Þjóðólfur - 26.08.1892, Side 1

Þjóðólfur - 26.08.1892, Side 1
Kemnr út & föBtndög- am — VerS úrg. (60 arl.a) 4 k . Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÖLFUR Dppsögn skrifleg, bandin vlí áramót, ógild nernn komi til fltgeíanda iyrir 1. október XLIV. árg. f Þórður Guðmundsson kammerráð. fyrrum sýslumaður í Árnes- sýslu, er andaðist liér í bænum 19. þ. m. eins og minnzt var á í síðasta blaði, var fæddur í Arnardal við ísafjarðardjúp 11. apríl 1811 og voru foreldrar hans Griið- mundur Ketilsson (Þorleifssonar) um hríð verzlunarmaður á ísafirði og kona hans Sigríður Helgadóttir prests á Eyri við Skutulsfjörð (f 1816) Einarssonar lögréttu- manns í Þrándarholti í Eystrihrepp Haf- liðasonar prests í Hrepphólum Bergsveins- sonar. Hann var ungur tekinn til fósturs af móðurbróður sínum Árna stiptprófasti Helgasyni, er þá var dómkirkjuprestur og bjó i Breiðholti, en fluttist með honum 15 vetra gamall að Görðum á Álptanesi. Kenndi séra Árni honum skólalærdóm og útskrifaði hann 1830. Sigldi hann sam- sumars til háskólans og tók þá aðgöngu- próf (examen artium) og árið eptir 2. lær- dómspróf, hvorttveggja með 1. einkunn, en embættispróf í lögum 1835 með 2. eink- unn. Meðan hann var á Garði var Odd- geir heit. Stephensen lengstum lögunautur hans og hélzt góð vinátta með þeim jafnr an siðan, enda höfðu þeir báðir lært sam- tímis hjáfiÁrna stiptprófasti. Þá er Þórð- ur sál. kammerráð var kominn út hingað að afloknu prófi, var hann um hríð skrif- ari hjá Bardenfleth stiptamtmanni, er hann jafnan minntist með velvilja og kvað hann hafa verið einhvern liinn stakasta reglu- mann í embættisfærslu, er hann hefði þekkt. 1839 var hann settur sýslumaður í Vest- mannaeyjum og þjónaði þar eitt ár, en að því búnu var hann settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og fékk veit- ingu fyrir henui ári síðar (1841). Hafði hann þá aðsetu í Reykjavík og gegndi jafnframt bæjarfógetaembættinu eitt ár, og i landsyfirréttinum sat hann öðru hverju, sem settur meðdómandi á árunum 1846—50. Árnessýsla var honum veitt 1850 og þjónaði hann henni til 1866, en fékk algerlega lausn frá embætti 1867. Hann kvæntist 1841 Jóhönnu dóttur Lár- usar Knudsen kaupmanns í Reykjavík og Margrétar Andreu, dóttur Lárusar Hölters beykis í Stykkishólmi. Börn þeirra, sem Reykjavík, föstudaginn 26. ágúst 1892. lifa, eru: Þórður læknir í Ameríku (fyrv. héraðslæknir á Suðrnesjum), Árni bóndi í Ameríku, séra Öddgeir i Vestmannaeyj- um, Sigurður í Arnarholti sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Þorgrímur tungumálakennari, Margrét Andrea, ekkja séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ og Sigríður ógipt hjá bróður sínum í Arnar- holti. 17. des. 1883 missti Þórður kam- merráð konu sína og flutti þá vorið eptir frá Litla-Hrauni, þar sem þau hjón höfðu búið yfir 30 ár, að Gaulverjabæ til séra Páls tengdasonar síns, en eptir lát hans flutti hann með Margréti dóttur sinni til Reykjavíkur vorið 1888.. Hann var sæmd- ur kammerráðsnafnbót 1851 og kjörinn heiðursfélagi bókmenntafélagsins í sumar. 1855 og 1857 sat hann á alþingi sem konungkjörinn þingmaður. Á siðastliðnu hausti lagðist hann rúmfastur í veiki þeirri (þvagteppu) er eptir miklar þjáning- ingar dró hann til dauða, en var áður ó- venjulega ern eptir aldri og hélt óskertum sálarkröptum fram undir andlátið. Hann var miklum hæfileikum búinn og einkar vel að sér í mörgu. Fylgdi hann svo vel með tímanum að fátítt mun um menn á hans aldri, því að hann las ekki að eins flestar nýjar íslenzkar bækur og blöð, heldur mörg nýjustu útlend rit, og hafði hann hið mesta yndi af að ræða um þau mál, sem nú eru efst á dagskrá hjá þjóð- unum. Hann var mesti fjörmaður, síglað- ur og skemmtinu í viðræðum, enda kunni hann frá mörgu að segja, því að minnið var afbragð. Jafnlyndari mann og dag- farsbetri höfum vér ekki þekkt, og fáa óvildarmenn hyggjum vér hann átt hafa, því að hann hafði almenningsorð fyrir mannúð, góðvild og réttsýni sem embætt- ismaður. Munu Árnesingar lengi minnast hans, sem hins vinsælasta yfirvalds, er þeir liafa haft. Hann var í stuttu máli mesti dánumaður. — Jarðarför hans fer fram á morgun. Er það sanngjörn krafa? Þessi spurning datt mér í hug, þegar eg hafði lesið fréttirnar af Snæfellsnesi í 36. tölubl. „Þjóðólfs“ Eg sé, að fregnrit- ari þessi segir meðal annars: „að börn Hr. 40. sem ýmsra hluta vegna, geta ekki lesið og lært í heimahúsum í undirbúnings- stundunum, ættu að lesa í skólunum undir umsjón kennaranna“. Eg er höfundinum samdóma um það, að þegar svo stendur á, að börn annaðhvort geta ekki, eða eru ekki látin lesa heima hjá sér, þá ættu þau að gjöra það í skólunum; en eg get þó ekki aðhyllst þá skoðun hans, að það sé hirðuleysi presta og kennara, er sé orsök í því, hve óalmennt það er, að börn sé látin lesa þannig i skólunum. Þegar um þetta mál er að ræða, þarf fleira að koma til álita en það eitt, er börnin æltu að gera. Það nægir alls ekki að segja, að þau eigi að gera þetta eða hitt, heldur þarf einnig að gæta þess, hvort þau geti það. Ef það reyndist svo, að börnin gætu lesið í skólunum, svo gagn væri að, með því fyrirkomulagi sem á skólunum er nú, og án þess nokkuð sé rýmkað til um hag þeirra, þá fyrst er ástæða til að ámæla prestum og kennurum fyrir hirðuleysi. Fyr ekki. Eg verð að líta svo á, sem ómögulegt sé, að börnin eigi kost á því, að lesa í skólunum í undirbúningstímum. Tel eg hina lielztu ástæðu móti því, hinn afar- þrönga fjárhag skólanna. Eg .býst við að fregnritarinn sé svo kunnugur skólamálum vorum, að hann viti það, að skólarnir hafa fullt í fangi með að standast hin árlegu útgjöld, sem á þeim hvíla; en óhjákvæmi- legt virðist mér annað, en útgjöldin mundu aukast að mun við skólana, efþaðkæmist á, að börnin læsu ávallt í þeim. Það mundi þurfa þó nokkuð fé fyrir ljós og hita fram- yfir það sem nú gerist; þá mundu og kennararnir þurfa að fá talsvert hærra kaup en þeir hafa, ef þeir ættu að sitja alla undirbúningstíma' meðal barnanna. — Að öðrum kosti mundi þá lesturinn í skól- unum, koma að litlum notum. Það mun venja nú orðið, að kennurum við barnaskólana hér á landi, sé goldið í kaup, frá 30—50 kr. um mánuðinn. Þegar búið er að borga af kaupi þessu fyrir fæði, húsnæði, þjónustu, ljós og hita, þá hygg eg að hverjum meðalmanni sé auðið, að reikna það út, að alllítið er þá eptir, sem verja þarf til fata og bókakaupa. Bækur er kennurunum þó bráðnauðsynlegt að

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.