Þjóðólfur - 02.09.1892, Page 1
Kemnr 4t i. föstndög-
um — Verö &rg. (60 arka)
4 kr. Krlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. jöli.
ÞJOÐÓLFUR
Dpvisögn skrifleg, bundin
víö áramöt, ögild nema
komi til útgef&nda tyrir 1.
oktftber
Reykjavík, föstudaginn 2. september 1892.
Nr. 41.
XLIV. árg.
Allir kaupendur Þjóðólfs
næsta ár (1893) fá upphafið á
skemmtilegri og einkar fróölegri
sögu um hið nafnkunna „Kambs-
mál“ í Árnessýslu m. fl., eptir
Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi.
En þar eð útgáfa rits þessa
hefur afarmikinn kostnað í för
með sér, sjáum vér oss trauðla
unnt að standast hann, nema
því að eins, að kaupendur blaðs-
ins fjölgi enn til muna og allir
(gamlir og nýir) standi í skilum
við oss eptir föngum.
Rit þetta verður ekki til
lausasölu og geta því engir eign-
azt það nema kaupendur Þjóð-
ólfs.
Nýir kaupendur að næsta (48.)
árgangi Njóðólfs fá auk þess ó-
keypis sögusafnið 1892 (ÍO—12
arkir), er verður fullprentað í
árslok.
I.
Til þeirra, sem eptir lifa.
Eptir Hinrik Ibsen.
Ástar þakkir, allir segja;
áður varð hann samt að deyja.
Lýður kær, hann Ijós þér sendi,
lengi það liann sjálfan brenudi.
Hann þér seldi sverðið bjarta —
sverði nístir þú hans hjarta.
Þúsund drap liann þursa kalda,
þú hann kreistir milli skjalda.
Sigurroði signir heima,
sem hann fékk þér til að geyma.
Hirð nú arf og heimi sýndu
höfðingjans, er þyrnir píndu.
n.
Til vinar'míns byltingamannsins.
Eptir sama höfund.
Þeir segja mig orðinn apturhaldsmann, —
eg hef aldrei breytzt frá því sól mín rann.
Eg fæst ekki við að færa peð, —
fleygið taflinu, þá er jeg með.
Sú eina bylting, sem eg vil hrósa,
og ekki var gerð af bögubósa,
Ber eins af öðrum sem örn af kjóa,
eg á við syndaflóðið hans Nóa.
En það sinn líka var leikið á — skotann,
því, lítt á: Nói fékk veldissprotann!
Reynum því enn að hleypa’ í oss hamförum,
en hér þarf samtök og ræður með fram-
fórum!
Jafnið þið vatnið um jarðrikis mörkina,
jeg skal með ánægju sprengja’ í lopt örkina.
Matth. Joclnmsson.
Þessum slðari vísum Ibsens hefur áöur verið snúið á
islenzku at Hannesi Hafstein 1 „Heimdalli“ 7. nr., bls.
102. Ritstj.
Frá útlöndum.
Khötn 16. ágÚBt 1892.
Noregur og Svíþjóð. Þess var áður
getið, að stímabrak mikið var milli kon-
ungs og stórþingsins norska og gerði hvorki
að reka eða ganga. Þá er Steen og ráða-
neyti hans hafði sagt af sér, leitaði kon-
ungur hægri manna, en ekki samdi konum
heldur við þá. Út um allt land voru
haldnir fundir til að Iýsa velþóknun sinni
á Steen og hans mönnum, og í höfuðborg-
inni, Kristjaníu, fóru menn hátíðagöngur
til virðingar við hann. Þar var saman
kominn múgur og margmenni og flutti
Björnstjerne Björnson þar snjalla ræðu.
Gat hann þess meðal annars, að konungs-
ættin norska væri með öllu ónorsk, en nú
væri liún sænsk orðin, þótt iiún í fyrstu
hefði verið frakknesk. Kvað það lýsa sér
í því að konungurinn í Noregi vildi stjórna
því landi eptir iunblæstri sænskra stór-
menna, en það væri óþolandi og heldur
mætti sambandið slitna, en að Noregur
væri undirtylla Svía. Kvað það vera tak-
mark stjórnmálamanna í Noregi að gera
Noreg fullkomlega sjálfstætt sambandsland
Svíþjóðar. Þakkaði hann Steen og þeim
ráðgjöfunum fyrir, að þeir hefðu unnið
einbeitt og dyggilega að þessu. Menn
rómuðu vel mál hans og klöppuðu ótæpt
lof í lófa. Steen svaraði og sagðist hafa
barizt fyrir grundvallaratriði stjórnarskrár-
innar, að Noregur skuli vera frjálst og
sjálfstætt ríki og hafa fullt vald til að
framkvæma vilja þjóðarinnar. Sá varð
endir málsins, að konungur bað Steen og
ráðaneyti hans að taka aptur stjórnar-
taumana. Kvaðst Steen fyrst leita mundu
samþykkis flokksmanna sinna, og er vinstri-
menn liöfðu skorað á hann í einu hljóði
að verða við bón konungs, gerði hann kost
á því, ef allt þingið í einu hljóði lýsti yf-
ir því, að það vildi svo vera láta. Það
varð. Konungur áskildi sér að umboðs-
mannamálið væri látið liggja í þagnar-
gildi um stund, en Steen áskildi sér að
ráðaneytið norska skyldi ráða, hvenær
það yrði tekið til meðferðar aptur. — í
Sarpsborg varð tjón mikið af liúsbrunum,
um 30 hús brunnu. Hús Norðmanna eru
flest af viði ger og eru því húsbrunar
tíðir þar í landi. — Þess var áður getið
að námsmaður einn efnilegur, Sólheim að
nafni, réð sér bana og var það á vitorði
Árna skálds Dybfest. Þá var skipað að
höfða mál móti Árna. Nú hefur Árni
þessi drekkt sér og kenna það sumir mál-
sókninni en sumir bera á móti því.
Rússland. Kóleran breiðist meir og
meir út í Rússlandi. Nú er hún komin
til Pétursborgar, en ekki er hún mjög
mannskæð. Óeirðir hafa víða orðið, af
því að múgurinn hefur haldið að læknarn-
ir dræpu sjúklingana Hefur víða verið
gerður aðsúgur að þeim og þeir drepnir.
Nágrannalöndin beita nú öllum varúðarregl-
um sem tíðkast, þegar svo stendur á.
Þýzfealand. Ritdeilur þeirra Bismarcks
og Caprivis eru ekki framar teljandi með
nýjungum, eu geta má þess, að lítt horfir
til friðar með þeim. Miquel fjármálaráð-
gjafi hefur orðið missáttur við Herfurt
innanríkisráðgjafa og varð H. að víkja úr