Þjóðólfur - 08.09.1893, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.09.1893, Blaðsíða 1
Árg. (SCCarkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. jflll. Uppsögn, bundin vi» é.ramót, ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1. október. ÐÓLFUR Reykjavík, föstudaginn 8. septemlber 1893. XLY. árgo Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 21. ágúst. Danmörk. Fyrir 3 árum síðan lilut- aðist innanríkisráðgjafinn til um það, að valin var 25 manna nefnd til þess að semja frumvarp til nýrra Iaga um atvinnufrelsi; atvinnulögin, sem nú gilda hér á landi, komu út 1857. Þessi nefnd hefur nú lok- ið starfi síuu. Hún leggur til, að enginn megi f'ramvegis setjast að sem handverks- maður, hvorki í bæjunum eða landsbyggð- inni, hafi hann ekki sveinsbréf; þá eru líka þess konar ákvæði í frumvarpinu, að verði það að lögum, geta engin kaupfélög þrifizt hér framvegis, svo gagn sé í. — Nú sem stendur eru kaupfélög, smá og stór, í hverjum krók og kima og urmull af búsettum handverksmönnum, sem engin sveinsbréf hafa. í nefndinni voru heil- margir handverksmenn, og höfðu allir sveinsbréf; kaupmeun voru þar raargir, en engir kaupfélagsmenn. Skemmtistaðurinn Tivoli í Kaupmanna- höf'n á hvergi sinn líka í víðri veröld. Það er mælt, að í fjarlægum löndum séu margir þeir, sem ekki vita annað um Dan- mörku, en að þar er Tivoli og — gott smér. Tivoli hélt 50 ára afmæli sitt 15. þ. m. 30,000 manna voru þar inni um kveldið að horfa á hátíðabrigðin, og sýndist oss sólskins-andlit á hverjum manni, þrátt fyrir troðninginn og olbogaskotin. Danir eru allra manna léttlyndastir og glaðværastir, en allt um það: sjálfsmorð eru nær því helmingi tíðari í Danmörku en nokkru öðru menntuðu landi. Fróðir menn halda, að það sé afstöðu landsins að kenna, lands- laginu og veðuráttunni. Noregur. Stórþingið hefur fært lífeyri konungs niður um 80,000 kr. (úr 336,000 kr. niður i 256,000 kr.); 50,000 kr. hefur það tekið af lífeyri ríkiserfingjans og neit- að ráðgjafaforingjunum um borðfé. Þetta stafar allt af umboðsmannamálinu. Þeir vita, hvað þeir vilja Norðmennirnir; það kemur aldrei hik á þá, þeir láta sér aldrei um munn fara, að „það sé ekki til neins“. Það hefur seinast frétzt af Nansen, að hann lét í haf frá Vardö 22. júlí. Þýzltaland. Herlögin voru samþykkt, eins og við var búizt. Hargir Þjóðverjar vilja gera alla Gyð- inga ræka úr mannlegu félagi. Þessir menn kalla sig „antisemita" (Gyðingaféndur“). Séra Stöcker, sem hefur verið foringi þeirra á þingi, náði ekki kosningu seinast; skár- ust þá margir úr hópnum og elfdu nýjan flokk, enn ákafari. „Séra Stöcker gerir sig ánægðan, ef hann getur þröngvað Gyð- ingum til þess að láta skirast, en allir sannir Gyðingaféndur vita, að Gyðingur er Gyðingur, þótt liann láti skíra sig tíu sinnum“ — þetta segja þeir. í byrjun þ. m. gáfu Rússar út nýja tollskipun og settu hæstan toll á þýzkan varning, því Þjóðverjar vildu ekki lækka toll á rússneskum vörum, en það höfðu aðrar þjóðir gert. Nú er svo var komið hækkuðu Þjóðverjar allt í einu tollinn á rússneska varningnum um þriðjung verðs. Rússar gerðu þá allt eins. Þetta er stór- mikill hnekkir fyrir bæði löndin, því ekki er búizt við, að samningar geti komizt á fyr en að sumri. Jafnaðarmenn héldu allsherjarmót í Zurich nú fyrir skömmu. Allir lögleys- ingjar (anarkistar), sem þangað komu, voru þegar reknir á dyr. Þar komu menn úr öllum álfum og voru alls 8000. Jafnaðar- menn halda því fram, að þeim beri arður- urinn sem erfiðar, að öll vinna sé jafn- mikils verð, að rikið eigi að sjá öllum fyrir vinnu og skipta arðinum jafnt á milli allra. Þeir liata þjóðarig, ófrið og styrj- aldir, vilja að mennirnir hætti að bera vopn liver á annan og lifi saman sem bræður. Þetta segja þeir, og þeim fjölgar óðfluga ár frá ári út um allan heim. Henn hæðast að þeim og hræðast þá, og margir eru ekki vonbetri en svo, að þeir segja, eins og konungurinn forðum: „Það lafir meðan eg lifi“. Frakkland. Síamsróstunni er lokið. Síamiugar sáu sér ekki annað fært, en að selja Frökkum sjálfdæmi; urðu þeir að láta af hendi allstóran landsskika, fullar skaða- bætur og 3 miljónir fránka í ofanálag. í dag byrjuðu þingkosningarnar á Frakk- landi. Það lítur út fyrir, að flokkaskip- unin verði svipuð og áður. íhaldsmenn- irnir hafa misst allmörg kjördæmi — þeir eru á heljarþröminni. Boulangistarnir eru dauðir úr öllum æðum. Nr. 43. England. Aðalumræðunum um irsku stjórnarskrána var lokið 27. júlí; allar greinarnar samþykktar; Chamberlain var illur í skapi þá um daginn eins og von var til; hann komst þannig að orði um flokksmenn Gladstones: „Segi Gladstone, að eitthvað sé svart, æpa þeir allir og segja það satt vera, segi hann svo um sama hlut, að hann sé hvítur, taka þeir allir undir, kveða að svo sé. Þeim er sem þeir heyri guðs raust, þegar Gladstone tal- ar. Svo aurekunarleg og gegndarlaus til- beiðsla hefur aldrei átt sér stað síðan á dögum Heródesar". Þá gall við úr öllum áttum: „Júdas, Júdas!“ (Chamberlain var áður fylgismaður Gladstones). Fúkyrðin flugu nú óspart milli flokkanna, og óðar en varði sigu saman fylkingarnar; allur þingheimur barðist — með hnúum og hnef- um. Er svo sagt, að margir hafi farið bláir og blóðugir af þeim fundi. Búizt er við, að 3. umræðu verði lokið innan skamms. Gladstone ætlar ekki að sleppa þeim burt, fyr en stjórnarskráin er fullgerð. Öll önn- ur nauðsynjamál hafa orðið að sitja á hak- anum hennar vegna; ætlar Gladstone því að kalla þingmenn til starfa aptur í haust, en það er ekki vani. Leo XIII. er orðinn fjörgamall, en læt- ur þó jafnan til sín taka, enda er hon- um líkt við þá páfana, sem beztir hafa verið og mestir (t. a. m. Innocentius III.). Hann hefur nú fyrir skemmstu skipað klerkunum á Frakklandi að sætta sig við þjóðveldið, efla það og styðja. Hingað til hafa klerkarnir verið stækir andvígismenn þjóðveldisins. Þetta hefur spillt fyrir þeim og trú þeirra hjá þjóðinni, en anuars ekki haft neinn árangur. Páfinn hagar seglum eptir vindi. Það er og honum að þakka, að katólsku prestarnir á Þýzkalandi hafa nýlega lýst yfir því, að þeir ætli fram- vegis að styðja ýmsar kröfur jafnaðar- mannanna, þær, sem skynsamastar eru. Lútersku prestarnir eru stækir apturhalds- menn og konungssinnar viðast livar í Norðurálfunni, og óvíða munu klerkar jafn frjálslyndir og á íslandi. Charcot í París er nýdáinn. Hann var heimsfrægur fyrir rit sín um taugasjúk- dóma.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.