Þjóðólfur - 15.09.1893, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 15.09.1893, Blaðsíða 4
176 Til athugunar. Hér með er skorað á þá, sem skulda mér fyrir „E>jóðólfu, að borga þessar skuld- ir sem allra fyrst, í síðasta lagi í næst,- komandi haustkauptíð. Borgun verður tek- in gild eigi að eins í peningum, heldur einnig í innskriptum við þessar verzlanir: allar stærri verzianir í Reykjavík, Thom- sens verzlun á Akranesi, Brydes verziun í Borgarnesi. Riis verzlun á Borðeyri, Höepfners yerzlun á Blönduósi, verzlun Claesens eða Gránufélagsins á Sauðárkróki, verzlun Gránufélagsins á Vestdalseyri, verzlun þá, sem hr. Ólafur Árnason veitir forstöðu á Eyrarbakka, og þurfa menn ekki annað en skrifa borgunina inn í reikn- inga mina við verzlanir þessar. Þar sem mönnum er gert jafnhægt fyrir, að borga skuldirnar, er vonandi, að þeir láti nú ekki dragast lengur að greiða þær. Skuldir þær, sem jeg á hjá mönnum í Reykjavík, Kjósar- og G-ullbringusýslu og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, hef jeg afhent herra cand. jur. Eggert Briem í Reykjavík til þess að innheimta þær, ef með þarf, með lögsókn á kostnað skuldunauta. Jeg hef sömuleiðis fengið menn til að innheimta skuldir mínar í öðrum sýslum landsins með lögsókn, ef þær verða ekki greiddar í næstkomandi haustkauptíð. p. t. Rcykjavik 28. ágúst 1893. Þorleifur Jónsson. 367 Kirkjuréttur, 2. útg. aukin og endurbætt, er til sölu á skrifstofu Þjóðólfs. 368 “I MPiano“- verzlun ,5Skandinavien“ verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Iíjöbenkavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðnm, útlendum hljóðfærum Birgðir af Orgel-Harnionium. Er allt selt moð 5°/o afslætti gegn borgun í peningura, eða gegn afborgun. Göraul hljóðfæri t.ekin i skiptum. Verðskrá send ókeypis. Vottorö, Þá er konan mín hafði nokkra hríð þjáðzt af óregluiegri meltingu ásetti eg mér að láta hana reyna „Kína-lífs-elixír“ herra Valdemars Petersen’s í Frederiksliavn. Er hún hafði eytt úr einni flösku tók matar- lystin að aukast, og við brúkun annarar og þriöju flöskunnar fór henni dagbatnandi en jafnskjótt sem hún liætti að neyta þessa ágæta læknisiyfs, jukust veikindin aptur og er eg því sannf'ærður um, að hún má eigi án þess vera nú fyrst um sinn. Þetta get eg vottað með góðri samvizku, og vil því ráða sérhverjum, sem þjáist af samkynja veikindum, að reyna heilbrigðis- bitter þennan. Skipholti í Ytrahrepp, í janúar 1893. J'on Ingimundsson hreppstjóri. Kína-lifs-elixirinn fæst hjá fiestum kaupmönnum á ÍBlandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír eru kaupendur heðnir að líta vel eptir því, að j, - standi á flöskunum í grænu Iakki og eius eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með gla8 í hendi, og firma- nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. Jtl.a'U.QllOtta, skemmtilegasta barna- bók með skrautlegum myndum, fæst með niðursettu verði á skrifstofu Þjóðólfs. 370 Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, eand. theol. FélagspreutsmiOjan. 90 að eg hefði ekki tekið neinn þátt i þessu hryllilega morði“. Grafton vissi ekki, hvað hann átti að ímynda sér. Hann trúði ekki á vofur. Það getur þó varla átt sér stað, hugsaði hann með sjálfum sér, að Ben gamli sjálf- ur hafi framið giæpinn, hafi svo ef til vili orðið hrædd- ur um, að hanu yrði uppvís, skrökvað upp sögunni um vofuua, og vouazt til að verða þannig laus við allan grun raeð því að gera sjálfur morðið uppvíst. En þá kom Grafton í hug, hversu Ben var alþekktur að ráðvendni. góðmennsku og vandaðri hegðun, og allur grunur gegn honum hvarf í sömu svipan. Samt, var hann engan veginn sannfærður um, að Smith væri sek- ur, þótt allmiklar líkur væru óneitanlega fyrir því. Heimamenn Fischers voru krafðir til sagna og báru þeir, að húsbóndi þeirra hefði opt talað um að ferðast til Englands til að heimsækja vini sína, og ætti þá Smith að hafa umsjón yfir eignum hans á meðan. Enn- íremur sögðu þeir, að þá hefði að vísu furðað á því, þegar Smith hefði komið og sagt, að Fiscker væri far- inn, en þeim hefði þó ails ekki fundizt það óeðliiegt. Smith var þvínæst ákærður fyrir að hafa framið morð af ásettu ráði. Var hann þá fluttur til Sidney, því að þar átti málið að dæmast af hinum æzta dóm- stól. Sem nærri má geta vakti mal þetta mikla eptir- 91 tekt í nýlendunni. Sumir hugðu, að Smith væri sekur, sumir ekki, og um það var þráttað fram og aptur. Dórasúrskurðardagurinn var kominn og réttarsalurinn var troðfullur af áheyrendum. Hinn lögskipaði málfærslu- maður tók það fram með réttu, að þessu máli væri svo varið, að það væri alveg sérstakt í sinni röð og ólíkt öllum öðrum málum, er dómstóll þessi hefði nokkru sinni haft til meðferðar. Hin einu vitni voru Ben gamli og Grafton. Smith varði sig með mestu lipurð og gætni og lagði ýmsar flækjuspurningar fyrir vitnin aptur og aptur. Þegar yfirheyrslunui var lokið sneri hann sér til kviðdóm- aranna1, sem allir voru hermeun, og hélt langa og snjalla varnarræðu. Hann játaði, að margt væri sér andhverft í máli þessu, en honum tókst snilldarlega að snúa því svo við, að það virtist ekki geta orðið honum til áfellis. Hann fullyrti, að Fischer sjálfur hefði ritað heimildina, sem hann lagði fram og að hann hefði ritað nafn sitt undir hana, og hann stefndi ýmsum vitnum, sem sóru, að undirskriptin væri með eiginhendi hins látna, að því er þeim virtist. Ennfremur lagði hann fram arfleiðsluskrá, *) Kviðdómarar eru nefndir eiðfestir menn, sem kjörnir eru til að kveða upp sakfellingar- eða sýknudóm, og eru þeir optast í líkri stöðu og hinn ákærði. Hafi kviðdðmurinn dæmt einhvern „sekan“, ákveður hinn fasti dómari hegningarháttinn, því að það gerir kvið- dómurinn aldrei.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.