Þjóðólfur - 04.11.1892, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.11.1892, Blaðsíða 4
204 Til vesturfara. Allan-línan er elzta og reyndasta lína, sem gengur yfir Atlantshafið og viðurkennd sú bezta. Allan-línan byrjaði fyrst að flytja fólk frá íslandi, og hefur flutt flesta íslendinga sem vestur hafa farið. Allan-línan er cina línan, sem hefur sent skip upp til íslands eingöngu til að sækja vesturfara, og einungis þau skip, er hún hefur sent, hafa verið útbúin til að flytja fólk samkvæmt útflutningalögunum. Allan-línan er sú eina lína, sem hefur flutt íslendinga beina leið frá íslandi til Ameríku, og þó aðrar línur haíi árlega lofað að senda skip og flytja beina leið, Iþá hefur engin lína enn þá efnt það loforð nema Allan-línan. Allan-iínan hefur árlega sent túlk með vesturförum, og læknar eru ávallt á skipum línunnar; hjálp þeirra og meðul fá vesturfarar allt frítt. Allan-línan flytur beinustu Ieið írá Skotlandi til Quebec þá er ætla til Canada, og til New York þá er vilja fara til Bandaríkjanna, og þaðan með járnbraut til hvaða járnbrautar-stöðva sem er í allri Ameríku. Allan-línan sendir í hverri viku sin stóru og hraðskreiðu fólksflutningaskip frá G-lasgow og Liverpool til Boston, New York, Baltimore, Halifax, Quebec og Montreal. Eins og að undanförnu annast jeg undirskrifaður um fólksflutninga til Yestur- heims fyrir hönd Allan-línunnar, og verður sent beinlínis skip næsta sumar eptir fólkinu, eins og að undanförnu, ef nógu margir hafa pantað far hjá mér eða agentum mínum svo tímanlega, að eg fái að vita tölu þeirra, er ætla að flytja til Vesturhelms á næsta sumri með minni línu, í síðasta lagi með póstum, sem koma hingað til Reykja- víkur í aprílmánuði næstkomandi, eða fyrsta strandferðaskipi í vor komandi; það er mjög áríðandi, að fólk gefi sig fram fyrir þann tíma, svo eg geti pantað hæfilega stórt skip til að sækja þá, því þeir sem síðar gefa sig fram, verða því að eins teknir, að plássið í skipinu sé nóg. Einnig flyt eg, eins og að undanförnu, með dönsku póst- skipunum þá, sem heldur vilja fara með þeim. Eins og vant er, verður góður túlkur sendur með fólkinu alla leið til Winnipeg og að líkindum fer eg sjálfur með því þangað eða einhverjir af agentum mínum. Þegar þangað kemur, hefur Canada- og Manitobastjórnin vissa og áreiðanlega menn til að taka á móti fólkinu og útvega því vistir eða vinnu, og lönd þeim, er þess óska. Farbréf fást til hvaða staðar sem er (járnbrautarstöðva) í allri Canada eða Bandarikjunum eins ódýr og hjá nokkurri annari línu. Allir, sem vilja fá upplýsingar um ferðina, og þann útbúnað, er þeim er nauð- synlegur o. fl., ættu að lesa nr. 2—3 af „Landnemanum". Af skýrslum um hagi íslendinga í Ameríku, sem verða bráðum sendar út um allt land, geta menn séð, hvernig íslendingum líður þar í flestum af nýlendum Canada. Reykjavík 18. okt. 1892. SÍgfÚS EymundSSOn, 570 aðalútflutningastjóri. Monn verQa illi- lega á, tálar circsiiir, er menn kaupa sér Kína-Lífs-Elixir og sú verður raunin á, að það er ekki hinn ekta Elíxír, heldur léleg eptirstæling. Þar eð eg hef fengið vitneskju um, að á íslandi er haft á boðstólum ónytju- lyf á sams konar flöskum og með sama einkennismiða og ekta Kína-Lífs-Elixír, og er hvorttveggja gert svo nauðálíkt, að eigi verður séð, að það sé falsað, nema með mjög granngœúlegri athygli, þá er það skylda mín, að vara kaupendur mjög álvar- lega við þessari lélegu eptirstæling, sem eigi kemst í nokkurn samjöfnuð við hinn álkunna ekta Kína-Lifs-Elixír frá Valde- mar Petersen, Friðrikshöfn, Danmörk, er bæði lœlmar og þeir sem reyna hann meta svo mikils. Gœtið því fyrir allan mun nákvœmlega að því, er þér viljið fá hinn eina ekta Kina-Lifs-Elixír, að á einkunnarmiðanum stendur verzlunarhúsið: Valdemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark, og y>P' í grænu lakki á hverjum flöskustút. Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark, sá, er býr til Mnn elcta Kína-Lífs-Elixír. 671 Dönsk lestrarbók með orðasafni eptir Jón Þórarinsson og Jóhannes Sigfússon, sem nú er að mestu útseld, verður í vetur prentuð á ný aukin og endurbætt og send með vorinu öllum útsölumönnum Bóksalafélagsins. Kostnaðarmaður Sigfús Eymundsson. Takið eptir! Núna með seinustu ferð „Lauru“ var eg frá þremur mönnum í Kaupmannahöfn beðinn að senda þeim vatnsstígvélaáburð minn, sem allir hrósuðu svo mikið. Nú hef eg líka oþrjbtandi birgðir af honum. Rafn Sigurðsson. 573 í bókverzlun Sígfúsar Eymundssonar er í aðalumboðssölu: XX sönglög fyrir fjbrar karlmannsraddir. Safnað liefur og gefið út Bjarni Þorsteinsson. Kostar 1 krónu. Bókin verður send út á kom- andi vori til allra bóksala. 574 Yflrsænguríiður fæst til kaups, 75 a. pundið. Ritstj. vísar á. 575 THp' undirskrifuð tek að mér að sauma alls konar kvennfólks utanyfir-klæðnað, svo sem kjóla, vetrarkápur, sumar-yfir- stykki, sömuleiðis að „punta“ hatta. Reykjavík, Austurstræti 5. 576 Helga Sigurðson. Skófatnaður fæst hvergi jafn góður og ódýr sem hjá Rafni Sigurðssyni, skósmið. 577 Reykjavík. Fjármark Páls Hafliðasonar í Skrauthólum er: sýlt hægra, sýlt og 2 bitar aptan vinstra. Brennimark: PÁLL. 678 Smáar blikkdósir kaupir 579 Rafn Sigurðsson. í haust hefur mér verið dregið hvítt geld- ingslamh með mínu marki: standfjöður apt. h., sneitt a. v., sem eg á ekki. Eigandi gefi sig fram sem fyrst og semji við mig um markið. Birtingaholti 25. okt. 1892. 580 Sveinn Hannesson. Fundur í stúdentafélaginu annað kveld kl. 81/*- 581 Kjalnesingar eru beðnir að vitja Þjóðólfs í Apótekið. Eigandi og ábyrgtarmaöur: Uannes Þorsteinssou, cand. theol. Félagsprentsmiöjan,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.