Þjóðólfur - 30.09.1892, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 30.09.1892, Blaðsíða 4
184 5. þ. m. var kjörfuudur haldinn að Ljósa- vatni fyrir þetta kjördæmi. Yeður var inndælt og blítt, en samt var fundurinn ekki flölsóttur; hefur það eflaust komið af því, að hér var ekkert kapp við kosning- ar, þar eð menn vissu almennt, að ekki var nema eitt þingmannsefni í kjöri, Ein- ar Ásmundsson í Nesi, og svo munu marg- ir hafa verið bundnir við heyþurk. Þing- mannsefnið gat þess, að hann byði sig fram „til þessa vandasama og ábyrgðarmikla starfs“, eptir áskorun nokkurra kjósenda í kjördæminu. Með snjallri ræðu, sem hann flutti gerði hann kjósendunum grein fyrir sinni „pólitisku tróarjátningu", sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Meðal annars sagði hann á þá leið, að hann áliti ekki eins langt milli hinna gagnstæðu flokka þessa máls, eins og orð væri á gert, og mestur ágreiningur lægi í því, að sinn vildi hafa hverja aðferð til að fá kröfum sínum fram- gengt, en í rauninni vildu hvorirtveggju hið sama, innlenda, frjálslega og eðiilega stjórn. Sjálfur kvaðst hann enginn miðl- unarmaður vera í aðalatriðum málsins, en aptur á móti væri hann miðlunarmaðnr í ýmsum smáatriðum, Nokkrar spurningar lögðu kjósendur fyrir þingmannsefnið áður gengið var til kosninga og svaraði hann þeim vel og greinilega. Yar hann því næst kosinn með öllum atkvæðum þeirra, er fundinn sóttu, en þeir voru alls 91“. Hitt og þetta. Óvenjulega sorglegur atburður og aérstakur í sinni röð gerðist í bænum Smithville í fylkinu Missouri 17. f. m. Efnaður og velmetinn bóndi þar í grendinni, Peter Macaulay að nafni 6k þann dag til Smithville, en tók sér heldur mikið í staupinu og lenti í pólitískri stælu, er varð svo Akijf, að lögregluþjónn tók hann fastan og leiddi hann með sér til fangahússins. Sonur hans 19 ára garaall, mikilfengur maður og ör í lund, er var trúlofaður hefðarstúlku einni ]iar í bænum, virðist hafa ímynd- að sér, að þessi svívirðingarblettur á ætt sinni væri óafmáanlegur, og jafnskjótt sem hann frétti hand- töku föður síns, keypti hann pístólu, hlóð hana í mesta snatri og skundaði svo á eptir lögregluþjón- inum, er hafði tekið föður hans. Þá er hann hitti þá, nam hann staðar frammi fyrir töður sínum og mælti við hann: Eg hef ávallt verið þér góður sonur. Eg hef gert allt, sem í inínu valdi hefur staðið til að halda óflekkuðu nafni ættar vorrar og halda uppi heiðri hennar. Enginn ættingi okkar hefur nokkru sinni verið settur í dýflizu. Það er betra að deyja en lifa við smán“. Að svo mæltu þreif hann pístóluna, setti hana fyrir brjóst föður sínum og hleypti af skotinu. Macaulay féll dauður niður. Áður en hinn skelkaði lögregluþjónn gat áttað sig, hafði sonurinn skotið sjálfan sig, og féll dauður niður ofan á föður sinn. Þessi ungi maður var mjög göfuglyndur og einkar vinsæll þar í hér- aðinu. Hefur því atburður þessi vakið mikla sorg í Smithville og ekkju Macaulay’s og dætrum þeirra hefur verið sýnd innileg hluttekning í hinum þunga harmi þeirra. (Eptir „Newa of the World“ 21. f. m.) Forstöðunefnd Chicagosýningarinnar hefur veitt þýzkum veitingamanni L. Adlon frá Berlín heim- ild til að setja á stofn veitingahús í Jackson Park þar i bænum meðan á sýningunni stendur. Er áætlað að húb þetta kosti 100,000 dollara, og á að vera í sama stýl, eins og veitingaliús það, er Adlon á í götunni „Unter der Linden“ í Berlín. í því eru tólf .stórir borðsalir og er hver þeirra um sig handa einni sérstakri þjóð. Þar er t. d. frakkneski, rússneski, enski, japanski salurinn o. s. frv., hver skreyttur eptir því sem venja er í því landi, með sérstökum þjónum, er tala tungu þess lands. Gest- imir geta snætt morgunverð á Þýzkalandi, mið- degismat á Frakklandi, kveldverð í Svíþjóð og svo geta þeir brugðið sér allrasnöggvast til Tyrklands, Japans eða Bandaríkjanna, áður en þeir ganga til hvílu. Leiðrétting. í dánarskránni í 44. blaði, bls. 175, er Jórunn ekkja séra Einars Hjörleifssonar í Vallanesi ranglega nefnd Skaptadóttir. Hún var systir, sammœðra, Jóseps læknis í Hnausum, en faðir hennar var séra Stefán Þorsteinsson á Völl- um í Svarfaðardal (f 1846). Með því að vér höfum nökkrum sinn- um séð auglýst í „Heimskringlu og Öld- inni“, að þar á skrifstofunni lægi í óskilum Þjóðólfsböggull til Þorleifs Jónssonar, vilj- um vér skora á þennan háttvirta lcaup- anda að láta oss hið allrafyrsta vita, hvar hinn rétti bústaður hans er, svo að blaðið geti komizt til hans með skilum. Bitstj. Hótel Alexandra í Kaupmannahöfn. Bezti vetrarbústaður fyrir íslenzka kaup- menn og embættismenn. Húsnæði og alít fæði'með mjög vægu verði. Hafa margir fslendingar verið þar næstliðin 4 ár. Mál- þræður 1514 til frjálsra afnota. 531 Joh. Ludv. Hanson. Kennsla. Undirskrifaður tekur að sér kennslu í latínu, grísku, íslenzku, dönsku, og þýzku. Ennfremur geta 1—2 nýsveinar ásamt öðrum fleiri, er eg hef þegar samið við^ fengið undirbúningskennslu undir skóla með vægum kjörum. Kennslan byrjar 1. október. Aðalstræti nr. 7. Þorleifar Bjarnason 532 cand. mag. Góðar kartöflur af Akranesi óskast til kaups. Eitstj. vísar á. 533 Vottorð. Eg hef verið rúmfastur nú í 3*/2 ár. Það gem að mér hefur gengið, hefur verið óstyrkleiki í taugakerflnu, svefnleysi, maga- verkur og slæm melting. Eg hef leitað til margra lækna, en enga bót fengið, fyrr en eg í síðastliðnum desembermánuði tók að viðhafa Kína-lífs-elixír lierra Valde- mars Petersens. Þá er eg hafði neytt úr einni flösku, tók eg að fá matarlyst og rólegan svefn. Áð 3 mánuðum liðnum tók eg að hafa fótaferð og hef smátt og smátt gerzt svo hress, að eg get nú verið á gangi. Alls hef eg eytt úr 12 flöskum, og geri eg mér vonir um, að raér muni mikið til batna við að neyta þessa elixírs stöðugt framvegis. Fyrir því vil eg ráð- leggja öllum, er þjást af sams konar kvill- um, að reyna sem fyrst bitter þennan. Villingaholti, 1. júní 1892. Hélgi Eiríksson. Kína-lífs-elixír fæst í flestum hinum stærri verzlunum á íslandi. Til þess að fullvissa sig um, að menn fái hinn einasta ékta Kína-lífs-élixír, verða menn að taka eptir, að á hverri flösku er lögskráð vörumerki: Kinverji með glas í hendi, sömuleiðis verzlunin Valdemar Petersen í Friðrikshöfn í Danmörk, og á V P innsiglinu j, ’ í grænu lakki. Valdemar Petersen 534 Friðrikshöfn. Undirskrifuð saumar allskonar karlmanna- fatnað, fyrir mjög lágt verð, einnig kvennkápur, Anna Pétursdóttir 535 Kristjánshúsi. Norðlenzkt hvítt 'vaðmál fæst til kaups með mjög vægn verði hjá 636 Jóni Laxdal. Kirkjuréttur, 2. útg. aukin og endnrbætt, er til sölu á skrifstofu Þjóðólfs. 537 Yfirlýsing. Um leið og eg hér með lýsi því yflx, að eg sjálfur af fúsum vilja nndirskrifaði greinina með yfirskriptinni „Margur fær af litlu lof“ í 24. tölu- blaði Þjóðólfs þ. á., vil eg geta þess, að eg með yfirlýsingu minni í 28. tölubl. sama blaðs hafði alls ekki i huga að drótta því að einum eða öðr- um, að hann hefði tekið nafn mitt í leyfisleysi undir téða grein eða breytt henni eptir að eg skrifaði undir hana. Keflavík 31. júlí 1892. Jón Felixson. 538 Tvær skólaskýrslur (frá Bessastöðum 1841—42 og Keykjavík 1847—48) verða keyptar háu verði á skrifstofu „Þjóðólfs". Eigandi og ébyrgöarmaBar: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. FélaSsprentsmiBJan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.