Þjóðólfur - 22.09.1893, Qupperneq 3
179
nágronnum sínum þegar við lá, án Jiesa að vilja
taka neitt fyrir störf síu. Fráfall haDS hefur gert
stðrt skarð í hðp bænda vorra, sem trauðla fyllist
svo fljótt. Það hefur jivi vakið mikinn söknuð,
öllum sem pekktu hann, sérílagi meðal nágranna
hanB og viua, sem ávallt muuu geyma minningu
hans í hlýju og viðkvæmu hjarta“. (P. P.)
JSýtt sprengiefni hefur nýlega verið fund-
ið upp af þýzkum verkvélameistara í Westfalí,
Dahmen að nafni, og er kallað „dahmenit11 eptir
honum. Hefur það verið reynt í návist allmargra
manna, er skyn bera á slíkt, og hefur það komið
í ljðs við þessar tilraunir, að sprengiefni þetta er
engu aflminna en „dynamit11, en kvað hins vegar
taka því fram að því leyti, að það er alveg hættu-
laust meðferðar.
------------
Fyrirspurnir og svör.
1. Á prestur innleiðslukaup f'yrir þá konu, sem
hann ekki minnist á stólnum, þá hún kemur í
kirkju í fyrsta sinn eptir barusburð?
Svar: Nei.
2. Eg er húsmaður og hef fengið leyii hjá jarðar-
eiganda, að hafa full umráð yfir húsum og heygarði.
Hef eg þá ekki fulla heimild til að banna öðrum
að hafa nokkur afnot af húsum þeim, er eg bý í
og heygarði?
Svar: Jú.
3. Hefur ekki skepnueigandi ábyrgð á því, að
skepnur hans geri ekki öðruin skaða?
Svar: Jú.
Læknis-yíirlýsing.
Sonur minn, Sigurður Óskar, fæddist
21. apríl 1892, hraustur og heilbrigður að
ölíu leyti, en hálfsmánaðar gamall veiktist
hann af „influenza“ (la grippe), er eink-
um lagðist þungt á meltingarfærin og
varð upp úr því magaveiki (catarrhus
gastricus gastroatasie). í 3 mánuði reyndi
jeg öll þau „homöopatisku“ lyf, er eg hugði
að hjálpað gætu, en það kom fyrir ekki.
Eg sneri mér þá til „allopatha“ og fékk
hjá þeirn bæði meðaiaávísanir og meðul í
9 mánuði; en þessar tilraunir þeirra til
að lækna son minn heppnuðust þeim ekki
fremur en mér. Þrátt fyrir alla þessa
meðalabrúkun, ákveðið matarhæfi o. fl.,
hnignaði drengnum jafnan meir og meir.
Magaveiki hans var orðiu að búkhlaupi
(catarrhus intestinalis, inheritis catarrhaiis).
En þá tók eg að láta son minu brúka
Kína-lífs-élixír V. Petersens, sem eg þegar
áður hef mælt með. Hefur nú verið eytt
úr 2 flöskum af bitter þessum (x/4 úr mat-
skeið þrisvar sinnum á dag í kaffldropa),
og mér er sönn ánægja að votta, að hið
veika barn mitt er orðið alheilbrigt. Vil
eg því ráða öllum, sem eiga börn, er þjást
af magaveiki eða tæringu, að reyna bitter
i þennan, áður en farið er að nota önnur lyf.
í sambandi við þetta skal eg leyfa
mér að geta þess, að hinn fyrgreindi Kína-
lífs-elixír hr. Petersens hefur læknað 5
menn, er þjáðust svo mikið af sjósótt, að
þeir þoldu ekki að vera á sjó. Eg réð
þeim þá, að taka inn 5—9 matskeiðar af
bitter þessum daglega, áður ert þeir létu
f'rá Iandi og er þeir væru komnir á sjó
út. Nú eru þessir menn öidungis lausir
við sjósótt (nausea marina). Þér, sem þjá-
ist af sjósótt, skuluð því reyna bitter
þennan!
Að lokum skal þess getið, að eg hef
keypt þennan Kína-lífs-elixír hjá hr. kaupm.
M. S. Blöndal í Hafnarfirði. En varið
yður á eptirlíkingunum, laudar minir!
Sjónarhól 18. júní 1893.
L. Pálsson,
læknir.
Kíua-lífs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum
á íslandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír eru kaupendur beðnir að líta vel
y p
eptir því, að j, ' standi á flöskunum í grænu lakki
og eina eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas i hendi, og firma
nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Damnark.
RailÖllOttíl, skemmtilegasta barna-
bók með skrautlegum myudum, fæst með niðursettu
verði á skrifstofu ÞjóðólfB. 373
96
samt. sem áður gat hún alls ekki farið að hátta og
sofa.
Fjórðung stundar var allt kyrt og hljótt, en þá
var einnig barið aptur að dyrum, enn ákafar en fyr.
Gekk hún þá sjálf til dyra, því að hana grunaði,
að sami maðurinn væri kominn aptur, og það var.
„Æ!“ kveinaði hann, læknirinn vill ekki koma, og
konan mín deyr. Sjáið aumur á mér, háttvirta frú!
eg á 9 börn. Hjálpið mér í guðs bænum! Að eins hér
hefur fátæklingurinn athvarf“.
Eins og glóandi ör þrengdu orð þe9sa fátæklings sér
inn í sálu konunnar. Hún fór og gekk aptur inn í
svefuherbergi rnanns síns. „Heim!“ mælti hún, og
lagði höndina á olnboga hans.
Hann hrökk upp og kallaði: „Hvað gengur á?“
Hún sagði honum þá frá öilu.
„Það er sjálfsagt einhver hégóminn, sem eg skipti
mér ekkert af“, mælti Heim önugur. Seg mannin-
um að leita anuars. Eg vil vera í næði. Parðu!“
Hann sneri sér víð í rúminu, og lá svo grafkyr.
Konan hlaut þvi að láta aumiugja manninn fara burtu
erindisleysu, þótt henni félli það mjög þungt.
Hjarta kvennmannsins kemst meir við af bágind-
um skyldrar veru, heldur en hjarta karlmannsins, sem
er harðara og tilflnningarminna. Hún settist í legubekkinn
93
hengingar næsta mánudag, en það var miðvikudags-
kveld, sem dómurinn var upp kveðinn. Á sunnudaginn
beiddist Smith prestsfundar, og þá játaði hann, að hann
einn og enginn annar hefði framið morðið einmitt á
þeim stað, sem Ben hafði svarið, að hann hefði séð
svip Fischers sitja. Sömuleiðis Iýsti hann yfir því, að
heimildin væri fölsuð en arfleiðsluskráin ekki. Hann
var hengdur daginn eplir.
Samvizkusamur læknir.
Hinn nafnfrægi læknir Ernst Ludvig Heim, leyndar-
ráð í Berlín (f 1834), var bæði orðlagður fyrir framúr-
skarandi dugnað í embætti sínu og hjálpsemi við bág-
stadda, því að þegar hann var í blóma lífs síns veitti
hann árlega 3—4000 fátækum sjúklingum læknishjálp
alveg bheypis, enda þótt hann hefði afarmiklum önnum
að gegna sem líflæknir margra konungborinna manna.
Smásaga sú um hann, er hér fer á eptir, lýsir gerla
samvizkusemi hans.