Þjóðólfur - 14.06.1893, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 14.06.1893, Blaðsíða 4
108 lega veikur, því að þá fær hann fulla dagpeninga. Það myndi einnig vera góð regla hér. í mörgum öðrum enskum nýlendum fá þingmenn laun fyrir starfa sinn. í Nýja- Suður-Wales á Nýja-Hollandi eru þau fastákveðin 5400 krónur fyrir hvern um árið, en í Kapnýlendunni 18 kr. 90 aurar um daginn, eða 32 kr. 40 aura fyrir þá, sem eiga heima í 15 (enskra) mílna fjarlægð frá Höfðaborg (Kapstaðn- um. Samkvæmt nýju stjórnarskipuninni í Japan, fær þar hver þingmaður i báðum deildum 800 „yen“ (um 2430 kr) árlega, auk ferðakostnaðar, og það er skýrt tekið fram, að enginn megi skorast undan að taka þá upphæð, er honum ber. Snemmbær kýr tii söiu. Ritstjór- inn vísar á seljanda. 231 ísienzk liestajárn fást ódýrust í verzlun 232 Sturlu Jönssonar. Smáar blikkdósir kaupir 233 Rafn Sigurdsson. Allskonar kramvara nýkomin í 234 verzlun Sturlu Jónssonar. Stranduppboð. Föstudaginn 23. þ. m. verður í fjörunni fyrir framan verzlunarhús Steingríms kaup- manns Johnsens liér í bænum opinbert upp- boð haldið á gufuskipinu „Solide" frá Itzehoe, sem hér er orðið að strandi, með rám, reiða, seglum, köðlum, keðjum, akker- um og öllu öðru skipinu tilheyrandi. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hád. Grjald- frestur er 8 vikur. Söluskilmálar verða birtir á undan nppboðinu. Bægarfógetinn í Reykjavík 8. júní 1893. Halldór Daníelsson. E»eir sem ætla að kaupa ný úr, ættu að kaupa þau hjá Gluðjóni Sigurðssyni, úrsmið á Eyrarbakka, því þar hafa menn vissu fyrir að fá góð úr (og vel „aftrekt") fyrir lægsta verð. Komið og sjáið þau, áður en þér kaupið úr annarsstaðar. ^ Sjöl af ýmsum tegundum ný- komin í verzlun 237________________Sturlu Jónssonar. 'fjf&ir Næsta blað „Þjóðólfs44 kemur út á laugardaginn 17. þ. m. r „Piano'-verzlun | „Skandinavien", f verksmiðja og sölubúð I Ij Kongcns Nytorv 22, Kjöbenliavn. f |r __ . 11 Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gömul hljóðfæri tekin í skiptum. Verðskrá send ókeypis. Eigandi og ábyrgöarmaöur: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. FélagsprentsmiDjan 62 Jón gekk með Magnúsi að tjalddyrunum, og beið úti, en Magnús fór inn. Enginn maður var fyrir sunnan bæinn, nema þeir einir. Magnús losaði nú um hælana á tjaldbaki, og smeygði sér í kápu sína; svo smaug hann út undan skörinni, og tók svipu sína. Kom þá sýslumaður, og spurði, hví þeir kæmi ekki. „Eg skal gæta að hvað tefur“, svaraði Jón, og fór inn í tjaldið, og beið þar ögn við; svo kom sýslumaður inn á eptir; þá sáu þeir, að hann var ekki í tjaldinu, eða fundu hann ekki, enda var þá farið að skyggja. En í sömu svifunum heyrðu þeir hest sleginn miklu höggi á tjald- baki; tók hesturinn ákaflegt skeið upp allt tún. Var það jafnsnemma að þeir komu út, og þeir sáu Magnús þeysa á þeim brúna út og upp allt fjall, og á hvarf vestur af rétt fyrir sunnan Háis. Voru nú menn gerðir út að elta hann; náðu þeir honum vestur í Yxnadal daginn eptir, og tóku hann þar. Var hann svo í haldi um sinn á Möðruvöllum. Enga fengu þeir til þess að vinna með sér synj- unareiðinn, og voru þeir því dæmdir útlægir af landi héðan á lögþingi 1706. En ekki þótti vera hægt að kveða upp yfir þeim harðara dóm, af því að ekki þóttu fullar sönnur á, að þeir væri valdir að morðinu. 63 Fóru þeir utan um haustið; vorið eptir kom Magn- ús aptur, og var að búi sínu að Hólum um sumarið 1707; fór hann svo um haustið aptur. Lauritz Scheving og þeim öllum, sem helzt voru riðnir við mál þessi, var nú stefnt utan þetta sumar, til þess að verja gerðir sínar í því fyrir hæstarétti. Höfðu vinir Magnúsar komið því til leiðar, og vildu með því afla honum uppreisnar. En það ár gekk stóra bóla, sem kunnugt er, og varð ógreitt um utanfarir; þó fór Magn- ús utan um haustið. Scheving fór eigi fyrr en sum- arið 1708; vann hann öll þessi mál fyrir hæstarétti, og var dómur felldur í hæstarétti 1709; var Magnús þar dæmdur á Bremerhólm eptir prófunum, og sýslumanni 400 dala af fé hans, en hitt undir konung; stóð þá Magnús félaus uppi; hafði hann setið lieima að búi síuu þessi misseri. En um vorið kom konungsbréf til Odds lögmanns Sigurðssonar að láta taka Magnús og senda til Bremerhólms, og svo um upptöku fjár hans. Komst Magnús á snoðir um þetta, og strauk frá heimili sínu, og flæktist um laud allt, og fór huldu höfði til 1713. Var hann þá stundum með Eggerti á Ökrum frænda sínum. Bú hans sundraðist allt, og hyski hans fór á víð og dreif. Árið 1713 náðist hann loksins, og var þá fluttur utan, og settur á Bremerhólm. En þar var hann bæði

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.