Þjóðólfur


Þjóðólfur - 30.12.1892, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 30.12.1892, Qupperneq 2
238 dr. Jón Þorkelsson (yngra) og Landfræði- saga íslands eptir Þorv. Thoroddsen. Af dáuum merkismönnum mátelja: dr. Yilhjálm Finsen, Þórð sýslumann Guð- mundsson, Sigurð Vigfússon fornfræðing og séra ísleif Gíslason í Arnarbæli. Svo kveðjum vér án saknaðar gamla árið með þeirri öruggu von, að hið nýja, sem bráðum rennur upp verði blíðara, affarasælla og hagstæðara landi voru en þetta umliðna ár, og hrindi oss mun betur áfram á braut framfara og gagnsamlegra fyrirtækja. Skemmtanir. Nokkrir lærisveinarlærða skólans hafa nú milli jóla og nýárs haldið sjónleiki í Good-Templarahúsinu, og boðið bæjarbúum til að hlusta á skemmtun þessa. Það sem leikið hefur verið er: „Hrekkja- br'ógð Scapirís“ eptir Moliére, „Hin skamm- vinna tignmeyjarstaða Pernillrí1 („Pernille’s korte Frökenstand") eptir Hólberg og „Neiu eptir Heiberg. Að snilldarlega sé leikið eptir svo litla æfingu sem piltar hafa haft getur enginn ætlazt til. Þetta er að eins gerttil gamans og tilbreytingar í jólaleyfinu, og má ekki skoðast öðruvísi. Þó var sumt leikið vonum framar vel, og viljum vér sérstaklega benda á „Link hringjara“ í „Nei“, er Þorvaldur Magnússon (snikkara) lék, en hann mun vera aðalhvatamaður þessara skemmtana meðal skólapilta. Prófastaskipti. Séra Einar Friðgeirs- son á Borg hefur verið settur prófastur í Mýraprófastsdæmi fyrst um sinn í stað Magnúsar prófasts Andréssonar á Gils- bakka, er samkvæmt beiðni hefur fengið lausn frá prófastsembættínu. IJm Arnarbæli sækja: Séra Ólafur Ólafsson í Guttormshaga (vígður 1880), séra Helgi Árnason í Ólafsvík (v. 1881), séra Bjarni prófastur Þórarinsson á Prest- bakka (v. 1883), séra Jóhannes L. Jó- hannsson á Kvennabrekku (v. 1888), séra Ólafur Sæmundsson aðst.pr. í Hraungerði (v. 1889), séra Eyjólfur K. Eyjólfsson á Staðarbakka (v. 1890) og prestaskóla- kandídatarnir Sæmundur Eyjólfsson og Gísli Kjartansson. Líklega bætast enn fleiri við, ef brauðið verður ekki „tekið ofan“ fyr en eptir komu pósta hingað næst (um miðjan janúar). Landsyíirréttardómur. Guðmundur á Úlfá í Eyjafirði, er barn gat með dótt- ur sinni, hefur í landsyfirréttinum verið dæmdur í 10 ára hegningarhússvinnu, en stúlkan sýknuð, þar eð sannað þykir, að faðir hennar hafi tekið hana nauðuga. Héraðsdómarinn hafði og komizt að sömu niðurstöðu, að því er hana snerti, en dæmdi föðurinn að eins í 9 ára hegning- arvinnu. f Oddur Sigurðsson, húsmaður á Álpta- nesi á Mýrum, dó úr brjóstveiki 7. desbr. Hann var fæddur 1828. Giptist HöIIu Jónsdóttur (yngstu dóttur Jóns hins ríka á Álptanesi) og lifir hún hann. Þau áttu einn son barna, Jón að nafni; býr hann nú á Álptanesi. Oddur var vel gáfaður maður og sér- lega minnugur á yngri árum. Las hann allmikið, en þó einkum íslendingasögur og allt sem hann gat náð í saguakyns á vorri tungu, enda var hann vei fróður í sögu lands vors og þjóðar. Hanu var hagur vel, en gerði þó lítið að smíðum. Mestan sinn búskap bjó hann á Álptanesi og var ætíð talinn einn hinna fremstu i sveit sinni, og því við flest sveitarstörf meira og minna riðinn. Hreppstjóri var hann nokkur ár, og sáttamaður yfir 20 ár. Má sérstaklega geta sáttastarfa hans, því hann leysti þau snilldarvel af hendi. Maður var hann gestrisinn og góðviljaður svo mjög, að sjaldgæft er að hitta slíka menn. — Hann var „vænn“ maður bæði í sjón og reynd, og er mikil eptirsjón að slíkum mönnum. E. Eptir því sem bréfritara í „vestanverðri Húna- vatnssýslu11 segist frá í 51. tbl. „Þjóðólfs“, skyldu menn ætla, að hér í sýslunni lifði vel og víða í kolunum, að því er þjðfnað snertir, svo ekki væri vanþörf á, að sýslumaður léti „til sín taka“: „ó- frómlega markaðar kindur í Miðfjarðardölum"; „6- ráðvandlega farið með nokkuð af hinu selda strand- gössi á Blönduósi, en bófarnir ekki allskostar upp- vísír“; og „fleira, sem kvisazt hefur“. Þannig hljóða bréfritarans orð; en hver er nú sannleikurinn í öllu þessu? Að maður frá Skárastöðum í Miðfii’ði hefur orð- ið uppvis að því, að hafa næstliðið vor afmarkað 2 kindur, sem aðrir áttu, og að enginn ávæningur hefur, — að því mér er frekast kunnugt —, heyrzt hvorki um nokkurn annan ófrómleik i Miðfjarðar- dölum, né um óráðvandlega meðferð á strandgóssi á Blönduósi. Það er æskilegt og áríðandi, að þeir sem fást við að senda blöðunum ft'éttapistla, séu gætnir og Bannorðir menn, sem láti sér annt um að skriíá sannar og áreiðanlegar fréttir úr héraði sínu, er Iesendur blaðanna megi trúa, en beri ekki á borð fyrir almenning allt, sem fyrir eyrun kann að bera, án þess að hirða um að grennslast eptir, hvort það er satt eða logið. Þetta þyrfti bréfrit- arinn í vestanverðri Húnavatnssýslu að hafa Bér hugfast, þegar hann fer að rita næst í blöðin um „þjófnaðarheilsufar“ Húnvetninga og fleira. Þessari fáorðu leiðréttingu bið eg yður, herra ritstjóri, að Ijá sem fyrst rúm í yðar heiðraða blaði. Kornsá, 5. desember 1892. Lárus Blöndal. * * * Oss flunst, að herra sýsluinaðurinn hafl tekið sér heldur nærri hin meinlausu ummæli fréttarit- arans um hann í blaði voru. Yfirvöldin mega ekki vera svo hársár út af smámunum einum. Það getur leitt af sér þras og rifrildi, og gefið tilefni til frekari óþæginda íyrir hlutaðeigendur, þvi að „sínum augum lítur hver á silfrið11. — Hins vegar erum vér sýslumanni samdóma um, að þeir, sem rita fréttir í blöð, ættu jafnan að gæta þess, að fara sem minnst eptir lausafregnum, þvi að ekki er ritstjóranum unnt að dæma um áreiðanleik þess, sem honum er ritað. Hann hlýtur að treysta heim- ildarmönnum sínum, og að því er snertir þennan fréttaritara, sem hér ræðir um, efumst vér ekki um, að hann hafi skýrt frá þessu, eins og liann vissi sannast og réttast, og alls ekki ætlað sér að gera sýslumanni sínum cða sýslubúum nokkra vanvirðu með orðum sínum. Bitstj. Hllsriini. Frá 14. mai næstk. fást til leigu tvö hlý og góð her- bergi í góðu húsi hér í bænum, ásamt eldhúsi. búri og nægilegum geymsluher- bergjum. Eitstj. vísar á. 676 Steingrímur iohnsen selur vín og vindla frá Kjær & Sommerfeldt. I Kina-lifs-elixír ekta, beint frá Valdemar Petersen í Frið- rikshöfn fæst í verzlun 678 Sturlu Jónssonar. Öll verzlunarhús Salomons Davidsens s\ Akranesi: íbúðarhús, stórt búðarhús með sölubúð, geymsluherbergjum, kjallara og kornlopti, salthús og stórt pakkhús með kjallara og lopti ásamt bryggju og stórri lóð, svo og hesthús, heyhlaða og tún fæst til kaups eða leigu. Menn geta samið við cand. polit. Sig- urð Briem í Reykjavík. 679 í verzlun Sturlu Jónssonar fæst rúg- mjöl, 2 tegundir af hveiti, bankabygg, hrísgrjón, hálfbaunir, haframjöl, sagógrjón, og semoulegrjón, 680 Aðalfundur ekkjusjóðs Reykjavíkur verður haldinn í leikfimishúsi barnaskólan3 2. jan. kl. 5 e. m. 681 Eigandi og ábyrgðarmaíur: Hannes Þorsteinsson, cand. theol, Félagaprentsmiftjan,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.