Þjóðólfur - 14.06.1892, Blaðsíða 2
110
}
dönsk félög úrmörgum löndum; ein gjöf kom frá
Svíum og önnur íslendingum. Bærinn (Höín) var
allur prýddur skrautlegum sveigum og merkjum,
myndum af konungi og drottningu. Hinn 26. var
giptingardagurinn. Þá fór öll fjölskyldan og aðrir
þjóðhöfðingjar í kirkju. Mátti ]iar sjá fararprýði
mikla, enda stóð maður við mann alla leið eins þétt
og drepið væri í öskju. Þóttist sá bezt hafa, er
næstur var og mest gat séð af dýrðinni. Hinn 29.
fór hátíðaganga mikil fram. Yar ]>ar margt manna
satnan komið og mörg fríð svoit fór þá um göturn-
ar, enda voiu allar stéttir og gluggar og dyr fullt
af áhorfendum. í göngu þessari voru íslendingar
og báru fálkann.
Amerika. Þaðau spyrjast stórskaðar af vatna-
vöxtum. Missisippi, Missouri, Arkansas og íleiri
Hjót hafa brotið fióðgarðaua og íiæða yfir landið.
Menu hafa drukknað hundruðum sarnan og margar
þúsuudir manna eru húsnæðislausar og viunulausar.
Skaðinn er afarmikill. Til dæmis hafa eyðilagst 50,000
ekrur á einum stað, (St. Louis). Afarrammur hvirf-
ilbylur fór yfir bæinu Wellington í Kansas, braut
hús, kveikti í bænum og drap 500 manns.
Pöstskipið Laura (kapt. Christianseu) kom í
morgun. Með henui kom fjöldi farþega, þar á
meðal: Guðm. Magnússon cand. med. með konu
sinni, kaupmennirnir Jón Vídalín, H. Th. A- Thom-
sen, Coghill o. fl.; Sigurður Magnússon læknfræði-
kandídat og stúdentaruir Bjarni Sæmundsson, Odd-
ur Gíslason (frá Lokinhömrum) og Sigurður Sivert-
sen, margir Englendingar o. fl.
Embiettispröf 1 lögl'ræði hafa tveir landar
tekið við háskólann: Einar Benediktsson (með 2.
einkunn) og Hannes Thorsteinson (Árnason land-
fógeta).
Báinn er utanrikisráðgjafi Dana Bosenörn Lehn.
Útflutningsbaimið. Nú fréttist með áreiðan-
legri vissu, að bann þetta er afnumið, eingöngu að
því er ísland snertir. Höfðu þar margir átt góðan
þátt að máli, ekki að eins forstjóri Allanlínunnar,
heldur einnig margir mikilsháttar þingmenn, Zöllner
kaupmaður, sendiherra Daua í Lundúnum o. fl.,
eins og áður var getið um i Þjóðólfi.
Krossar. Þrír prófastar: séra Davíð Guðmunds-
Bon á Hofi, séra Hjörleifur Einarsson á Undornfelli
og séra Sæmundur Jónsson í Hraungerði liafa
verið sæmdir riddarakrossi dannebrogsorðunnar, en
bændurnir Einar B. Guðmundsson á Hraunum og
Jón Jóakimsson á Þverá í Laxárdal heiðursmerki
dannebrogsmanna.
J. P. T. Bryde kaupmaður hefur verið gerður
að otazráði.
Móritz Halldórsson-Friðrikssou læknir var
nóðaður að fullu á gullbrúðkaupsaf'mælinu, sam-
kvæmt almennri bænarskrá íslendinga í Höfn til
konungs. Er hann nú farinn til Ameríku.
Farandleikendur tveir danskir, Jensen nokkur
og kona hans, komu hingað nú með skipinu og
hafa fengið leyfi til að leika í Goodtemplarahúsinu.
Aðgöngumiðar kvað eiga að kosta 1 kr. og 1 kr. 50 a.
beztu sæti. Þau hafa dvalið um 3 vikur í Færcyj-
um og sýnt þar íþrótt sína nokkrum sinnum.
Nafukunnur efnafræðingur A. W. v. Hofmann
háskólakennari i Berlín, lézt í f. m. Hefur hann
fundið ýms litunarefni, sem nú eru almennt notuð.
Engill dauöans.
Eg sé er gyllir sunna fjallatinda
Yið sólarlag og skuggar fylla dal
Og roði skreytir hvelfdan himinsal; —
E»ars stjörnur gullna geislavendi binda.
Fram svífur mynd, með svásum undra-
Ijóma
Um svanhvít ský svo biítt og kyrrt og
hljótt,
Sem faðm sinn breiði fögur sumarnótt
Á heiðu kvöldi’ of beði jarðar-blóma.
Sjá, það er engill; augun dökku glóa,
Frá ásján lít eg stafa geisla þýða
Og vængjablik í bláu ljómar heiði, —
Sem þegar máni silfrar sund og flóa
Og sveipar geislum næturstjarnan blíða
Hin ungu blóm, er gróa’ á lágu leiði.
0g raust ’hans hljómar: „Himins guð mig
sendi,
Að hugga þá, sem stríða sorgir við,
Að veita hryggum, sjúkum sannan frið,
Að stýra’ í friðarhöfn með líkuar hendi.
Og 'þó mín vegna þekji vanga tárin
0g þó eg slíti vinarhönd frá hönd,
í blóma lífs þó lífs eg slíti bönd,
Með friði græði’ eg síðan gjörvöll sárin.
Hví óttast menn þá allir komu mína? —
Eg er guðs friðar-boði hér á jörðu,
Eg veiti hvíld er hallar æfidegi.
0g þegar æsku árgeislarnir skína,
Svo ungu blómin deyði ei jeíin hörðu,
Eg gróðurset þau þar þau eldast eigi“.
Guðm. Guðmundsson.
Vöruvöndun og vörumatsmenn m, fl.
(Eptir bónda á Suöumesjum).
Herra ritstjóri! Gerið svo vel og ljáið Iínum
þessum rúm í yðar heiðraða blaði.
Veturinn var hér frá nýári frostasamur, snjóa-
fÖU í meira lagi eptir því sem hér er vant að vera.
Skepnuhöld 1 lakara lagi, því menn hafa hér lítil
hey fyrir fénað sinn, en treysta mest fjörubeit, sem
i vetur brast langan tíma. Prost varð hæst 16° K.
Fiskafli í góðu meðallagi hjá flestum. Hæstur hlut-
ur hátt á 9. hundrað (hjá einum manni), minnst
200, meðaltal 400. Flestir tóku fisk sinn út um
lok til verkunar, enda eru nú nokkrir búnir að
þurka hann. Ekkert heyrist, hvað kaupmenn muni
ætla að gefa fyrir fiskinn í sumar, en svo mikið
segja þeir, að það verði lítið, og að vel þurfi að
vanda hann. Vandlætið er mjög gott, ef það kem-
ur réttilega fram, uefui). að sá, sem á 1 skpd. eða
rninua, njóti sama jafnréttis við vörumat eins og
sá, sem á 50—60 skpd., en því miður hefur mað-
ur séð gerðan óhæfilegan mismun á vöru fátækra
og sumra efnamanna, og auk þess borga kaupmenn
betur vöru efnamannsins, þótt hún sé jafnvel mið-
ur vönduð en skyldi, og gætum vér nefnt nokkur
dæmi, ef vér vildum, því til sönnunar. Það mun
ekki hafa mikið bætt álit saltfisks á Spáni í fyrra,
strandfiskurinn, sem slæddist með þangað. Það er
nærri þjóðarminnkun að svíkja inn skemmda vöru,
þó það sé stundarhagur fyrir einstaka menu. Vér
þekkjum menn, sem bæði keyptu og verkuðu salt-
fisk af skipunum „Peter“, er strandaði á Garðskaga
í fyrra vetur, og „Ásta“, er strandaði í Kefla-
vik í fyrra suruar. Fiskur þesai hafði allt anuað
en gott útlit, en þó tóku sumir kaupmenn liann af
bezt efnuðum bændum hér syðra. Er það til að
hvetja menn til að vanda vörur sinar? nfl. að sjá
efnamann koma með miður vandaðar vörur og
vörumatsmenn segja: „Þetta er ekki góð vara, við
verðum að gera flokkaskipti á henni". Bóndi svar-
ar: „Eg er ekki nauðbeygður til að láta hér inn
vöru mína; ef þið takið hana ekki alla sem nr. 1,
fer eg með allt burtu“. Áuk þess getur komið
fyrir, að sumir af þessum vörurnatsmönnum séu
eitthvað skuldskeyttir vörueigendum, svo þeir taki
vöru þeirra orðalaust og telji hana góða. Eru
þetta sjálfstæðir vörumatsmenn ?
Einnig má tilnefna hið misjafna verð á vörunui,
bæði hinnar útlendu og innlcndu. Eyrarbakka-
verzlun borgaði 35 kr. fyrir hvert skpd. af ýsu í
fyrra sumar og 37 kr. fyrir nokkur skpd. af beztu
tegund, Eyþór kaupmaður Felixson borgaði 35 kr.
fyrir ýsu og 45 kr. fyrir smáfisk; aðrir kaupmenn
ekki nema 30 kr. fyrir ýsu en 40 kr. fyrir smá-
fisk. Fróðlegt væri að vita, hvað þessar verzlanir
hafa tapað á ýsu og smáfiski í fyrra.
Heyrzt hefur, að bændur á Miðnesi Og í Höfn-
um og Grindavík muni ætla sér að bindast sam-
tökuin um að leggja engau fisk inn í sumar
fyr en fast ákveðið verð er sett á hann af kaup-
mönnum, og það verð, sem bændur geta gert sig
ánægða með f'yrir góöan fislc.
Hér látum vér staðar numið að sinni og vonum
fastlega, að vér fáum sjálfstæða vörumatsmenn í
sumar, sem geri öllum jafnt undir liöfði.
* * *
Umkvörtun greinarhöfundarins um hlutdrægni
sumra kaupmanna í vörutöku mun því miður vera
á nokkrum rökum byggð. Að minnsta kosti verð-
ur því ekki neitað, að kaupmenn hafa almennt
ekki gert nægan mun á vandaðri vöru og óvand-
aðri, en dembt öllu saman, og stafar sú óregla
að nokkru ley.ti af því, að hingað til hafa kaup-
menn enga reglulega vörumatsmenn haft. Það liafa
verið þjónar þeirra, er hafa veitt vörunum viðtöku,
án tillits til, hvort þeir hafa nokkurt vit á vöru-
gæðum eða ekki og án nokkurs eptirlits eða að-
halds af hálfu annara en húsbænda þeirra. En nú
mun þess ekki langt að bíða, að þetta breytist til batn-
aðar, þá er reglulegir eiöfestir vörumatsmenn verða
skipaðir við hverja verzlun, sem nú er komið vel
á veg, og má þá auðvitaö láta menn þcssa sæta
ábyrgð, ef þeir verða berir að hlutdrægni, er varla
þarf að óttast. Þá verður heldur ckki kaupmönn-
um framar borið á brýn, að þeir geri sér manna-
mun að því er snertir flokkaskipun vörunnar, því
að þá ráða þeir engu um það og setja að sjálf-
sögðu sama verð á hvern einstakau flokk vörutog-