Þjóðólfur - 27.01.1893, Page 4

Þjóðólfur - 27.01.1893, Page 4
16 Hinn eini ekta Brama-Xjífs-Elixír. (Heilbrigðis matbitter). í þau 20 ár, sem almenningur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér í fremstu ruð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstu rerðlaun. Þegar Brama-Iífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þol, sálin endurlifnar og fjörqast, maður verður glaSlyndur, liugrákkur og starffús, skiln- ingarvitin verða nœmari og menn hafa meiri ánægju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur að hann beri nafn með rentu en Brama-lífs- elixír, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, liefur gefið tilefni til einskis- nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr.^ Carl Höepfner. Raufarhöfn: Qránufélagið. ---Qránufélagið. Sauðárkrókur:---- Borgames: Hr. Johan Lange. Seyðisíjörður: ——• Dýrafjörður: Hr. N. Chr. Qram. Siglufjörður:---- Húsavík: Örum & Wulffs venlun. Stykkishólmur: Hr. N. Chr. Qram. Keflavík: H. P. Duus verzlun. Yestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. —— . Nnudtzon’s verzlun. Vík í Mýrdal: Hr. Hálldór Jónsson. Reykjavík: Hr. W. Fischer. Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Qunnl'ógsson. ---Hr. Jón O. Thorsteinson. Einkenni: Blátt Ij'on og gidlhani á einkennismiðanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, 17 hinir einu, sem búa til hinn verðlaunaða Brama-Iífs-Elixfr. Kaupmannahöfn, Nörregade 6. systkynabörn. Síðari kona Sveinbjarnar var Quð- rún Þorsteinsdóttir ekkja (af ætt Bjarna amtmanus Þorsteinssonar). Af 15 börnum hans lifa 4, þar á meðal Einar bóndi í Sandgerði. Sveinbjörn sál. var framtaks- og dugnaðarmaður mikill og grædd- ÍBt allmikið fé. 21. þ. m. andaðist hér i bænum Torfi Þorgríms- son prentari 64 ára gamall (f. 1828), elju- og starfsmaður hinu mesti, ráðdeildarsamur og ráð- svinnur. Með konu sinni Sigríði Ásmundsdóttur átti hann 6 börn, sem upp komust. Veitt prestakall. Staður í Qrunnavik 19. þ.m. cand. theol. Kjartani Kjartanssyni samkvæmt kosn- ingu safnaðarins. ]\Æeð því að eg hef heyrt, að sumir ætli mig höfund greinarinnar í „ísafold11 11. janúar seinastl. (2. blað), með yfirskript- inni „Allrahátíðlegastur úrskurður" o. s. frv., þá er það röug ímyndun, því eg á engan þátt í nefndri grein, eða á nokkurn hátt í þessu máli. Reykjavik 22. janúar 1893. Ben. Crröndal, 14 mag. art. Fleiri tegundir af ágætu nýju smjöri fæst hjá M. Johannessen. Fundizt hefur nálægt „Vinaminni“ lykla hringur úr kopar með 7 lyklum á. Ritstj. vísar á finnanda. 16 Fundur í stúdentafélaginu annað kveld kl. 872. Fyrirlestur verður haldinn. Söngur á eptir. Allir félagsmenn mæti, og er hverjum heim- ilt að bjóða einum utanfélagsmanni með sér._ Kirkjuréttnr, 2. útg. aukin og endurbætt, er til sölu á skrifstofu Djóðólfs. 19 „Þjbðölfuru Jcemur út tvisvar í næstu viku, verði póstskip þá komið. Eigandi og ábjrgöarmaöur: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Fólagsprentsmiöjan. 10 Eigi höfðu þau mörg fleiri orð, en þar var hún um nóttina. Svo var hún lasin nokkura daga á eptir, og var þar um kyrt. En eptir að henni var batnað, fór hún ekki að heldur, og leið svo til hjúadags, og enda lengur. Yar þá kominn fullur rómur á það, að Magnús mundi eigi síður rækja hvílu Guðrúnar en konu sinnar, og það annað, að Guðrún mundi unna honum undarlega heitt. En undir fardagana flutti Maguús Guðrúnu fram að fremsta bæ í Eyjaíirði vestan Eyjafjarðarár, er að Úifá heitir. Par bjuggu þá hjón bláfátæk; hét bóndinn Porsteinn og var Jónsson, en kona hans Sigríður Ein- arsdóttir. Tvö börn áttu þau hjón, annað tvævett, en hitt fárra vikna. Eigi var annað fólk þar á bænum> og hafði því Porsteinn leitað fyrir sér um vinnukonu, en ekki fengið; bar það vel í veiði fyrir Magnús, að koma Guðrúnu þar fyrir, því að þá var ekki hægt að bregða honum um það, að hann héldi hana heima til eljurígs við konu sína. En almannarómurinn veit allt og optast töluvert meira en til er. Sagan sagði, að Magnús hefði verið staddur suður í kirkjugarði á þessu kveldi, sem fyr er getið, og verið eitthvað að fást við að vekja upp draug til þess að senda einhverjum þeim, sem hann átti þá n sökótt við. En þegar draugsi hefði verið kominn vel svo á hálfa leið upp úr leiðinu, hefði hann orðið þess var, að hann hefði farið Ieiðavillt, og vakið upp Guð- mund1 sáluga mág sinn, í stað annars sem hann ætlaði. En bæði hefði það nú verið, að Guðmundur var engu minni maður fyrir sér í lífinu en Magnús, og svo hefði fullur fjandskapur verið þeirra á milli áður. Hefðu því Magnúsi fallizt hendur og gleymzt allir gerningar fyrir hræðslu sakir, og því verið að því komið, að draugur- inn hefði dregið Magnús með sér ofan í gröfina. En þá hefði Guðrúnu borið að utan af bæjum', og bjargað honum úr þeim klípum með bænum og versum úr Passíusálmunum. Hefði hann svo komið draugnum nið- ur aptur, og launað Guðrúnu svo lífgjöfina með því að fífla hana. En ekki hafði Magnús heyrt til muna af bæjarslefi þessu, fyr en Guðbrandur Björnsson slengdi því fram- an í hann á Djúpadalsáreyrum, svo sem áður er sagt. En það var nóg til þess, að honum þóttu sér ætla að aukast vandræði af öllu þessu. *) Guðmundur Þorkelsson stúdent bjó með móður sinni á Hól- um, en varð bráðkvaddur heima á Hólum 27 ára 1688 eða 1689. (Smæf. A. 562). En sú sögn er almenn í Eyjafirði, að Magnús hafi gengið af honum dauðum i skafli sunnan undir baðstofustafninum í Hólum, og hafi líkið fundizt þar um vorið. Átti Guðmundur að hafa verið Magnúsi jiungur í skauti út af giptingu hans.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.