Þjóðólfur - 09.12.1892, Side 4
228
Menn verSa llli-
lega ét tálar dregxiir,
er mean kaupa sér Kína-Lífs-Elixir og
sú verður raunin á, að það er ekki hinn
ékta Elíxír, heldur léleg eptirstæling.
Par eð eg hef fengið vitneskju um,
að á íslandi er haft á boðstólum ónytju-
lyf á sams konar flöskum og með sama
einkennismiða og ekta Kína-Lífs-Elixír,
og er hvorttveggja gert svo nauðalíkt, að
eigi verður séð, að það sé falsað, nema með
mjög granngœftlegri atliygli, þá er það
skylda mín, að vara kaupendur mjög alvar-
lega við þessari lélega eptirstcéling, sem
eigi kemst í nokkurn samjöfnuð við hinn
alkunna ékta Kína-Lífs-Elixír frá Valde-
mar Petersen, Friðriksliöfn, Danmörk, er
bæði loéknar og þeir sem reyna hann
meta svo mikils. Oœtið því fyrir allan
mun nákvœmlega að því, er þér viljið fá
hinn eina ekta Kína-Lífs-Elixír, að á
einkunnarmiðanum stendur verzlunarhúsið:
Valdemar Petersen, Frederilcsliavn, Dan-
mark, og y>p' í grænu lakki á hverjum
flöskustút.
Yaldemar Petersen,
Frederikshavn, Danmark,
sá, er býr til hinn ékta
Kína-Lífs-Elixír. 641
Til vesturfara!
Nú síðast með „Laura“ kom frá Winni-
peg herra Björn Klemensson og fer nú
norður til átthaga sinna í Húnavatnssýslu
og dvelur þar í vetur. Hann fer aptur
til Winnipeg á sumri komanda. Hann
verðnr túlkur alla leið til Winnipeg
með Allanlínu-farþegum. Það væri mjög
nauðsynlegt fyrir þá, er ætla að fara að
ári, að fá upplýsingar um Ameríku hjá
honum. Hann er sannorður maður og
hefur enga hvöt til að segja fólki annað
en hið sanna og rétta um hagi íslendinga
þar, og mega menn því reiða sig á það,
sem hann segir þeim. Þeir, sem vilja
skrifa til hans, til að fá nauðsynlegar upp-
lýsingar um Ameríku og ferðina þangað,
geta skrifað hann á BlÖnduós,
Sigfús Eymundsson,
642 útflntningsstjóii.
Fataefni og tiltoú-
inn fatnaönr fæst í
643 verzlun Sturlu Jónssonar.
Syltetöj, ýmsar tegundir,
nýkomið í verzlun
644 Sturlu Jónssonar.
K.artÖfllir, ágætar, ný-
komnar í verzlun
645 Sturlu Jónssonar.
Niðursettur skófatnaður.
Til þessa að gera fólki hægra fyrir með
að kaupa sér skófatnað fyrir jólin, hef eg
hugsað mér að slá fimmtaparti verðs (miðað
við vanalegt verð) af hverju pari, er keypt
verður, ef borgað er í peningum við mót-
töku.
En verð þetta stendur að eins til að-
fangadagskvölds jóla, og er því bezt að
nota þessa dagana. Nokkur pör hef eg
tilbúin af karlmanna og drengjaskóm.
646 Rafn Sigurðsson.
Sliófatnaöur aiis-
konar nýkominn í
647 verzlun Sturlu Jónssonar.
JrtanBllOtta, skemmtilegasta barna-
bók með skrautlegnm myndum, fæst með niðursettu
verði íi skrifstofu Þjóðólfs. 648
K.ina-lifs-elixír,
beint frá Valdemar Petersen, fæst í
649 verzlun Sturlu Jónssonar.
Eigandi og ábyrgtiarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
FélagBprentsmið.ian.
Einkennilegur þjófur. Einhverju sinni var stolið
frá frakkneska skáldinu Alfonse de Lamartine á mjög
einkennilegan hátt. Hann átti fagran búgarð, skraut-
legan vagn til að aka í og þar að auki fjölda gimsteina.
Einu sinni þegar hann hafði farið að heiman snemma
morguns, kom skrautklæddur maður, er bar merki heið-
ursfylkingarinnar í hnappagatinu, og þóttist hann vilja
flnua Lamartine. Þegar þjónuinn sagði honum, að hús-
bóndi sinn væri ekki heima, og kæmi að líkindum ekki
heim fyr en um kveldið, gekk hinn ókunni maður tafar-
laust inn á skrifstofu skáldsins, og settist við skrif-
borðið hans, til þess að rita honum fáeinar línur, eptir
því sem hann sagði. Á meðan hanu var að skrifa, sendi
hann þjóninn burtu til þess að sækja sér vatn að drekka.
Þegar þjónninn kom aptur, fékk liann honum lokaðan
miða, og fór burtu. Þegar Lamartine kom heim, brá
honum heldur en ekki í brún, er hann las miðann, er
þessi orð voru rituð á: „Þér þurfið ekki að leita að
gimsteinaúrinu yðar, sem þér í morgun skilduð eptir,
því að það er nú sem stendur í vasa mínum, og mun
yður torsótt að finna hann. Þjónninn yðar er ekki þjóf-
ur, heldur erkibjáni, sem þér ættuð að reka á dyr, þar
eð hann lætur viðgangast, að stolið sé frá yður,
143
þegar þér eruð ekki heima. Eg vonast til, að þér skoðið
þetta vingjarnlega ráð, sem dálitla skaðabót fyrir gjöf
þá, er eg hef geflð sjálfum mér á yðar kostnað með því
að taka úrið“
Þegar kona beiningamanns í Parisarborg elur van-
skapað barn, er það talinn mesti heillaviðburður, því að
öll líkamslýti eru hin bezta vöggugjöf fyrir þá, er betli-
atvinnuveg ætla að stunda. Það er sagt, að beininga-
maður nokkur, er varð að afla sér viðurværis með ýms-
um trúðleikum, hafi misst barn sitt úr höndum sér niður
á gólfið, og fótbrotnaði það. Hann tók það upp, faðm-
aði það að sér, grét af fögnuði og kallaði hvað eptir
annað: „Nú er þér borgið, lambið mitt! Héðan af ber
eg engan kvíðboga fyrir framtíð þinni. Þú getur valið
þér ábatasama stöðu. Eg er viss um, að þú kemst vel
áfram í heiminum á öðrum fæti og verður gæfumaður.
Hinn nafnkunni hershöfðingi Austurríkismanna,
Radetzky, var riðinn við flókið arfaþrætumál nokkurt á
efri árum sinum. Einu sinni hitti hann á götu máls-
færslumann þann, er varði málið gegn honum, og gat
hann þá ekki stillt sig um að segja við hann: „Ef þér