Þjóðólfur - 11.02.1893, Page 3

Þjóðólfur - 11.02.1893, Page 3
23 framt rök að því, svo að almenningur sjái, hvað rétt sé í þessu efni, þar eð mál þetta er mikils- varðandi. Nú munu flestir skðlar vera í fiskiplássum, og þess vogua mundi auðvelt, ef menn létu sér annt ajn hag skólanna — sem eg ekki efa að alstaðar eigi sér stað — að fá alla formenn til að gefa einn vænan fisk af róðvi hverjum, að minnsta kosti þegar vel aflast, og mundi sú upphæð, ef vel væri á haldið, nema sem svaraði þeim aukakostnaði, Bem leiddi af að hafa eptirlit með börnunum í skólunum fyrir og eptir kennslutímana. Herra P. ö. segir meðal annars, að sér liggi við að segja, að sumt það fé, sem til skólanna sé i'ergað, sé reitt saman frá munuinum á hungruð- um konum og börnum, og sér sé kunnugt um, að margar mæður leggi hart á sig, neiti sér um margt og séu víst stundum svangar, meðan þær spara saman skólagjaldið fyrir hörn sín; þetta kallar liann hálfgerða blóðpeninga og algerða, ef kennarar rækja ekki skyldu sína af fremsta rnegni. Dví er eg samdóma. Hér undir Jökli þekki eg reyndar ekki — nema ef ein ekkja skyldi vera — að slíkt haíi fyrir komið, því skólagjald fyrir börn hefur, eptir því sem eg frekast veit, aldrei verið borgað fyr en í fyrsta lagi á vorin, er menn ráðast til flsk- veiða á þilskipum, og þá fá margir það lánað hjá þfiim, sem þoir ætla að vinna hjá um sumarið, en allur þorrinn borgar ekki fyr en seinni part sumars, er þeir hafa lagt inn vöru sina, eða koma af fiski- skipum, og hjá einstöku mönnum safnast skóla- gjaldið saman óborgað ár eptir ár. Hér svelta menn sig ekki til að spara saman skólagjald fyrir börn sín. Nú hef eg heyrt, að skólanefndin í Ólafsvík ætli í vetur að krefja skólagjaldið inn mánaðarlega. En hvað verður, veit eg ekki. Eg er herra Pétri Guðmundssyni mjög þakk- látur fyrir, að hann hefur gefið mér ástæðu til að rita þessar fáu línur, og óska, að hann og sem flest- ir aðrir riti um þetta, að mínu áliti mikilsvarð- andi atriði barnaskólanna, og stuðli bæði í orði ög verki að því, að það fyrirkomulag komist á, því ,,það er sanngjörn lcrafau, en sérstaklega finnst mér það skylda presta, kennara, skóla- og sóknar- nefnda. Eg hef ásett mér að rita ekki optar um mál- efni þetta, en fela það á hendur mér færari og fremri mönnum. Ritað undir Jökli í nóvember 1892. Jöklari. Fyrirspurnir og svör. 1. Eg ljæ manni hest bæjarleið, en maður þessi heltir fyrir mér hcstinn, svo hann verður aldrei jafngóður. Er hann ekki skyldur til að borga mér skaða þann, er eg hlýt af þessu, og ef hann ríður nú hestinum i leyfisleysi máske helmingi lengri veg en honum var leyft og heltir hann einmitt á þeirri leið, sem hann fór i leyfisleysi ? Segist nokk- uð á því? Svar: Ef hesturinn hefur helzt á þeirri leið, sem óheimilt var að brúka hann, getur eigandinn heimtað skaðabætur og enda ef til vill, hvort sem er. 2. Fjallvegur liggur á milli tveggja lireppa. Eru ekki hvorutveggja hreppsbúar jafn-skyldir að gera vegabætur á nefndum fjallvegi? Svar: Sé vegurinn ekki eiginlegur „fjallvegur“ og hafi hreppanefndir beggja hreppanna ákveðið að leggja veg yfir fjallið, er hvor hreppur skyldur til að ryðja á sínu landi. 3. Mega hvalveiðaskipin leggja hval á höfnum, hvar sem þeir vilja, án þess að semja við ábúa jarða þeirra, er næstar eru. Svar: Nei, ekki svo skammt frá landi, að í laudkelgi sé, nema endurgjald komi fyrir. 4. Hefur hreppstjóri leyfi til að halda áfram hreppstjórn eptir að hann er hættur að búa? Svar: Já. 4. Hefur hreppstjóri leyfi til, eptir að hann hef- ur löglega látið út frá sér ganga hreppskilaþing- boð, sem kemur á flesta bæi í hreppnum, aptur að sam- ankalla þing, af því boðið ei kom við á alla bæi, en þó mættu þeir á fyrra þinginu, er ei fengu boðskapinn, en á hinu síðara að láta kjósa í hrepps- nefnd, og þó voru færri menn á því? Svar: Hafi hið fyrra þing ekki verið löglega boða og af þeim ástæðum ekki verið haldið, er lög- legt að boða á ný til kreppskilaþings og láta þá hreppsnefndarkosningu fram fara. 6. Er það lögum samkvæmt að maður, sem bregð- ur búi skömmu eptir að hann hefur verið kosínn í hreppsnefnd, haldi áfram að vera i kreppsnefnd, fái laun sem oddviti um leið og honum er ekkert útsvar gert? Svar: Já. 7. Er ekki saknæmt að stela hrossi og riða því nokkuð langan veg í annan hrepp? Svar: Jú. 8. Eg kem sem ferðamaður til Reykjavíkur til að borga kaupakjúum mínum sumarkaup sitt, og 24 G-uðrún var heldur daufleg, sem hún væri í þung- um hugsunum, og studdi hönd undir kinn. „Ertu nokkuð lasin, Gunna mín?“ sagði Þuríður við hana. „Ekki tel eg það, en það er einlivern veginn svona, að mér óar við einhverju, eg veit ekki hvað það er“. „Þú ættir ekki að vera lengur að liggja þarna frammi, Gunna, eg get ekki vitað af þér þar lengur, þegar nóttin er orðin svona löng“. „Eg flyt mig nú inn líklega þegar Þórarinu fer, eða eptir helgina, en ekki er það af því, að eg er ekki hrædd við að vera frammi, það veit guð, hvað sem fyrir ketaur“. „Hefurðu orðið nokkurs vör?“ „Nei, því er ekki svoleiðis varið, eg hef einskis orðið vör“. nEitthvað er það — og hvað er það — segðu mér það!“ „Já, mig dreymdi dálítið í nótt, og gætu sumir sagt það væri feigðardraumur“. „Nú, og hvernig Var hann?“ „Hann var nú ekki langur; mér þótti eg liggja heima í rúmi mínu, heima á Skáldstöðura, og þótti mér lífið á mér vera svo stórt og sárt, að eg þyldi ekki að hræra mig; þótti mér þá Magnús í Hólum koma til 21 hann vildi ekki koma inn. Það þáði Jón ekki, en kvaðst að eins þurfa að finna Guðrúnu að máli. G-engu þau svo suður fyrir bæ, og tóku tal saman. Eigi setjum vér það samtal þeirra hér, en getum þess að eins, að aðalefni þess var það, að segja Guð- rúnu frá því, að Magnús bæði ástúðlega að heilsa henni, og hann ætti að afsaka það, að hann hefði ekki getað komið nú upp í fullan hálfan mánuð; en nú ætlaði hann að koma aðrahvora nóttina, laugardagsins eða sunnudagsins, og dvelja þá tímakorn hjá henni. „Eda sefurðu ekhi ennjiá frammi í bœjardyrunum, eins og þú hefur gert í sumar?“ „Jú“. „Og hvað ætlar þii að gera það lengi?“ „Líhlega fyrst svona fram ydr helqinau, svaraði Guðrún og hló við. í þessu bili komu þau hjón Þorsteinn og Þuríður Einarsdóttir kona hans — hún var systir Sigríðar, konu Jóns Hálfdanarsonar — og buðu þau honum enuþá inn, en hann vildi ekki þiggja. En Guðrún gekk til bæjar- dyra, og þar að kistu einni lítilli; opnaði hún kistuna, og tók upp úr lienni pelaglas blátt, og leit í gegnum það út í dyrnar. Yar glasið tæplega hálft. „Já, lítið er það farið að verða; eg held mér veiti ekki af að ná tunnuanganum mínum frá Hólsgerði áður

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.