Þjóðólfur - 20.05.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.05.1892, Blaðsíða 3
95 DÁNARSKRÁ. Kristján Jónsson, bóndi á Ytri-Rauða- mel í Hnappadalssýslu, bróðir Jóliannesar snikkara í Reykjavík (f 1890), andaðist 24. apríl. Hann var einn kinna merkari bænda þar vestra. Gnðríin Jóhannesdóttir (bónda í Helg- árseli í Eyjafirði Halldórssonar og Rósu Bjarnadóttur) andaðist á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði á páskadagsmorguninn (17. apríl). Hún var fædd í Helgárseli 8. apríl 1819, giptist 1839 Jóni bóndaBjarna- syni í Leyningi, er dó 1845; áttu þau saman 3 börn, einn son, er dó ungur, og 2 dætur, er lifa: Elizabet kona Skúla óðals- bónda Kristjánssonar á Sigríðarstöðum og Rósa kona Þorsteins Thorlaciusar hrepp- stjóra í Öxnafelli. Aptur giptist Gruðrún Þorsteini bónda Sæmundssyni i Melgerði (bróður Ara Sæmundsens á Akureyri). Hann dó 1865 og áttu þau hjón 3 börn og dóu 2 þeirra ung. Guðrún sál. var gáfuð, guðhrædd og mesta þrek- og dugn- aðarkona. (P- J-)- Sigríður Þorsteinsdóttir, kona Einars bónda Erlendssonar á Víðivöllum í Fnjóska- dal, andaðist 17. marz. Hún var dóttir merkismannsins Þorsteins hreppstj. Gísla- sonar á Stokkahlöðum og síðari konu hans Sigríðar Árnadóttur frá Vöglurn Sigurðs- sonar. Meðal systkina hennar var Dóm- hildur kona Ólafs Briems á G-rund (móðir séra Valdimars Briems og þeirra systkina) og voru þær Sigríður tvíburar. Af börn- um Sigríðar lifa 2 synir, Jóhann bóndi á Víðivöllum og Gunnlaugur bóndi í Fjósa- tungu. Hún var mesta sómakona, vel gáfuð og guðhrædd. (P. J.). Hildur Melsteð, dóttir Jóns prófasts Mel- steðs (f 1872) og frú Steinunnar (f 1891) Bjarnadóttur (amtm. Thorarensens), andað- ist í Klausturhólum eptir langvinnt heilsu- leysi 12. þ. m., á 30. aldursári (f. 30. jan. 1863). Elín Helgadóttir ekkja Jóns gullsmiðs ^ Ökrum í Hraunhreppi Eyjólfssonar (dbrm. í Svefneyjum Einarssonar), andaðist hér í bænum 9. þ. m. rúmlega hálfáttræð (f. 1816). Hún var dóttir Helga lireppstjóra Helga- sonar í Vogi (f 1852) og Ingibjargar Jóns- dóttur aðstoðarprests í Hítarnesi (f 1792) Sigurðssonar prests 1 Stafkolti Jónssonar. Áf 4 börnum hennar lifa 3: Helgi kaupm. 1 Reykjavík, Eiríkur Kuld snikkari og *n&ibjörg. Guðrún Bernliöft (Ólafsdóttir f kaup- manns í Hafnarfirði Jónssonar og Kristínar Ólafsdóttur Þorvaldssonar), kona Daníels Bernhöfts bakara, andaðist úr brjóstveiki hér í bænum í gærmorgun 27 ára gömul, einkar siðprúð kona og vel látin af öll- um, er henni kynntust. Þau hjón áttu einn dreng, er lifir. Óverðskulduð árás. í 9. tölubl. „Fjallkouunnar“ þ. á. er grein frá ritstjðra hennar um hirðuleysi pðstafgreiðslumanna, sem einnig er nokkurs konar harmagrátur yfir þyí eignatjóni, sem liann bíði fyrir vanskil á blaðinu, og sem hann álítur ómótmælanloga okkur póstaf- greiðslumönnum að kenna. Samt tilnefnir ritstjór- inn ekki nema 2 þessa alveg bersyndugu póstaf- greiðslumenn, nefnil. póstafgreiðandann á Höfða á Völlum, sem er eg, sem rita þessar linur, og Hrút- firðinginn, sem afgreiðir á Stað, og tilfærir rit- stjórinn i grein sinni, hversu mikið hann sé búinn að eyðileggja af „Fjallkonunni" þegar það sé reikn- að til peninga. Það atriði kemur nú ekkert mér við, og eg voná, að Hrútfirðingurinn svari fyrir sig. Hvað áhrærir tjón það, sem haun þykist bíða fyrir hirðuleysi mitt, þá tilfærir ritstjórinn alls enga upphæð á því í grein sinni. Það getur máske ver- ið svo rnikið, að hann eigi bágt með að koina töl- um yfil’ það. Ritstjórinn segist liafa mjög sterkan grun á mér fyrir hirðuleysi í póstafgreiðslustörfum, og óskar, að eg sé klífðarlaust rekinn frá þeim starfa, þvi umkvartanir komi úr nágrenninu um vanskil blaðanna. Eg fyrst og fremst lýsi nú þennan áburð ritstjórans, hvað mig snertir, ósann- indi, og því ástæðulausan og mér liggur við að segja illgirnislegan óhróður. í öðru lagi skora eg á ritstjóra „Fjallk.“ að auglýsa tafarlaust í blað- inu nöfn þeirra manna hér úr nágrenninu, sem kvartað hafa undan því, að vanskil, sem þeir kunna að verða fyrir á‘„Fjallk.“, væru afdráttarlaust mér að konna.' Það er liklegt, að hann geti þetta og geri, en ef hann getur það ekki, þá virðist það nokkuð rustaleg ósvífni að snara ástæðulaust út á prenti svona svertandi grunsemdum; auglýsi hann nöfn mannanna, þá er hann laus við frekari jögun trá minni hálfu í bráðina, þvi þá á eg aðganginn að þeim, og eg þekki svo vel Héraðsbúa, að þeir eru svo góðir drengir, að þeir kannast við orð sín í þessu tilliti, en auglýsi hann ckki neitt, þá legg eg á dóm lesendanna, hvernig ritstjórinn er stadd- ur í þessu máli. Það er ofur einfaldlegt í grein ritstjórans, að beina þvi að mér, að vanskil þau, sem kunna að eiga sér stað i Fljótsdalshéraði, séu mér að kenna. Skjddi hann halda, að eg notaði „Fjallk.“ sjálfur til mins brúks eptir að hún er hingað komin, eða eg sé nokkur skuld i þvi, þó að einhver eintök af blaðinu hafi dagað uppi á leið- inni af þeim einfóldu orsökum, að umbúðirnar hafa bilað í póstskrínunum, svo ómögulegt er að vita, liver átt hafi að vera inóttakandi, því þótt gengið sé frá i póstskrinunuin með allri vaudvirkni, þá get- ur þó auðveldlega atvikazt að svo íari, en hingað hefur þó ekki komið neitt af Reykjavíkurblöðun- um, sem eg hef ekki getað komið til skila fyrir þær orsakir. Það segir sig sjálft, að á meðan aukapóstar voru nærri engir hér á Héraðinu, þá hef eg orðið að senda blöðin frá mér, sem menn kalla á skotspónum, og get því ekki beinlínis um það sagt, hvort þau hafa öll komizt til skila, sem hingað hafa komið, þó eg voni að svo hafi verið, en mér hefur ekki fundizt það vera á minni ábyrgð að gera meira en mitt ítrasta til, að þau kæmust til skila eins og eg þykist hafa gert. En það ber opt við, að blöð, sem ekki geta gengið héðan með aukapóstum eða aðalpóstuin, liggja hér um tíma, af því að eg fæ ekki umfarendur til að bera þau áleiðis, því þeir þykjast ekki geta það eða vera skyldugir til þess og hafa eigendurnir optast vitjað blaða sinua sjálfir. Eg hef sterkan grun á því, (svo eg brúki orð ritstjórans), að vanskil á Reykjavíkurblöðuuum hér eystra, ef þau eru tilfinnauleg, eigi sumpart rót sina að rekja til þess, að blaðamenn í Reykjavík hafa vist opt að sumarlagi sent blöð sín með ýms- uin skipurn hér austur um land, og þau hafa, að minnsta kosti sum, aldrei komið í þessar ómildu liendur póstafgreiðslumanna, heldur verið sett upp sem annað „fragtgóss“ í sölubúðir og knæpur, og þar hafa þau liaft hvild og góðar náðir, þar til eigeudurnir liafa rekizt á þau af tilviljun, og mér þætti ekki nema líklegt, þótt sumt af þeim hafi aldrei komið til skila. Höfða 22. april 1892 líenedikt Rafusson. Aths. ritstj. Eins og það er bein skylda blað- stjóranna að finna alvarlega að vanskilum blaða, er þau ganga fram úr hófi, eins er það sanngjarnt, að þeir póstafgreiðslumenn, sem þykjast bornir fyrir rangri sök, fái aö bera hönd fyrir höfuð sér, svo að þeir geti sýnt fram á, að vanskilin séu ekki þeim að kenna, þvi að þá má búast við, að aðrir leitist við að leysa starf sitt scm samvizkusamleg- ast af hendi og forðist að gefa höggstað á sér. Hvað Þjóðólf snertir, hefur hann aldrei oss vit- anlega vcrið sendur sem „fragtgóss“ með skipum, hvorki til Seyðisfjarðar né auuara hafna, heldur ávallt sem póstflutningur, er áreiðanlegir menn á hverri höfn hafa veitt viðtöku og sent svo út frá sér, og að því er snertir þann heiðursmann, er veitt hefur og mun framvegis veita Þjóðólfi við- töku á Seyðisfirði, þorum vér óhætt að fullyrða, að hann muni gera sér allt far um að koma blaðinu greiðlega til skila frá sér upp um sveitirnar. Þjóð- ólfur liggur því alls ekki í geymsluhúsum eða sölu- búðum á Seyðisfirði hirðingarlaus, þangað til eig- endurnir rekast á hann (um hin blöðin er oss ó- kunnugt). Aíli er fremur álitlegur hér um slóðir þessa dagana svo að útlit er fyrir, að vorvertíðin bæti upp vctrarvertíðina hér við Faxaflóa, enda munu margir hafa þess þörf eptir hið langvinna fiskileysi að undanförnu. Þilskipaafli hefur orðið dágóður. MeBt öíluðu tvö skip G. Zoéga & Co. („Margrét1*, skipstj. Guðm. Kristjánsson, og „To Yenner“, skipstj. Jón Þórðarson) 22,500 af vænum fiski hvort. Yeðurátta hefur verið all-kaldranaleg langa liríð, er eflaust stafar af hafísnum, sem að minnsta kosti mun landfastur á Austfjörðum og eflaust ein- hverstaðar við Norðurland, þótt áreiðanlegar fregnir um það hafi ekki nýlega hingað borizt. Leiðrétting. 1 dánarskránni i siðasta blaði stendur, að Sveinn faðir Sveins búfræðings hafi búið á Brekkuborg í Breiðdal, en á að vera á Brekku- borg í Mjóafirði, sem er nýbýli.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.