Þjóðólfur - 27.01.1893, Síða 3
Hyggjum vér Tungnamenn gott til, ef þessu
verður framgengt, að fá lækninn í sveit-
ina, því að livergi væri læknir í efri hluta
sýsluunar betur settur en sunnarlega í
Biskupstungum, t. a. m. á Skálaholti.
Nú hef eg verið svo fjölorður um liugsanir
vorar og ráðagerðir, að mál er að geta um
eitthvað, sem gert hefur verið, og er mér þá
ekki annað hugkvæmara, en kirkjubygging
Torfastaðasóknarmanna; þeir reistu sér
kirkju næstl. sumar, og gáfu til hennar í
peningum 1330 kr„ en vinna sú og að-
flutningur að kirkjunui, er þeir inntu af
hendi auk þess, mun lágt reiknað á 1000
krónur; eru búendur í sókninni einir 18
að tölu, og eigi auðugri menn en gerist,
að einum eða tveimur undanskildum; þó
að þetta sé allliár skattur á svona fáa
menn, hygg eg að þeir standi jafnréttir
eptir, og það þrátt fyrir það, hve illa læt-
ur í ári. Hvað mundu allir Árnesingar,
eða allir íslendingar, geta gert í góðu ári,
ef þeir sýndu sömu eindrægni og dreng-
ökap, sem þessi litli hópur?“
Nýtt kaupfélag hafa Borgfirðingar og
Mýramenn stofnað á fundi í Þingnesi 18.
þ. m. Voru þar við staddir kosnir full-
trúar úr flestum hreppum beggja sýsln-
anna. í stjórn félagsins voru kosnir
Andrés Fjeldsteð óðalsbóndi á Hvítárvöll-
um, Guðmundur próf. Helgason í Reyk-
holti og séra Jóhann Þorsteinsson í Staf-
holti. Endurskoðendur reikninga voru
kosnir P. J. Blöndal héraðslæknir og séra
Ólafur Ólafsson á Lundi. Var samhuga
vilji fundarmanna að verzla skuldlaust,
þannig, að innlendar vörur skyldu sendar
fyrirfram til útlanda og seljast fyrir pen-
inga. Milligöngumaður Björn Kristjáns-
son.
Iskorun til landsliöfðingja. „Þjóð-
ólfur“ hefur áður optar en einu sinni vakið
máls á því, hve óviðurkvæmilegt væri að
enginn íslendingur kæmi fram sem full-
trúi lands vors á Chicagosýningunni og
jafnframt skorað á landstjórnina. að hlut-
ast til um, að séra Matth. Jochumsson
gæti þangað farið. Það gleður oss því, að
Borgfirðingar hafa fyrstir hafizt handa og
fallizt að öllu leyti á skoðun vora á hin-
um fyrgreinda fundi í Þingnesi 18. þ. m.,
því að mál þetta kom einmitt þar til um-
ræðu, og féllst fundurinn á, að séra Matth.
væri sjálfkjörinn til þessarar farar. Var
Iandshöfðingja ritað bréf og skorað á hann
að hlutast til um, að landstjórnin veitti
séra Matth. sómasamlegan ferðastyrk til
sýningarinnar. Ef sams konar áskoranir
kæmu úr fleiri héruðum, er óefað, að þeim
verður gaumur gefinn.
Snjór var svo mikill í Suður-Þingeyj-
arsýslu um nýárið, að póstur varð að liafa
burðarmenn á skíðum til að koma póst-
flutningnum áfram.
„Stefnir“ heitir nýja blaðið á Akur-
eyri, gefið út af „norðlenzku hlutafélagi“.
Ritstjóri þess er Páll Jónsson, hinn fyrv.
ritstj. „Norðurljóssins“ 4 fyrstu árin (1886
—1890). í útgáfunefnd blaðsins eru Klem-
ens sýslumaður Jónsson, Stefán Stefánsson
kennari á Möðruvöllum og séra Jónas Jón-
asson á Hrafnagili. Fyrsta tölublað þess
kom út 3. þ. m.
Hreindýraveiðar. Úr Fljótsdalshéraði
er oss ritað, að á Hrafukelsdal hafi verið
skotin þrjátíu hreindyr frá haustnóttum
til nóvembermánaðarloka.
Dáinn 14. j>. m. Sveiribjörn Þórðarson í Sand-
gerði, einhver hinn mesti dugnaðarbóndi á Suður-
nesjum, rúmlega hálfáttræður (f. 1817); var hrepp-
stjóri í Rosmhvalanesshreppi 3 ár (1860—63) og
nokkur ár í hreppsnefnd. Hann var tvikvæntur.
Pyrri kona hans var Margrét Guðmundsdóttir frá
Hrauni í Grindavík, bróðurdóttir Jóns gamla Jóns-
| sonar dannebrogsmanns á Hrauni, og voru þau hjón
12
Fyrir því var hann nú á rölti úti í kirkjugarði að
hugsa um þessi mál sín. En ekki var gott að vita,
hvað hann hugsaði, en á einliverja niðurstöðu hefur
hann þó komizt, því að allt í einu gekk hann rakleiðis
inn í bæ, og alla leið til baðstofu. Þar gekk hann að
rúmfleti einu, og ýtti fataræflum nokkurum, sem á
slánni héngu, til hliðar. í fleti þessu lágu maður og
kona, og tvö börn kornung. Lá maðurinn við vegg og
horfði til veggjar, en konan lá við stokk. Annað barn-
ið, hið yngra, lá á milli þeirra, en hitt til fóta. Rifinn
brekánsræfill og stagbætt rekkjuvoð, gulmórauð á lit,
voru ofan á þeim; konan var í skyrturæfli, en maður-
iun allsnakinn, og lágu fötin yfir brjóstið, og handlegg-
urinn ofan á.
Magnús tók með hendinni kaldri á brjósti manns-
ins, 0g ýtti við honum. Hrökk hann upp þegar, og
r°Í8 upp við dogg.
»Hafðu þig á fætur, Jón, og smalaðu tryppum mín-
um í dag, því að eg ætla að reka þau fram á dal“.
„Já, já, eg skal fara“, svaraði Jón, geispaði lang-
an geispa, og fór að komast í skyrtu sína.
Magnús gekk til húss síns aptur í hinum enda bað-
stofunnar. Þar hvíldi kona hans og börn. Voru þau
þá öll fædd og komin á legg, og sum nær fulltíða.
9
við hana; en þennan dag hafði hún komið utan af bæj-
um, og komið í rökkri að Hólum. En þegar hún kom
þar að bænum, kom aptur að henni þunglyndið, er hún
sá til kirkjunnar; gekk hún svo þangað, og settist á
leiði móður sinnar, og fór að gráta. Þannig sat hún og
gleymdi öllu, tímanum, staðnunr og sjálfri sér, og var
sem sokkin niður í sárbitra saknandi drauma, um það
að hún hafði misst þá einu manneskju, sem hún hafði
haft gott af að segja í veröldinni, og svo um sitt tíman-
lega ráðaleysi og eymd. Svo var hún orðin svo sljó,
að hún hugsaði ekki nokkura lifandi ögn; brot og slitur
af gömlum álfa- og æfintýrasögum runnu fyrir huga
hennar eins og í óljósri þoku. Henni fannst hún vera
í álögum; það voru álög missisins, saknaðarins og ráða-
leysisins; dofi og deyfð lagðist yfir hana; en hugsana-
ringlið jókst að því skapi. En svo kom Magnús til
hennar, og sagði blíðlega:
„Því siturðu þarna, G-unna, er þér ekki betra að
koma inn í bæinn?“
Þá var eins og álöguf'jötrarnir dyttu af henni í
einu vetfangi, og hún áttaði sig á því, hvar hún var og
svo því, að hún var að dofna upp af kulda. Hún stóð
því upp, heilsaði Magnúsi með handabandi og sagði:
„Jú, eg verð fegin — er orðið framorðið?“
„Ekki svo, eu flestir munu þó háttaðir“.