Þjóðólfur - 23.08.1893, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.08.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. ErlendlB 5 kr. — Borgist fyrir 15. júll. Uppsögn.imndin við áramót, ógild nema komi til útget- anda fyrir 1. október. ÓLFUR XLY. árg. Reylijayík, mlðyikudagínn 33. ágúst 1893. Nr. 40. Bókmenntir. Tímarit Ibókmeimtaféiagsins. 14. árg., 1893. 275 bls. 8. (ísaf.-prentsmiðja). Ritgerðirnar í þessum árg. Tímaritsins eru: 1. Saga*latmuskola á íslandile^Wr Janus próf. Jónsson í Holti. Þá er vér litum á þessa fyrirsögn datt oss þegar í hug, að eitthvað verulegt nýtt væri að græða á þessari ritgerð, en vér hljótum þvi miður lireinskilnislega að játa, að oss hefur al- gerlega brugðizt sú von, eins og eðlilegt er, því að höf. hefur að eins skrásett þessa ritgerð eptir prentuðum heimildarritum, sérstaklega kirkjusögum biskupanna Finns og Péturs. Það er auðvitað góðra gjalda vert, að raða þessu efni dálítið saman í eina heild, en heldur hefðum vér óskað, að hann hefði ekki ritað þetta, fyr en hann hefði rannsakað dálítið skjalasöfnin, að minnsta kosti þau, sem hér eru geymd. Yér þurfum að fá nákvæma ritgerð um þetta efni, sem byggð væri á slíkum rann- sóknum. Sérstaklega væri það mjög mikils- vert, að fá að vita eitthvað um hið innra fyrirkomulag latínuskólanna síðan þeir voru stofnaðir, um hið innra líf og venjur þar eða „skólalífið11, sem nú er venjulega svo nefnt. Það er auðvitað mjög erfitt, að fá nokkuð áreiðanlegt um það efni, þótt leitað sé í óprentuðum heimildarritum, en með ítarlegri og nákvæmri rannsókn muiidi þó mega takast að safna allmiklu til skólasögu í því sniði, og hana þyrftum vér nauðsynlega að fá. En það verk væri bæði seinunnið og vandasamt, og því fer fjarri, að vér áfellum höf. þessarar skóla- sögu, þótt hann tækist ekki slíkt verk á hendur, því að það útheimtir meira erfiði °g meiri tíma, en maður, sem hefur em- b*tti að gegna, geti varið til þess, auk Þess, sem óhjákvæmilegt væri fyrir þann mann, sem slíka sögu semdi, að rannsaka vandlega fjölda handrita og skjala, bæði hér og í Danmörku. Fullur helmingur þessarar skólasögu, sem nú hefur birzt á prenti, er skóla- meistaratal frá miðri 16. öld til 1846 með stuttum æfiágripum hvers þeirra. Þetta er allfróðlegt fyrir þá, er slíku eru ó- kunnugir, og nógu hentugt að hafa það á einum stað, en mjög eru æfiágrip þessi ó- fullkomin, sem von er, enda mun höf. hafa ætlað sér að hafa þau sem allra stytzt. Höfum vér fundið ýmislegt athugavert við þennan kafla ritgerðarinnar og sumt skakkt, því að það vill svo vel til, að vér höfum einmitt fyrir skömmu rannsakað þetta efni dálítið, einkum að því er snertir æfi skóla- meistara síðan 1700. Yér gætum því bent á ýmislegt til leiðréttingar og viðbótar á þessum kafla, en fyrst og fremst yrði það alllöng romsa, enda of einstaklegs efnis í blaðagrein. Þó viljum vér að eins geta þess, að það er ekki rétt hjá höf., að Sig- urður Vigfússon sterki sýslumaður (áður skólameistari) hafi andazt 1753, því að hann dó 1752 (27. nóv.); ennfremur er dánarár Einars skólameistara .Tónssonar (í Ási) skakkt, því að liann andaðist ekki 1781, heldur um áramótin 1788—89 (líkl. snemma árs 1789), og Gísli Thorlacius skólameistari andaðist ekki 1807, eins og höf. telur. heldur-1806 (3. des.). En vill- ur þessar eru afsakanlegar að því leyti, að þær standa í öllum prentuðum ritum, er vér höfum séð. Það hefur hver tekið þær eptir öðrum rannsóknarlaust, og það er að eins í óprentuðum fyllilega áreiðan- legum heimildarritum, sem vér höfum fundið hið rétta, og svona er um fleira. Það yrði langt að rekja það allt saman. Þrátt fyrir ýmsa smágalla og mishermi, sem ritgerð þessi er ekki laus við, er hún þó miklu betri en ekki það sem hún er, og er höf. hennar allrar viðurkenningar verður fyrir þann áhuga, er hann hefur sýnt á ritstörfum í sögulega stefnu. Oss vantar nákvæma skólasögu í þeirri mynd, er vér áður bentum á, en hennar verður því miður nokkuð langt að bíða, að því er ætla má. 2. Sjóvíti og sjóskrímsl eptir Benedikt Gröndal. Ritgerð þessi er byggð á fyrir- lestri, sem höf. hélt í vetur sem leið til ágóða fyrir ekknasjóð Reykjavikur. Eins og annað, sem hr. B. Gr. skrifar, er ritgerð þessi lipurt og skemmtilega rituð. Aðal- efni ritgerðarinnar er lýsing á hinum stóru kynjaskepnum úr flokki höfuðfætinganna, og hyggur höf., að sjóskrímsli þau, sem svo opt er getið um, hafi ekki verið ann- að en geysistórir kolkrabbar eða smokk- fiskar, sem eru einhverjar hinar Ijótustu og voðalegustu skepnur í sæ. 3. Um landfrœðissögu Islands. Ritdómur um þessa bók Þorv. Thoroddsens eptir Ólaf Davíðsson. Ritgerð þessi er samin af mikl- um fróðleik, einkum að því er snertir landsuppdráttafræði (Kartografi) og staða- lýsingu (Topografi) Norðurlanda á miðöld- unum, enda er höf. allra manna fróðastur í þeim efnum, og hefur auðsjáanlega rann- sakað allt, er að því lýtur, mjög nákvæm- lega. Hann minnist á marga landsupp- drætti af íslandi á miðöldunum og fram til þessara tíma, er Þorv. Thoroddsen hef- ur ekki þekkt eða notað, og Iýsir þeim rækilega, en yfirhöfuð lýkur liann þó lofs- orði á Landfræðissöguna og viðurkennir til fulls kosti liennar, og hefur ritdómur þessi að því leyti meira gildi, að höf. hef- ur gert sér far um að rita hlutdrægnis- laust, sem því miður verður ekki ávallt sagt um ritdóma, 4. Bitsjá nokkurra útlendra Wca, er snerta ísland og íslenzkar bbkmenntir (1891). Eptir dr. Valtý Guðmundsson háskólakenn- ara. Ritgerð þessi er áframhald af sams- konar ritgerð í Tímaritinu í fyrra eptir sama höfund, og bendir það á, að slíkar ritgerðir eigi að koma í hverjum árg. Tíma- ritsins eptirleiðis, en líklega mættu þær vera nokkru styttri, þá er frá líður, svo að ekki sé getið nema hins allra merkasta, er á prenti birtist erlendis íslandi viðkom- andi, því að mörgum þess konar ritum, einkum deiluritum, er svo háttað, að þau liafa enga verulega þýðingu fyrir bók- menntir vorar, og þá er hver rífur annan niður, veit maður ekki að lokum, hverjum trúa skal, nema höf. ritsjánna leggi einn- ig sinn dóm á og vinsi úr það, sem veru- legt gildi hefur að hans áliti. Yér skul- um geta þess, að ritsjáin að þessu sinni líkar oss mun betur en í fyrra. Hún er ekki eins þur. íslenzkar ártíðaskrár eða Obituaria Is- landica. Með athugasemdum eptir Jón Þorkelsson. Gefið út af hinu íslenzka bókmenntafélagi. 1. hepti. 128 bls. 8. Ártíðaskrár þessar, sem nú birtast í fyrsta skipti í einu lagi, eru mjög merkar, og hefur dr. J. Þ. lýst þeim rækilega í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.