina. 3. Ef verkið væri þannig byrjað, að það af þeirri ástæðu gæti ekki orðið að tilætluðum not- um. Þessar eða svipaðar ástæður mætti ef til vill finna gegn styrkveitingu til garðsins og gegn styrkveitingum yfir höf- uð, en ekki stærð verksins, sé það álitið nauðsynlegt og öll líkindi til að það með timanum verði að tilætluðum notum. Vitaskuld er það, að kostnaðurinn verð- ur mjög mikill við garðinn, með þeirri lögun og þeim frágangi, er hingað til hef- va verið við hafður og framvegis ber að hafa, en sé tekið tillit til brimskemmd- anna, hættunnar, er jafnan vofir yfir og eignatjóns þess, er getur borið að höndum þá minnst varir, mun varla efi á, að garðs- ins er full þörf. Þegar brimið skellur fast upp undir og jafnvel upp á milli íveru- húsa manna; eins og komið hefur fyrir á Stokkseyri, þá sýnist allnærri höggvið og ekki vanþörf að afstýra því, ef unnt er., Eg heyrði þess getið í fyrra vetur, að brim hefði jafnvel grafið og skemmt bæ- arveggi á Stokkseyri, en nokkuð er langt siðan; þó geta menn jafnan búizt við því aptur, ef ekki er reynt að fyrirbyggja það á einhvern hátt. Eg verð enn fremur að álíta verkið (o: garðbygginguna) mjög nauðsynlegt, þar sem gætnir, hyggnir og kunnugir menn finna hvöt hjá sér til að byrja á jafn- kostnaðarsömu fyrirtæki upp.á eigin spítur, þó aldrei nema þeir hafi búizt við dálitl- um styrk. Ekki er gott að segja, hve margir geti haft gagn af sjógarðinum bæði beinlínis og óbeinlínis, en auk eigendanna munu allmargir aðrir hafa gott af framkvæmd þessa verks. Þegar eru ekki svo fáir á- búendur í Stokkseyrarhverfi og mundu ef- laust fjölga, ef garðurinn gæti orðið svo fullkominn, að álíta mætti þær eignir ó- hultar, er væru fyrir innan hann. Þá gæti og túnrækt og garðrækt þrifizt án endur- nýjaðra eyðilegginga af brimgangi. Grarð- urinn mundi og gæta skipa og annars sjáv- arútvegs betur en hingað til hefur verið. Eg tel því víst, að flestir þar í hverfinu vilji styrkja fyrirtæki þetta á einhvern hátt. Hin þriðja ástæða, sem eg ímynda mér, að búnaðarfélagið hafi jafnan fyrir augum þegar um styrkveitingu er að ræða, er sú, hvernig verkið sé byrjað og framvegis af hendi leyst. Hvað hinn umrædda sjógarð snertir, þá var naumast ráðandi til að hafa hann efnismeiri en getið er um í skýrslu um hann til búnaðarfélagsins. Hefði garðurinn verið hafður efnismeiri á ein- hvern kant, mundi kostnaðurinn því meiri, en nú mun bann verða ærinn nógur fyrir hlutaðeigendur, einkum ef hið opinbera, sem þeir hafa leitað til, vill ekki eða treystir sér ekki til að rétta þeim hjálpar- hönd. Aptur að hinu leytinu virðist garðurinn ekki mega vera efnisminni til þess að vænta megi, að hann svari til- ganginum, þó ekki sé gott að geta til, hve öflugan garð þarí', til þess að veita stórkostlegum brimgangi viðnám. Vér get- um hvort sem er ekki mælt sjógarða vora við þess konar byggingar erlendis og verð- um því að láta oss nægja, þó þeir séu með öðru sniði, ef að eins er reynt að vanda þá sem föng eru á, svo þeir séu all- tryggilegir undir flestum kringumstæðum. Þetta var og er einmitt meiningin með garðinn á Stokkseyri. Þetta fyrirtæki mun vera eitt hinna stærstu og kostnaðarsömustu, er einstakir menn (o: ekki félög) hafa tekizt á hend- ur hér á landi, viðvíkjandi framkvæmdum í búnaði, og væri því bæði eðlilegt og sanngjarnt, að það hlyti styrk af hinu opinbera eins vel og sum önnur búnaðar- fyrirtæki; en félagsskap og samtök hlut- aðeiganda má ekki vanta, fremur hér en í öðrum nytsömum fyrirtækjum, ef eitt- hvað á að verða ágengt og þeir óska að starfi sínu verði sýnd tilhlýðileg eptirtekt í samanburði við önnur þess konar störf. Eg hef nú þegar orðið fjölyrtari um þetta atriði en þurft hefði til þess að minnast á framkomu búnaðarfélagsins í þessu efni, en eg vildi um leið vekja athygli manna á sjógarðsbyggingunni á Stokkseyri, af því blöðin hafa fært mönn- um neitanir um fjárstyrk til hennar af hinu opinbera. Ritað í marz 1892. Frímann. Óheillatíðindi. Með danska herskip- inu „Díönu", er lagði af stað frá Khöfn 4. þ. m. og kom hingað á páskadagskveldið (17. þ. m.) fékk landshöfðingi tilkynningu frá dönsku stjórninni um, að enska stjórn- in hefði 22. f. m. bannað állan aðflutning fénaðar til Englands og Slwtlands frá Nor- egi, Svíþjóð, Spáni, Portúgal og Islandi eptir 1. apríl þ. á. Verður bann þetta sama sem algert útflutningsbann héðan af landi bæði á hrossum og sauðfé, þvi að varla mun auðið „í annað hús að venda", þá er enska markaðinum er lokað fyrir oss á þennan hátt. Ekki er þess getið, af hverju bann þetta stafi, enda skiptir það litlu í siálfu sér, hvort það er fyrirskipað til verndunar innlenda markaðnum á Eng- landi eða til varnar gegn fjársýki eða það er sprottið af kaupmanna-gróðabrellum ein- um. Það er jafnvoðalegt fyrir oss í svip- inn, hvernig sem á þvi stendur. Þessi dáindis notalega „sumargjöf" kom eins og „skrattinn úr sauðarleggnum" frá dönsku stjórninni til landshöfðingja, gersamlega órökstudd og athugasemdalaus. Hvort sem bann þetta stendur leng- ur eða skemur, hlýtur það að gera landi voru stóran hnekki, og er óþarft að fara þar um fleiri orðum. Það liggur hverjum manni í augum uppi, hversu tilfinnanlegt það verður fyrir landsbúa, þá er peninga- straumur sá, er borizt hefur inn í landið frá Englandi fyrir hross og sauðfé nú um langan tíma, stöðvast allt í einu. Nú eru góð ráð dýr. En hvað á til bragðs að taka? Eitthvað verður að gera, og til reynslu leyfum vér oss því að skora alvar- lega á landshöfðingja, að hann sem allra-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.