Þjóðólfur - 17.06.1893, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.06.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr, Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júU. TJppsögn.bnndin vií áraraót, ógild nema komi til útgeí- anda fyrir 1. október. ÞJÓÐÓLFUR XLV. árg. Um kjör og réttindi kvenna. Eptir S. S. I. Svo virðist, sem þeir séu allmargir nú á dögum, er óska eptir meira frelsi, en vér nú höfum, og auknum mannréttindum. Kem- ur það fram í ræðu og riti, og eins í við- tali við menn. En þegar litið er á, livað gert er til framkvæmda í þessa átt, verð- ur nokkuð annað upp á teningnum. Pá freistast maður til að ímynda sér, að þetta frelsishróp sé meira orðaleikur en alvara. Pess má að vísu geta, að við ramman reip er að draga, þegar um það er að ræða, að sækja frelsið og réttindin i hendur erlendu valdi, þrátt fyrir það, þótt sanngirnis og réttlætis- krafan sé vor megin. Hingað til hefur stjórnin verið mjög óljúf á að verða við óskum vorum og kröfum, er gengið hafa í frelsisáttina. Það, sem hún hefur miðlað oss af sínu náðarborði í því efni, hefur hún skorið mjög við neglur sér. Á vel við, í sambandi við þetta, að benda á eitt mál: um réttiudi kvenna til að ganga á menntunarstofnanir landsins, og not þau, er þær gætu af því haft, samkvæmt tilsk. 4. desbr. 1886. Eptir þessum makalausu lögum hafa konur rétt til að ganga undir próf lærða skóians; þær mega einnig njóta kennslu á læknaskólanum og prestaskólan- um, ef þær fullnægja skilyrðum þeim, sem karlmönnum eru sett í því efni. Þessa réttar njóta þær til fulls, að því er snertir kennslu á Iæknaskólanum, og mega þær gauga undir burtfararpróf þess skóla. En að þvi er snertir prestaskólann, þá mega þær að eins að nokkru leyti njóta keunslu á honum og á ráðgjafi að setja reglur um það! Þær mega því alls ekki ganga undir burtfararpróf þess skóla, en geta þó lokið námi sínu þar, með því að ganga undir sérstakt pröf. En sá jöfnuður! Ráð- gjafinn skal ákveða, hvernig þessu prófi skuli háttað, og í hvaða námsgreinum prófa skuli. En þrátt fyrir allt þetta öðlast þær þó ekki rétt til embætta, og fá heldur ekki notið þess fjár, sem ákveðið hefur verið námsmönnum við lækna- og prestaskólann. Og ennfremur hafa þær ekki rétt til að stíga í stólinn, þrátt fyrir það þó þær inni af hendi áðurnefnt ráðgjafapróf. Eg hygg, að Reykjavík, laugardaginn 17. júní 1893. engum geti blandazt hugur um, að með lögum þessum er kvennfólkinu gerður liinn mesti óréttur. Hin helgustu mannréttindi þess eru hér brotin. Þeim er gersamlega með lögum þessum fyrirmunað að njóta menntunar á nefndum skólum, þar sem þær eru sviptar fjárstyrk þeim, sem ætlaður er námsmönnum við þessa skóla, og í öðru lagi eru þær sviptar allri von um embætti, að afloknum prófum. Ef hér er ekki um megnan ójöfnuð að ræða gagnvart kvenn- þjóðinni, þá skil eg ekki, hvað óréttur er. Það er eins og hnefarétturinn gægist út úr orðum og hugsun þessara laga, rétt eins og hann ætti að vera gildandi. Ósk- andi væri, að lög þessi ættu skamma stund eptir ólifaða. II. Þess var getið í byrjun, að þeir væru eigi svo fáir, sem álitu sig talsmenn frelsis og mannréttinda, en að það myndi meira í orði en á borði hjá sumum þeirra. Yita- skuid eru þeir nokkuð margir, er vilja bæta kjör kvennþjóðarinnar, en til þessa er það ekki næsta mikið, sem gert hefur verið í þá átt. Lögin um kosningarrétt kvenna til hreppsnefnda og bæjarstjórna o. s. frv. eru hér hinn fyrsti vísir til að auka réttindi þeirra. En með þessum lög- um er svo skammt gengið, að um sýnilega ávexti af þeim getur ekki verið að ræða. Á síðasta alþingi komu fram þrjú frum- vörp, er öll miðuðu að því, að auka rétt- indi kvenna. Eitt þeirra var um kjörgengi kvenna, annað um séreign og myndugleika giptra kvenna, og hið þriðja ura rétt kvenna til að njóta kennslu á menntunar- stofnunum landsins, og um aðgang þeirra að embættum. Flutningsmenn voru þeir Skúli Thoroddsen og séra Ólafur Ólafsson. Ekkert af þessum frumv. komst í gegnum þingið, sem kunnugt er; þau döguðu uppi, voru ekki útrædd. í frumv. þessum var fólgin stórmikil réttarbót. Engin efi get- ur verið á því, að mál þessi verði tekin fyrir næst, er alþiugi kemur saman; ættu þau þá að komast lengra en seinast. Efni og innihald þessara frumvarpa geta menn kynnt sér af Alþ.tíð., og gerist því ekki þörf að fara liér ýtarlega út, í það. Eptir frumv. um rétt kvenna að njóta kennslu á menntunarstofnunum landsins o. s. frv. Nr. 28. fá konur jafnan rétt og karlmenn að ganga á þær, og njóta þar sömu réttinda og námssveinar, er á þeim dvelja. Er með því komið í veg fyrir hinn háskalega ó- jöfnuð, er átt hefur sér stað í þessu efni og getið er um hér að framan. Bæði hin frumv. liafa og mikla réttarbót í sér fólgna. Frumv. um séreign giptra kvenna tryggir þær fyrir fjárskorti af völdum manna þeirra, sem er mjög mikilsvert. Ef efnuð stúlka giptist manni, er ekki kann að fara með fé þeirra, en eyðir því á einhvern hátt í óreglu, getur hún eptir frumv. jafn- an átt eitthvað eptir, sem maður hennar nær ekki í til að eyða. Réttur konunnar er með þessu tryggður gagnvart mannin- um í fjárhagslegu tilliti, og er það harla þýðingarmikið. (Framh.). Um póstgöngur í Norður-Þingeyjarsýslu. (Svar). Viljið pér, horra ritatjóri. gera svo vel, að taka eptirfarandi grein í blað yðar „í>jóðólf“. Hún hef- ur legið 6 mánuði i salti hjá ritstjóra „Austra“ án þess að birtast á prenti, eins og til var ætlazt í haust, og flý eg því nú á yðar náðir með hana. í tveim blöðum „Austra" hins yngra (1,13., bls. 49—50 og II, 19., bls. 71—72) eru mjög langorðar greinir tvær um póstgöngur o. s. frv. í norðurhluta hins nýja Austfirðingafjórðungs. Fyrri greinin hef- ur að fyrirsögn: „Bréf af Sléttu“, og bin síðari: „Um vegi og samgöngur11. Báðar greinir -þessar gefa ðkunnugum mönnum mjög skakkar skoðanir í flestu á málefnum þeim, sem um er rætt, og mega þvi ekki ómðtmæltar standa, enda því skaðlegri, sem í almæli er, að amtsráðsmaður vor Norður- Þingeyinga sé höfundur beggja greinanna. Höf. þessi, hver svo sem hann er, má ekki með nokkru móti komast upp með það, að bera út í almenning í opinberu blaði það, sem er jafnvillandi frá sannleikanum, eins og þessar tvær greinir eru að mörgu leyti, og af því að enginu hefur orðið til að andmæla, þykir mér ekki þegjandi lengur. 1. Það er þá fyrst. II. kafli „Bvéfs af Sléttu“, er eg vil snúa mér að. Eg vona, að allir góðir íslendingar séu ósamdóma höf. að þessum orðum hans, er hann byrjar II. kaíia með: „Oss íslending- um ríður meira á, að fá góðar samgöngur en nýja stjórnarskrá11, segir liann, góði maður, gætandi ekki að því, að allar sannar framfarir koma eins og af sjálfu sér í þeim löndum, þar sem sannarlegt stjórn- frelsi hefur getað náð fótfestu, eins saragöngur sem annað. Verkin sýna merkin hjá öllum mestu fram- faraþjóðunum, og raunin er hér sem ætíð ólýgn- ust.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.