Þjóðólfur - 30.12.1892, Qupperneq 1
Kenmr ftt á. fÖBtndöp-
um — Verfi Arg. (60 ar)i»)
4 kr. Krleodls 5 kr. —
Borgist fyrlr 15. Jftll.
ÞJÓÐÓLFUR
Drpsogn skrlíleg, bnndin
viö árnmót, ógild nemA
bomi tíl dtgefandatyrir 1
oktötor.
XLIV. árg. Rcykjavík, föstudagúm 30. desember 1892. íír. 60.
Fjárskoðanir og fjárrækt.
Sltýrsla úr Straudasýslu dag-s. 28. f. m.
„Hey- og fénaðarskoðanir eru nýaf-
staðnar í þeim hreppum sýslunnar, sem
þær hafa verið tíðkaðar í að undanförnu,
nefnil. í Bæjar-, Fells-, Kirkjubóls- og
Hrófbergs-hreppum. í Fellshreppi liafa
slíkar skoðanir fram farið þri3var á vetri
í næstl. 5 ár og hafa gefizt allvel. í fyrra
og nú vigtuðu skoðunarmenn nokkrar kind-
ur í hverju húsi á öllnm bæjum í fyrstu
skoðunarferðinni, og svo hiuar sömu á ein-
mánuði. Skoðunarmenn þessir hafa skrif-
að í bók allt sem markvert hefur þótt
þessu viðvíkjandi, svo sem, hve rnikil hey
að rúmmáli eru til að haustinu og hve
mikill peningur er settur á þau, hve mikil
þau eru við aðra skoðun, og hve mikill
peningur er þá á föðrum, hve miklar fyrn-
ingar verða, og live mikið hefur vantað
hjá þeim, sein í þrot komast. Hverjum
bónda er gefin sérstök einkunn fyrir fóðr-
un á hverri skepnutegund, og eins fyrir
umgengni. Skýrsla þessi hefur svo verið
lesin upp á almennurn fundi í hrepprium
og eins hefur útdráttur úr henni verið
birtur í sveitarblaði, sem allir hreppsmenn
hafa getað lesið, og eins vigtin á fénu
haust og vor. Þetta allt hefur þær af-
leiðingar, að fjárræktin tekur töluverðum
framförum; hver þykist mestur maður,
sem bezt fóðrar og bezt stendur sig með
heyin; að kvelja skepnur leggst alveg nið-
ur, nema fyrir lítt viðráðanleg óhöpp, og
sóðaleg umgengni liverfur, ef þessu er
haldið áfram, en ekki er sóðunum vel við
þessar opinberu skýrslur, en það dugar
ekki að þykkja það, heldur að bæta ráð
sitt.
Að nokkrum árum liðnum má fá hinar
fróðlegustu hagskýrslur úr bókum þessum,
og einkar nytsamar í mörgum greinum.
Skoðunarmenn hafa látið sér nægja, ef að
þeirra áliti hefur verið til að haustinu
nægt fóður fyrir kýr í 36 vikur, sauðfé í
24 vikur og hross í 18 vikur, en í fyrra
reyndist nú þetta samt of lítið, því að þá
varð innistöðutíminn 38 á kúm, 26—27 á
kindum og 20—25 vikur á hrossum, en
veturinn í fyrra að vorinu meðtöldu mun
ííka hafa verið einn sá harðasti, sem
kemur, enda sýndi skýrsla um innistöðu-
tíma í 19 undanfarin ár, sem kom út í
sveitablaði, frá merkum manni í Tungu-
sveit, að þessi vetur tók þeim öllum mik-
ið fram.
Flestir hér í syðri hluta sýslunnar hafa
bætt fjárkyn sitt, með því að fá sér hrúta
frá öðrum, af góðu kyni, og má sjá þess
augljós merki, að fjárkynið er orðið ger-
samlega umbreytt hjá æði mörgum og það
á fáum árum, t. d. nálega allt kollótt—
sem var allt hyrnt fyrir fáum árum—af
því að kynbótahrútarnir hafa optast verið
valdir kollóttir. Og með því að sumar-
beit er góð og meðferðin fer batnandi, þá
niun sauðfé hér í Strandasýslu vera með
því vænsta, sem gerist á landinu11.
Áriö 1892
er nú að kveðja að kalla má, og með því að
það hefur verið gömul venja blaðamanna
að tala fáein orð yfir moldum gamla árs-
ins við hver áramót, þá viljum vér ekki
heldur breyta út af henni í þetta sinn,
en ræða vor verður örstutt og laus við
oflof, og að því leyti írábrugðin flestum
líkræðum. En sannmælis viljum vér unna
gamla árinu, og ekki bera því ofilla sög-
una. Það hefur optar verið strítt en blítt.
Veturinn eptir nýár var harður, vorið
mjög kalt og hafís fyrir Austurlandi fram
í júnímánaðarlok, sumarið stutt og hitar
litlir, liaustið blítt fram undir jólaföstu, en
harðindi mikil úr því fram að jólum, en
síðustu daga ársius hefur aptur á móti
verið hláka og hægviðri að minnsta kosti
liér syðra. Heyskapur varð með minnsta
móti í sumar, því að grasbrestur var mik-
ill einkum á túnum, en nýtiug góð víðast-
hvar. Afii brást næstum algerlega á Aust-
fjörðum í sumar og vetrarvertíðin var mjög
bágborin hér við Faxaflóa, en dágóður afli
á vorvertíðinni og enn betri um haustið,
svo að elztu menn muna ekki eptir jafn-
miklum haustafla hér, enda voru gæftir
lengi hinar ákjósanlegustu. Við Norður-
Iand aílaðist og vel um tíma í haust, eink-
um á Miðfirði og Hrútafirði, og á Eyjafirði
var hezti afli, er síðast fréttist. Þilskipa-
afli var og góður hér sunnanlands og einn-
ig vestra.
Verzlunin var landsmönnum þetta ár
I einhver hin erfiðasta og óhagstæðasta, er
| liún hefur verið um langan tíma, því að
öll innlend vara var í lágu verði eiukum
saltfiskurinn, sakir Spánartollsins, en hin
útlenda allhá, einkum rúgurinn, sakir út,-
flutningsbannsins á Rússlandi. Og svo
bættist það ofan á, að engir Englendingar
komu hér til fjárkaupa, svo að fjárverzl-
unin við þá varð engin, því að ekki verður
það talið, þótt nokkur pöntunarfélög sendu
fé til Englands til sölu í umboði Zöilners,
því að salan þar gekk illa. Peningavand-
ræði meðal almennings hafa því verið meiri
þetta ár en nokkru sinni fyr, og bætti
það ekki um, að landsbankinn tók upp á
nýjum sið og þverneitaði að lána fé gegn
fasteignarveði af ástæðum, sem öllum eru
huldar nema bankastjórninni einni.
Þá er á allt er litið, verður ekki annað
sagt, en að kagur iandsmanna yfirhöfuð
hafi staðið með litlum blóma þetta ár, þrátt
fyrir það, þótt vel liafi aflazt að sam-
töldu, því að þess ber að gæta, að hag-
stæð verzlun og greið peningaviðskipti í
landiuu ern aðalskilyrði fyrir almennri
velvegnan þjóðfélagsins, en ill verzlun og
dauft viðskiptalíf hið versta átumein þess,
verra en hafís og harðindi. Það er verzl-
unin, sem löngum hefur sett vesældar-og
örbirgðarstimpilinn á oss íslendinga, og
húu gerir það enn í dag. Meðan henni er
ekki kippt í eitthvert betra horf verða
framfarirnar hjá oss smáar og seinfarar.
Hin heiztu tíðindi ársins eru alþingis-
kosningarnar, er fóru fram um allt land
í septembermánuði. Það er ekki unnt að
svostöddu að kveða upp neinn áreiðanlegan
dóm um, hversu þær hafa tekizt. Hinir
nýju þingmenn eiga eptir að sýna sig og
mun þá síðar verða tækifæri til að minn-
ast á frammistöðu þeirra, en vonandi er,
að þeir reynist flestir vel.
Um veruiegar framfarir á þessu ári er
ekki að tala, hvorki verklegar névísinda-
legar. Þó má geta þess, að nokkur hreyf-
ing hefur orðið í þá átt að fá gufubát á
Faxaflóa, og er vonaudi, að það fyrirtæki
komi til framkvæmda á næsta ári. Um
bókmenntir er lítið að segja. Einna merk-
ustu bækurnar, er út hafa komið á islenzku
eru: Saga Jörundar hundcdagakóngs eptir