Þjóðólfur - 09.12.1892, Blaðsíða 1
Kemur út & íöstudög-
um — Yerö árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR
Dppsögn skrieteg, bundin
viö áramftt, ógilcl nema
komi til útgefanda íyrir 1.
aktöber.
XLIV. árg. Reylíjarík, föstudaginn 9. desember 1892. Nr. 57.
Landsbankinn.
Úr öllum áttum hafa heyrzt miklar
kvartanir yfir þeirri ráðstöfun bankastjórn-
arinnar, að neita mönnum um lán úr bank-
anum gegn fasteignarveði, sem lengi hefur
verið talið tryggast veð og því minnst á-
hætta þótt að lána gegn því. Þessi al-
gerða stöðvun lánveitinga úr bankanum
gegn slíkri tryggingu kom því mörgum á
óvart og það því fremur, sem bankastjórn-
in lét ekki á neinu bera, en tók fyrir
lánin svona upp úr þurru, án þess að
auglýsa það opinberlega, eins og hún hefði
átt að gera. Hún er ekki farin að gera
það enn í dag, og eru þó víst 5—6 mán-
uðir liðnir síðan algerlega var hætt að
lána gegn fasteignum. Aptur á móti hef-
ur bankinn lánað dálítið gegn sjálfskuldar-
ábyrgð, en þó af mjög skornum skammti.
Það er engin furða, þótt mönnum þyki
þetta atferli bankastjórnarinnar allkynlegt
og leiði ýmsum getum um, af hverju
það sé sprottið. Bankastjórnin sjálf hefur
enga skýrslu um það gefið, en að eins
látið það berast lauslega út, að bankinn
væri svo peningalítill, að hann gæti ekki
lánað að neinum mun, enda yrði hann að
sjá svo um, að þeir, sem ættu inni í spari-
sjóði, gætu ávallt fengið peninga sína út-
borgaða, ef þeir æsktu, og til þess að vera
viss um það, þyrfti bankinn jafnan að hafa
alimikla peninga fyrirliggjandi. Þetta er
ein ástæðan, sem! bankastjórnin hefur lát-
ið í veðri vaka, en önnur er sú, að fast-
eignir geti verið viðsjálsgripir og séu verð-
litlar á þessum árum. Það er auðséð, að
ástæður þessar geta ekki verið einhlítar
til að rökstyðja lánveitinganeitanir bank-
ans. Það mun að vísu satt, að nokkur
peningaþurð hafi verið í bankanum í sum-
ar, en þá liljóp líka landsjóður laglega
undir baggann með því að lána honum
100,000 krónur. En þótt bankinn hafi
ekki haft mikla peninga óarðberandi í sum-
ar, þá eru líkur fyrir, að hann hafi þá nú
ekki svo litla, því að þótt afborganir lána
og vaxtagreiðslur hafi líklega gengið í treg-
ara lagi í haust sakir peningaeklu lands-
manna, má þó ætla, að vanskilin í þetta
sinn hafi ekki verið miklu stórkostlegri
en að undanförnu, því að flestir munu
gera sitt ýtrasta til að standa í skilum
við bankann (þótt þeir svíki aðra) af því
að hann er kunnur sem nógu harður hús-
bóndi, er lítil grið gefur. Oss virðist því
allkynlegt, ef peningaieysi í bankanum
hamlar honum nú frá að lána mönnum
gegn fasteign. En ef til vill ætlar banka-
stjórnin sér að láta nýja bankastjórann
ekki koma að tómum peningaskrínunum?
Að fasteignir hér á landi séu nú orðn-
ar lítilsvirði og því lítt nýt veð, getum
vér ekki séð. Margar jarðir hafa einmitt
verið stórkostlega bættar á síðustu 10—20
árum og eru því auðvitað í raun og veru
verðmeiri, en hitt er annað mál, að þær
seljast tiltölulega ver nú en áður. Og
hvers vegna? Af því að menn vantar
peninga í landinu. Og hvers vegna vanta
peningana? Bæði af því, að peningaverzl-
unin við útlendinga hefur verið svo lítil
síðustu tvö árin og einnig af því, að
bankinn hefur verið svo erfiður í öllum
peningaviðskiptum, og hugsað mest um
sinn hag, en minna eða ekkert um hag
viðskiptamanna sinna. Hann hefur að
sínu leyti stuðlað til að fella fasteignirnar
í verði, með því að ganga hart að mönn-
um og láta selja veðið, hvernig ísem á
hefur staðið. Hann var stofnaður til að
gera peningaviðskiptin í Iandinu greiðari
og hagfelldari, en svo er að sjá, sem hon-
um hafi ekki tekizt það, og einmitt nú,
þá er svo miklu varðar, að hann sé lands-
mönnum góður viðskiptis og reyni að sínu
leyti að rétta hag þeirra — þá þvertekur
liann fyrir alla hjálp að kalla má. Getur
verið, að þetta búskaparlag sé gott og
hyggilegt fyrir bankann, en miður hag-
fellt mun það landsmönnum. Það er ekki
nóg, að bankinn búi eingöngu fyrir sig,
eða hugsi eingöngu um sinn hag. Hann
er þá ekki framar „landsbanki", heldur
hreinn og beinn okrari, er nurlar saman
fé, sem enginn nú sem stendur nýtur
góðs af nema starfsmenn hans.
Sumir hafa jafnvel verið allhræddir við
þessa lántregðu bankans. Þeir hafa hald-
ið, að hann væri að fara á höfuðið, að
spá Eiríks Magnússonar væri nú farin að
rætast og þar fram eptir götunum. En
óhætt þykir oss að fullyrða, að engínn
voði er á ferðum, hvað það snertir, og
geta menn því öruggir Iátið sparisjóðs-
innlög sín standa óhreyfð í bankanum
sakir þess. Aðrir hafa getið þess til, að
hin núverandi bankastjórn eða réttara sagt
bankastjóri, mundi haga þannig stjórninni
og vera svona óörr á fé bankans, til að
afla sér lofs fyrir hyggindi síðar meir, þá
er nýi bankastjórinn væri farinn að hleypa
bankanum í tvísýn gróðafyrirtæki og færa
út kvíar hans, t. d. með stofnun útibúa
o. fl.; sem núverandi bankastjóri hefur
jafnan verið hálfsmeikur við, og jafnvel
talið að verða mundi bankanum til falls.
Varkárni getur opt verið góð og gagnleg,
en hún getur stundum verið ofmikil og
komið í veg fyrir þrif og þroska.
Með því að svo margt og misjafnt er
rætt um þessa nýbreytingu í stjórnarfari
bankans, er gerð var í sumar, væri æski-
legt, að bankastjórnin skýrði opinberlega
skýrt og greinilega frá, af hverjum ástæð-
um lántregða þessi væri sprottin eða á
hverju hún væri byggð, svo að aðrir út í
frá, þyrftu ekki lengur að vera í vafa um
það, og hættu að gera bankastjórninni
getsakir fyrir þetta atferli.
BÓKMENNTIR.
Eiríkur fráneygi („Eric Brighteyes“)
eptir H. Bider Haggard.
Bók þessi var gefin út í Lundúnum í
fyrra. Höfundur hennar er Englendingur,
sem ferðaðist hér um land fyrir skömmu,
og mun honum þá hafa komið til hugar
að rita sögu þessa, sem er eða réttara
sagt á að vera stæling eptir fornsögum
vorum. Bók þessi hefur selzt vel í Eng-
landi, enda er Haggard í allmiklu áliti
sem skáldsagnahöfundur. í „Lögbergi"
hafa birzt sögur ept-ir hann.
Á kostnað V. Pio’s bókaverzlunar í
Kaupmannahöfn er nýkomin út dönsk þýð-
ing af „Eiríki fráneyga“ eptir P. Jern-
dorff-Jessen, 406 bls. 8, og hefur oss verið
send þýðing þessi til umtals. Af saman-
burði við enska frumritið, sem vér erum
svo heppnir að hafa í höndum, getum vér
ekki betur séð, en að þessi danska þýðing
(Erik Ildöje) sé vel af hendi leyst. Þýð-
arinn hefur þrætt frumritið og ekkert