Þjóðólfur - 11.11.1892, Blaðsíða 3
207
Oss er engan veginn ógeðfellt að birta þessa
yfiriýsingu landshöfðiugjans í blaðinu. Hún sýnir
að eins, að orðrómur sá, sem ummæli vor um drátt
málsins voru bj'ggð á, liefur ekki haft við næg rök
að styðjast. Það er eðlilegt, að hver vilji sópa
hreint fyrir sínum dyrum, og sjálfsagt að gefa
öllum kost á því, jafnt háum sem lágum. Yér
þykjumst ekki að ófyrirsyuju hafa vakið máls á
þessum drætti rannsóknarinnar, euda hyggjum vér,
að ummæli vor hafi þann árangur, að rannsóknar-
dómarinn hraði málinu meir hér eptir. Og það
var einmitt aðaltilgangur grcinar vorrar.
Bitstj.
Laust prestakall: Arnarbæli í Ölfusi, metið
1708 kr. 19 a. Auglýst 8. þ. m. Prestsekkjur
tvær eru í brauðinu og nýtur hin eldri V8 af föst-
um tekjum þess svo lengi sem hún lifir og heldur
eptirlaunarétti. Við fráfall hennar geta eptirlaun
til prestsekkju orðið ’/io matsupphæðinni. Á
prestakallinu hvíla eptirstöðvar af láni til jarða-
bóta teknu 1875 og verða þær í fardögum 1893
væntanlega 120 kr., er ávaxtast með 4% °g endur-
borgast með 60 kr. á ári.
Dáin hér í bænum 7. þ. m. ekkjufrú Louise
E. A. Feveile, tengdamóðir Hallgríms biskups (fædd
í Khöfn 25. febr. 1820). Hafði dvalið hér i bænum
hjá dóttur sínni og tengdasyni síðan 1877.
f Einar Jónasarson í Yilpu við Húsavík í
Þingeyjarsýslu var fæddur í Saltvík á Tjörnesi
7. des. 1839. Foreldrar hans voru: Jónas hrepp-
stjóri Einarssou, albróðir Sigríðar sál. húsfrúar
séra Björns sál. Halldórssonar í Lautási, og Sig-
ríður Ingjaldsdóttir alsystir séra Jóns sál. Yng-
valdssonar á Húsavík. — Einar sál. kvæntist á
Húsavík Quðrúnu Halldórsdóttur 19. sept. 1863, er
lifir hann; átti hann við henni sex börn, og lifa
4 þeirra enn: tvær dætur giptar í Kanada í Vestur-
heimi og tveir synir, báðir ókvæntir hjá móður
sinni. Allan siðara hlut æfi sinnar var Einar sál.
á Húsavikurbakka, lengstum í Vilpu, unz hann dó
22. okt. 1891.
Einar sál. Jónasarson var mjög vel greindur
lipurðarmaður; hinn úrræðabezti var hann i hví-
vetna á landi og sjó og þótti hinn bezti formaður
í sveit sinni. Sem eiginmaður og faðir var hann
ágætur og veitti heimili sínu beztu íorstöðu, þó að
hann hefði ekki yfir mikilli auðlegð að ráða; i við-
skiptum var hann sem öðru mjög vandaður maður
og vildi ekki vamm sitt vita; hann var og reglu-
maður um allt. Annars má víst fullyrða, að Ein-
ar sál. hefði verið með atkvæðamestu mönnum í
sveit sinni, ef hann hefði ekki verið bugaður af
þungbærum sjúkdómi (strictura oesofagii), er þjáði
hann meir og minna allt frá 13. ári, og lciddi
hann loks til bana tæpra 52 ára gnmlan.
Þ. J. & Sv. V.
Harðfiskur, saltfiskur, riklingur, liá-
karl og ýmisl. annað fiskæti, einnig smjör
og skinn fæst í verzlun
584 Sturlu Jónssonar.
Smáar Itlikkdósir kaupir
585 Rafn Sigurðsson.
Menn veröa illi-
lega á, tálar d.regnir,
er menn kaupa 3ér Kína-Lífs-Elixir og
sú verður raunin á, að það er ekki hinn
elcta Elíxír, heldur léleg eptirstæling.
Þar eð eg hef fengið vitneskju um,
að á íslandi er haft á boðstólum ónytju-
lyf á sams konar ílöskum og með sama
einkennismiða og ekta Kína-Lífs-Elixír,
og er hvorttveggja gert svo natiðalíkt, að
eigi verður séð, að það sé falsað, nema með
mjög granngœúlegri athygli, þá er það
skylda mín, að vara kaupendur mjög alvar-
lega við þessari lélegu eptirstœling, sem
eigi kemst í nokkurn samjöfnuð við lúnn
állmnna ekta Kína-Lífs-Elixír frá Valde-
mar Petersen, Friðrikshöfn, Danmörk, er
bæði læknar og þeir sem reyna liann
meta svo mikils. Gœtið því fyrir allan
mun nákvœmlega að því, er þér viljið fá
liinn eina ekta Kína-Lífs-Elixír, að á
einkunnarmiðanum stendur verzlunarhúsið:
Valdemar Petersen, Frederiksliavn, Dan-
mark, og y>p' í grænu lakki á kverjum
flöskustút.
Valdemar Pctcrsen,
Frederikshavn, Danmark,
sá, er býr til liinn elcta
Kína-Lífs-Elixír. 586
124
hann væri yfirmaður. Pá varð löng þögn, en því næst
reið af skot, og jafnframt keyrðist, að kvennmaður æpti
við. Því næst varð aptur þögn, en þá lieyrðist eius og
mokstur eða önnur þvílílt vinna, sem stóð yíir nálega
fjórðung stundar, en að því búnu voru ljósin slökkt,
kliðurinn byrjaði að nýju og allur mannfjöldinn þusti
út úr kirkjunni og hljóp með óhljóðum til sjávar.
Þá stóð hinn aldraði prestur upp og skundaði til
þorpsins; vakti hann þar nábúa sína og vini, og sagði
þeim frá hinum undarlega og ótrúlega atburði, er fyrir
hann liafði borið, og var hann þá allmjög skelkaður.
En með því að allt, sem þessum kyrlátu mönnum bar
að höndum, var svo rólegt og kyrt og bundið föstum,
vanalegum skorðum, urðu þeir alls ekki hræddir við
þetta, heldur óttuðust þeir miklu fremur, að eitthvert
óhapp hefði truflað skynsemi hins ástsæla kennimanns.
Það var því að eins með naumindum. að hann gat fengið
nokkra menn til þess að koma með sér til kirkjunnar
með járnkarla og rekur, og fóru þeir að eins af því, að
þeir vildu gjarnan láta það eptir hugarórum hans, þar
eð þeir hugðu, að hann væri ekki með réttu ráði.
Það var kominn morgun og sólin skein í lieiði.
Þegar presturinn og fylgdarmenn hans gengu upp eptir
hæðinni til kirkjunnar sáu þeir herskip með útþöndum
seglum, er sigldi frá ströndinni og stefndi til norðurs.
121
hina mestu fegurð og þokka. Hinar náfölu kinuar voru
eins og stirðnaðar, og allt var hreyfingarlaust. Varirn-
ar voru bleikar eins og á dauðum manni og augun eins
og brostin. Hinir veiklulegu handleggir hjengu alveg
beint niður á hinum tærða líkama. Þannig lá hún á
knjám, eins og sönn myud dauðans og óttaleg hræðsla
virtist að lialda meðvitund liennar og lífi í þægilegum dvala.
Þá sá presturinn aldraða og ljóta konu í afskræmileg-
um og marglitum búningi með blóðrauðan persneskan
fald á höfði, og leit hún reiðuglega og með hæðnissvip
til hinnar krjúpandi brúðar. Á bak við brúðgumann
stóð tröllslegur maður, skuggalegur útlits, hreyfingarlaus
í sömu sporunum, og horfði fram fyrir sig með alvöru-
svip. Presturinn, sem var höggdofa af ótta, þagði nokk-
urn tíma, unz brúðguminn með reiðulegu augnaráði
minnti hann á hjónavígsluna, en presturinn komst í ný
vaudræði út af því, að hann vissi ekki, hvort brúðhjón-
in myndu skilja tungumál hans, því að honum virtist
það ekki liklegt, en svo lierti liann upp hugann og
spurði brúðgumann um nafn brúðhjónanna. “Neander,
Feodora“, svaraði hann með óþýðri rödd.
Presturinn tók þá að lesa upp vígsluorðin, en rödd
hans var óstyrk og skjátlaðist honurn opt, svo að hann
varð að taka upp setningarnar aptur, en þó virtust brúð-
hjónin ekki taka eptir trufiun hans, og styrktist við