Þjóðólfur - 19.08.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.08.1892, Blaðsíða 3
155 að þess hafi verið farið á leit, en árangurslaust, J>ðtt ótrúlegt sé, en — þetta eru cklci búpenings- hús!). Það er auðvitað, að hinar fáu og máttvana hendur sóknarmanna hafa verið samtaka við að reisa þessar byggingar, bæði með vinnu og lánum, en frumkvóðull og framkvæmdarstjóri þeirra er herra hreppstjóri Ásbjörn Ólafsson í Innri-Njarðvík. Fjárframlög hans til þeirra hafa verið stórkostleg, framsýai, fyrirhyggja og elja óþreytandi. Kirkj- nnni hefur hann lánað stórfje og gaf lienni 500 kr. í fyrra sumar. Helming skólahúsverðsins mun hann hafa lánað. — Þess má einnig geta, að fyrir 35 árum byggði hr. Ásbjörn snotra timburkirkju á sama stað, og þá var hann 25 ára gamall. — Það er eflaust vandfundinn maður, sem hefur komið upp slikum byggiugum í aimennings þarfir, auk mikilia bygginga í eigin þarfir. Eða hefur nokkur látið byggja fleiri kirkjur en 2 og 1 skólahús ? Þar að auki hafa hlaðizt á hr. Ásbj. mörg umfangsmikil störf í byggðarlagi hans. Hvernig hann hafi leyst þau af hendi sýnir það bezt, að hann er ávallt kosinn og endurkosinn til að gegna nálega öllum erfiðum og áriðandi störfum i hreppnum og sðkninni. — Ennfremur skal þess getið, að fyrir hans ötula fylgi og ótrauða frammistöðu hefur hér verið hald- inn barnaskóli milli 10 og 20 ár, en þar hefur hann einatt átt ótrúlega mikið við að stríða, en það er maður, sem ekki lætur smáhindranir hepta fyrirætlanir sinar. — Það er þannig augljóst, að Njarðvíkursókn og -hreppur eiga hr. Ásbirni mikið gott að þakka. Og eptirkomcndurnir munu heiðra minning hans sem eins af hinum fáu, er ekki liafa einungis unnið og lifað fyrir sjálfan sig og sína tíð, heldur einnig fyrir framtíðina og komandi kynslóð11. f Þórður Gruðmundsson kanuneráð, f. sýslumaður, andaðist hér í bænum kl. 7 í morgun eptir þungar þjáningar 81 árs að aldri. Hans verður nánar getið í næsta blaði. Slysför. Gipt kona frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum drekkti sér nýlega í Markarfljóti. Var hún sturluð á geðsmunum og hafði farið að leita sér lækninga út að Stórólfshvoli (til Ólafs læknis), en hvarf þaðan og sást til ferða hennar frá Stóru- Mörk, er hún var að ganga upp og niður með fljótinu að vestanverðu. Var þá óðar sendur þaðan maður til að sækja kana, en er hún sá það, varp- aði hún sér í fljótið. Rak lík hennar upp á eyri nokkru neðar. Veðurátta. Síðan um mánaðamótin hefur optast verið góður þurkur, en hlýindi fremur litil. Grasbrestur á túnum hefur orðið mjög mikill viðast hvar, on útengí talið jafnaðarlega nokkru betur sprottið. „Norðurljósið“, blað Friðbjarnar Steins- sonar á Akureyri, verður frá næsta nýári gefið út i Reykjavik af Möðruvelling nokkrum, eptir þvi sem skýrt er frá í „Fjallkonunni“ 16. þ. m. sam- kvæmt bréfi að norðan, þar sem þess er jafn- framt getið, „að blaðið muni þá glata þeirri litlu hylli, er það hafi haft í Friðbjarnar höndum“. Það er ekki óliklegt, að spá þessi rætist að nokkru leyti, þar eð Norðlendingar munu una þvi illa, að blað þeirra sé flutt til Reykjavikur. Nýtt ráð til að endurlífga drukkn- aða menn hefur frakkneskur maður fundið ný- lega og gert heyrum kunuugt fyrir lækningaráðinu i París. Það er ekki fólgið í öðru en þvi að opna með vinstri hendinni munn hins drukknaða, taka með hinni hægri i tunguna á honum og draga hana nokkrum sinnum svo langt út sem unnt er og ekki getur orðið til meiðsla, en hreyfing þessi, sem verður að vera regluleg, befur áhrif á andan- færin. Ráð þetta hefur gefizt vel og fyrsta skiptið, sem það var reynt höfðu tveir læknar gert árang- urslausar tilraunir i Iy2 klukkustund til að lífga drukknaðan mann, en þá dugði þetta ráð. Hefur forstjóri lækningaráðsins þegar gert ráðstafanir til, að auglýsing verði fest upp alstaðar á Frakklandi, þar sem ráð þetta kynni að geta komið til notk- unar. Fjórburar. Kona timburkaupmanns nokk- urs nálægt New-York ól 17. júni þ. á. fjóra drengi, er við fæðinguna ógu 22 pund allir og lifðu þeir ásamt móðurinni. Hjón þessi hafa verið gipt 8 ár og átt áður 4 börn. Hina pólitiskn trúarjátningu fóðursins mátti sjá af því, að hann lét skíra þessa sonu síua allveglegum nöfnum: Harrison, Blaine, McKinley og Reid, en Harrison er forseti Bauda- rikjanna og hinir 3 helztu skörungar „republik- anska“ flokksins, eins og kunnugt er. íslenzk mállýsing handa alþýðuskólum. Eptir Halidór Briem. Kostar í bandi 90 aura. — Ætti að vera kennd á öllum barnaskóium. — Aðalútsala í bolcaverzlun Sigurðar Kristjánssonar. 463 100 „Nú heimta eg tíu dollara", svaraði smiðurinn, „því að annars hrósið þér yður af, að hafa kúgað fátækling- inn. Eg hygg, að þér borgið fúslega þessa litlu kennslu- peninga, ef eg lýk aptur upp skríninu fyrir yður, þér sem ekki að eins haíið gert yður til minnkunar, með því að draga af mér verkalaun mín, heldur haflð einnig ætlað að heíja mál á móti mér. Eg ímynda mér, að þegar þér öðru sinni ætlið að kúga einhvern fátækling, þá munið þér minnast Amos’s, og við það spara yður mikla hryggð yfir drýgðum rangindum". Hann sagði þetta með mestu hægð, og kaupmaður- inn hafði enn misst nokkrar mínútur af hinum dýrmæta tíma, og sá því ekki önnur fangaráð en að slaka til við smiðinn. Hanu greiddi honum í mesta snatri tíu dollara, er Amos skoðaði vandlega hvern fyrir sig, til þess að vita, hvert þeir væru ósviknir og stakk þeim því næst ofurrólega í vasa sinn. „FIjótt“, lýrir alla muni fljótt“, mælti kaupmaður- inn, „eg vildi láta 50 dollara til þess, að bankanum verði ekki lokað, áður en eg kemst þangað“. „Því trúi eg vel“, mælti smiðurinn stillilega, en þar eð liann var livorki illviljaður né hefndargjarn, opnaði hann skrínið skjótt og það stóð einmitt heima, að kaupmaðurinn gat afhent peningana í bankann, áður en lokað var. 97 Iiðnum aptur með Amos, er hélt á verkfærum sínum í hendinni. Að vörmu spori opnaði hann skrínið. Kaup- manninum varð léttara um hjartaræturnar og horfði með mikilli ánægju á bankaseðlana og ,.doiIara“-hrúg- urnar, því að enn gat hann komizt nógu snemma í bankanu, og varðveitt orðstír sinn fyrir öllum grun. „Hve mikið á eg að borga yður Amos?“ spurði hann, og tók pyngjuna úr vasa sínum. „Fimm dollara“ (18 kr. 75 aurar). „Fimm doliara! Hvað þá, eruð þér frávita, góður- inn minn? þér hafið ekki verið fimm mínútur að Ijúka skríninu upp; hórna er fimm „shillings“ (4 kr. 50 aur.). „Það er satt“, svaraði Amos stillilega, „eg hef ekki þurft langan tíma til að stinga það upp, en þér verðið að gæta þess, liversu mörg ár eg hef hlotið að læra þetta handarvik, til þess að geta gert það á svo stuttum tírua. Þér munduð ekki skoða huga yðar um að borga miklu meira lækni, sem bjargaði lífi yðar, þótt hann vitjaði yðar ekki nema einu sinni, og hefði að eins einnar mínútu viðdvöl, og þó hef eg bjargað hinu lífi kaupmannsins, tiltrúnni. En þér eruð að þrefa við mig um þann greiða, sem eg hef gert yður, eins og um hvern annan búðarvarning, eptir því gildi, sem hann hefur í yðar augum“. „Það gildi, sem hann hefur í mínum augum!“ svar-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.