Þjóðólfur - 03.02.1893, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.02.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kOBtar _4 kr. IBrlendis ðjkr''— BÓ'rgist ' fyrir 15. júll. •' ' TJppsögn, bundin við áramót ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1. oktöber. ÞJÓÐÓLFUR XLY. árg. Ver zlunarmálefni. Hugvekja frá alþýðumanni. H. íslenzkum kaupmönnum er opt borið það á brýn, að þeir séu lítt menntaðir, að þeir standi í þessu tilliti mjög á baki stéttarbræðra sinna í öðrum löndum, og mun eigi hægt að neita því. í útlöndum er verzlunarstéttin allmenntuð; þar er al- títt, að ríkir kaupmenn leggja fé fram til gagnlegra fyrirtækja í þaríir þjóðarinnar. Petta er mjög gott, það eykur framkvæmd- ir í landinu, sýnir atorku og dug borg- aranna, og eflir álit verzlunarstéttarinn- ar í augum alþýðu. Þetta þekkist ekki á íslandi. íslenzku kaupmennirnir hugsa beinlínis um sinn hag, en eigi um gagn almennings, og vilja stundum ekki gjalda sanngjarnt sveitarútsvar. Það er að sönnu illt, að andans hug- sjón ríkismanna sé svo þröng, að þeir sjá ekki utan sinn hag, eigi gætandi þess, að með því að efla þjóðþrif með flárframlögum, svo sem sjávarútveg, landbúnað og sam- göngur koma þeir óbeinlínis fótunum undir sig, þ. e. auka gjaldþol almennings, þessa lind, er öll þeirra auðlegð streymir úr og öll framtíðarvon þeirra byggist á. Hitt er verra, að verzlunaraðferð kaupmanna er opt svo óhentug, að með henni ríða þeir afkomunni þann Gordionshnút, er enginn Alexander fær höggvið, því síður leyst. Þessi líttleysanlegi hnútur er lánið, sem bændur taka hóflaust í kaupstöðum, auð- vitað til að eyða því í næstu kauptíð, en hvernig fer opt með þá greiðslu? Það for þannig, að skuldaþrjótarnir gleyma að horga, láta ef til vili ekki sjá sig í þeirri húð, sem þeir skulda i, en fara í þess stað með ullarhreytur sinar og annað gjald- gengi i næstu búð, leggja þar inn og taka út á það, sem inn var látið. Svo nægir það ekki, þeir þurfa enn að fá lán, og Það fá þeir vanalega, þrátt fyrir það, að þessi skiptavinur veit, að þessir sömu menn eru nýbúnir að svíkja lánardrottinn þeirra (bændanna). Með þessari verzlunaraðferð venjast bændur á óskilsemi og skuldaskipti, sem þeir hafa fæstir hugmynd um, hve drep- Reykjavík, föstudaginn 3. febrúar 1893. andi eru bæði fyrir þá sem „prívatmenn11 og sem þjóð í heild sinni. Kaupmenn láta eigi lengi fleka sig, heldur ganga hart eptir skuldunum. End- irinn verður of opt sá, að bændur neyðast til að veðsetja skepnur sínar; þá er vana- lega vel í lagt, að minnsta kosti tvígilt við skuldar-upphæðina, og þess eru því miður mörg dæmi, að gengið hefur verið að veðinu til lúkningar skuldinni. Þetta hefur höggvið það skarð í eigur skuldu- nauta, að þeir hafa orðið upp á aðra komn- ir; stundum farið krókalaust á hreppinn. Hefðu þessir menn ekki fengið lán, er mjög líklegt, að þeir hefðu komizt af án aðstoðar. Lánsverzlunin setur suma bók- staflega á hreppinn. En eru kaupmenn sýknir saka í þessu efni? Nei, því fer fjarri. Flestir þroskaðir íslendingar munu kannast við það, að kaupmenn eru fúsir að lána vörur sínar, að þeir gylla þær á allar lundir, segja þær ódýrar, sterkar og „ekta“, að það fáist eigi annarstaðar jafn- gott kaup og hjá sér; að rétt sé að nota tækifærið og byrgja sig að vöru þessari. Þeir orða eigi borgun í þann svipinn, en hugsa einungis um, að koma sem mestu út. Bændur blekkjast á þessu, taka margt, sem þeir geta án verið, og lenda í skuld- um. Á þennan hátt eru kaupmenn stór- sekir. Þeir, sem ættu að vera hyggnari í verzlunarefnum en ómenntaðir bændur, nota mælsku sína til að ginna bændur í skuldasnöruna og koma verzluninni í kút- inn. Ekki nóg með það, að á þennan hátt skulda margir betri bændur, sem kallaðir eru, 2000—4000 kr. við verzlanir, heldur eru afleiðingarnar optast þær, að þessar skuldir eru kallaðar inn þegar verst gegn- ir, á hörðu árunum. Sorgleg dæmi þessa má íinna á Austurlandi um þessar mund- ir, og mundu bændur vilja gefa mikið til þess, að vera nú skuldlausir í kaupstöð- um, svo að þeir þyrftu ekki að höggva tilfinnanlegt skarð í bústofn sinn í kaup- staðarskuldir, þetta Ginnungagap, er allt gleypir, þegar fæða þess er verðlítil. m. Þá er að minnast á vöruvöndun ís- lendinga. Hún er enn á mjög lágu stigi, enda hrakar íslenzkum vörum nú óðum á Nr. 5. erlendum mörkuðum, svo helzt lítur út fyrir, að eigi fari að borga sig, að senda aðalvörur íslands, svo sera kjöt, ull og fisk, á heimsmarkaðinn. Þetta er hörmu- legt útlit, og það verður að bæta, enda þótt vér þurfum að þreyta við hættulega keppinauta, t. d. Ástralíu og Ameríku. En til þess, að hafa von um viðskipti á heims- markaðinum, þurfum vér að hafa eins góða vöru og þar er almenut á boðstólum, því vörumagn vort er svo lítið, að eigi getur orðið kapp um það; það er eingöngu vöruvöndunin, sem getur viðhaldið þolanleg- um skiptum milli vor og erlendra verzlana. Til þess, að verzlunarvara vor sé útgengi- leg og standi eigi á baki samskonar vöru annara þjóða, þurfum vér að kljúfa þrítug- an hamarinn á tvennan hátt: fyrst með því, að bændur og búaliðar vandi vörur sínar, og í öðru lagi, að kaupmenn geri sitt ítrasta til, að hafa ávallt vandaðar vörur að bjóða. Hún þarf að þroskast í brjóstum manua, auðkýfinga og kotunga, sóma- og mannúðartilfinningin þannig vax- in, að þeim þyki minnkun að sýna við- skiptavinum þeirra óvandaða vöru, að ó- þolandi þyki, að selja óhreina, blauta og flókna ull, og senda út úr landinu rýrar og útlitsljótar kindur. Hegning ætti að liggja við slíkum tiltektum. Megi enn þá finna þá kaupmenn, er hafa þá neyðarlegu venju, að gefa ríkismönnum eins mikið fyrir óvandaða vöru eins og fátæklingum fyrir velverkaða vöru, þá er sannarlega tími tilkominn að hætta þessu og taka upp aðra veuju. Eg vona, að þeir fylgi svo með straumi tímans og þörfum vorum, að þeir verði þessu samþykkir. Hrein við- skipti eru undirstaða góðrar verzlunar; ríkir og fátækir ættu að sæta sömu skil- málum, þegar hvorirtveggju standa í skil- um og borga í nýtum gjaldeyri. Það er hið mesta ranglæti, að láta þann, sem gerir 2000—3000 kr. reikniug, fá 10 °/0 uppbót, en þann, sem gerir 300—400 kr. „umsetn- ingu“, ekkert hafa, þegar báðir gera full skil á réttum tíma. Þetta mun þó altítt 1 hjá kaupmönnum vorum. Sé þetta rétt athugað, þá hljóta allir að sjá, að hér kemur fram óþolandi hlutdrægni, því að þessi aðferð tekur óbeinlínis peninga af fátæklingum og beinir þeim í vasa ríkis-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.