Þjóðólfur - 04.07.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kOBtar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — BorgiBt
fyrir 15. júli.
f
Dppsögn.bundin við ararnot,
ógild nema komi til útgef-
anda fyrir 1. október.
OLFUR
XLY. árgo
Um kjör og réttindi kvenna.
Eptir S. S.
V.
(Síðasti kafli).
Þótt sú hugsun gægist nærri hvarvetna
fram hjá karlmönnum, að konan eigi að
vera undir hann gefin í öllu, eða eins og
þar segir, að maðurinn eigi að vera höfuð
konunnar, þá viðurkenna þó margir, að
sanngirni mælir með því, að þær fái meiri
réttindi en þær nú hafa. En á hinn bóg-
inn dylst ekki, að þeim er sýnd æði mikil
ómannúð og rangindi að ýmsu Ieyti. En
hugsunarhátturinn og gamall vani hefur
blindað menn svo, að þeir gæta þess ekki.
Meðferðin á kvennþjóðinni þykir mörgum
því ekkert athugaverð, það hafi verið svona
og því sé ekki ástæða til að breyta því.
Mismunur sá, sem er á kaupgjaldi karla
og kvenna, er eitt með fleiru, sem lagfæra
þarf. Það er vanalegt að kaup kvenn-
mannsins er ekki nema J/8—x/í á móts við
það, sem karlmaðurinn fær, og þó er mun-
urinn á vinnunni opt lítill og stundum
enginn. Karlmenn og kvennmenn vinna
opt sömu vinnu og jafnan vinnutíma, t. d.
um heyannir og optar. Þar að auki hafa
þær ýmsum öðrum störfum að gegna, sem
karlmenn eru lausir við, og geta þá hvílt
sig á meðan. Einkum eru það ýrns inn-
anbæjarstörf, er þær verða að gera, þó
aðrir séu hættir að vinna. Meðal annars
eru það „þjónustubrögðin“, sem kölluð eru.
Yerður kvennmaðurinn alla jafna að vinna
þau í „fnstundum" sínum, og þegar hún á að
hvílast. Það þykir alveg sjálfsagt, að
stúlkan þjóni karlmanninum og sjálfri sér
auðvitað líka. En látum það nú gott
heita, ef ekki væri megn ójöfnuður því
samfara. Kemur liann fram í því, að
stúlkan verður að gera þetta í frístundum
sínum, eins og áður er sagt. En á með-
an annaðhvort sefur karlmaðurinn eða
slórir iðjulaus. Þakkirnar, er þær svo fá
fyrir ómak sitt, eru opt ónot og aðfinning-
ar, ef ekki er allt í standi, eða eins og sá
vill að það sé, sem á að þiggja. Yfir höf-
uð hefur kvennfólk minna frjálsræði en
karlmenn. Eru þær marga stund við vinnu
sína þegar þeir híma iðjulausir hér og
þar eða liggja upp í rúmi. Einstaka kann
Reykjavík, þriðjudaginn 4. júlí 1898.
að taka sér bók í hönd, en án þess
má kvennmaðurinn vera, hún hefur öðru
að sinna. Einna verst verða þó giptu
konurnar úti af öllum. Það er allt sem
kallar að þeim, og allir hrópa á þær,
mennirnir þeirra, hjúin og krakkarnir. Þær
hafa því í mörg horn að líta, og eru önn-
um kafnar daginn út og daginn inn. Það
má því með sanni segja, að þær megi
aldrei um frjálst höfuð strjúka. En út
yfir tekur, þegar þær ofan á allt þetta
verða sífellt að mæta ónotum og ákúrum
af eiginmönnum sinum og lijúum, sem því
miður opt á sér stað.
Af þessum ójöfnuði, er kvennþjóðin verð-
ur að þola í svo mörgu, leiðir, að þær
verða einrænar og ómannblendnar, feimn-
ar og vilja helzt ekki að aðrir sjái sig,
sízt karlmennirnir. Umgengni karla og
kvenna verður því óeðlileg. Það er eins
og hvorugt geti annað séð; þær forðast
allar samræður við þá og vilja helzt vera
sér, eða svo lítur það út. Það er eins og
ógurlegt djúp sé staðfest milli karlkyns-
ins og kvennkynsins hér, þar til hjóna-
bandinu er smellt á, eins og öðru tjóður-
bandi. Það er því líkast, sem karlar og
konur standi hvort gagnvart öðru, eins og
tveir ólíkir þjóðflokkar, er ekkert hafa
saman að sælda. Að þetta ástand hafi
heillavænleg álirif á þjóðlífið í heild sinni,
þarf enginn að láta sér detta í liug. All-
ur sá öjöfnuður og óréttur, er kvennfólk-
ið verður að þola, bitnar að nokkru leyti
á allri þjóðinni. Þjóðin í heild sinni líður
við það, að helming hennar er haldið í á-
nauð og þrældómi, andlegum og Iíkam-
legum.
Til þess að þjóðinni geti liðið vel þarf
hverjum einstakling hennar að líða vel.
Og að því eiga allir að vinna, er vilja
landi sínu og þjóð sinni vel. Kjör kvenn-
þjóðarinnar má bæta á ýmsan hátt, án
þess að það kosti ný lög, og að því ber
að starfa með dáð og dug.
Sýnið kvennþjóðinni meiri kurteisi en
verið hefur, gerið jafnari laun hennar
gagnvart ltarlmönnunum og berið virðingu
fyrir henni. Yér eigum að skoða konuna
sem jafningja, vorn; það er heilög skylda.
Yér eigum að sýna henni í orði ogverki,
Nr. 31.
að vér virðum hana og elskum sem systur
og heiðarlegan borgara í mannfélaginu.
Konan á að starfa með oss að heill og
hagsæld þjóðarinnar með einbeittum vilja.
Yerður þá vinnan léttari og gengur greið-
ar, þegar kraptarnir eru sameinaðir, og
þá fyrst getum vér vænzt verulegs árang-
urs af störfum vorum. Mun þess þá skammt
að bíða, að hagur þjóðarinnar blessist og
blómgist.
Þingmálafundur í Strandasýslu var
haldinn að Broddanesi 6. júní eptir fund-
arboði frá þingmanninum, og sóttu hann
menn úr öllum hreppum sýslunnar. Fund-
arstjóri S. E. Sverrisson sýslumaður.
Um stjnrnarshármálið samþykkt með
öllum þorra atkvæða, að halda því áfram
í sömu stefnu í öllum aðalatriðum og neðri
deild alþingis 1891; að lagakennsla komist
á í Reykjavik sem allra fyrst, samþykkt
í einu liljóði; að dómsvald hæsta réttar í
Kaupmannaliöfn sem œzta dóms í íslenzk-
um málum sé afnumið, samþ. með meiri
hluta atkv.; að amtmannaembœttin séu af-
numin, samþ. í e. hlj., en fellt í e. hlj.
afnám bislmpsenibœttisins, en fundurinn
óskaði þar á móti eptir, að vald biskups
væri aukið svo, að hann fengi það vald,
er landsh. nú hefur í alkirkjulegum mál-
um; að eptirlaun embættismanna verði ríf-
lega lœkkuð var samþ. í e. hlj., en algert
afnám þeirra fellt með nokkrum atkvæða-
mun; að vistarskyldan sé algert afnumin
var fellt með því nær öllum atkv., en samþ.
í e. hlj. þannig löguð breyting á lausa-
mannalögunum: 1. að allir megi vera laus-
ir þá er þeir eru orðnir 30 ára, 2. að
menn geti fengið keypt lausamennskuleyíi,
þá er þeir eru orðnir 20 ára, 3. að lausa-
mennskugjaldið sé lækkað, og að það renni
í alþýðustyrktarsjóð þeirrar sveitar, þar
sem hlutaðeigandi er sveitlægur, þá er
leyfið er fengið, og 4. að betri trygging
en nú er sé sett fyrir því, að lausamenn
eigi fast ársheimili. Fundurinn var alger-
lega mótfallinn fjölgun kjörstaða, og áleit
bezt að breyta þeim ekki í þessu tilliti,
en aðhylltist þó helzt tvöfaldar kosningar,
ef nokkur breyting væri gerð á kosningar-
lögunum, þó því að eins, að helmingur