Þjóðólfur - 17.11.1893, Síða 1

Þjóðólfur - 17.11.1893, Síða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4Jkr Erlendls 5 kr. — Borglst fyrtr 15. jfllf, Uppsögn, bnndln við áramót, ðgild noma komi til útgef- anda fyrir 1. oktöber. ÞJÓÐÓLFUR XLY. árg. Reykjayík, fostudaginn 17. nóvcmber 1893. Um altarisbríkina miklu frá Skálholti. í 2. árg. „Sunnanfara11 12. blaði (júní- nr. þ. á.), er ritgerð eptir séra Magnús Helgason á Torfastöðum um legsteina forna í Skálholti, og minnist hann þar meðal annars á altarisbríkina miklu, er verið hafi í Skálholti. Segir hann, að það sé sagt um afdrif hennar, að hún liafi verið flutt frá Skálholti niður á Eyrarbakka og skyldi þaðan flytja hana á skipi til nýju dóm- kirkjunnar í Reykjavík, en hún hafi svo legið á Eyrarbakka í hirðuleysi, og verið jafnvel liöfð til að leggja á krof og slát- ur um liaustið og sparkast þar öll í sund- ur að lyktum. Kveðst hann ekki vita um sönnur á þessari sögu, og óskar eptir, að einhver gæti með sannindum sagt eitthvað frekar um forlög bríkarinnar. Þá er vér lásum þetta, kom oss til hugar, að grennsl- ast eitthvað nánar eptír þessu, til þess að vita, hvort sögn þessi væri á rökum byggð, og vildi þá svo vel til, að vér litlu síðar fundum í skjalasafni stiptamtsins þrjú bréf, er varpa nokkru ljósi á þetta mál. Fyrsta bréfið er dagsett 31. marz 1817 stýlað til stiptamtmanns og biskups og undirritað af 8 mönnum, er þá voru í hinni svonefndu „konunglegu dönsku fornmenjanefnd“, og voru þar á meðal: Finnur Magnússon, Börge Thorlacius, Nyerup og Werlauff. Af þessu bréfi þeirra sést, að sögn sú, er áður er getið, er fyllilega sönn. Altaris- tafla þessi, var kölluð „bríkin mikla“ og „Ögmundarbrík“ og hefur liún verið svo nefnd, eptir að henni var borgið úr eldin- um, þá er kirkjan brann á dögum Ögmund- ar biskups (1526) sbr. Kirkjusögu Finns biskups II. 527, þar sem hún er nefnd „ingens, deaurata et pretiosa tabula“ (þ. e. „ákaflega stór, gyllt dýrindis tafla). Henn- ar er og getið í ferðasögu Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar n. 1032, en ekki lýst þar frekar. Þá er biskupsstóll- inn í Skálholti lagðist niður við lát Hann- esar biskups 1796, og Reykjavíkurkirkja varð dómkirkja, átti að flytja „bríkina miklu“ frá Skálholti þangað, en hún komst ekki lengra en á Eyrarbakka, hvernig sem á því hefur staðið, og þar lá hún í vöru- geymsluhúsi meir en 20 ár, eptir því sem skýrt er frá í hinu fyrnefnda bréfi forn- menjanefndarinnar 31. marz 1817. Segj- ast nefndarmenn hafa heyrt sagt, að á Eyrarbakka sé mjög illa hirt um hana og sé ætlun manna, að hún hafi skemmzt; skora þeir á stiptamtmann og biskup, að grennslast eptir, hvernig um hana fari, og láta svo í ljósi álit sitt um, hvort þessi forngripur muniekki getaenn verið Reykja- víkurdómkirkju til prýðis og hvort ekki megi flytja bríkina þangað frá Eyrarbakka, en að öðrum kosti óska þeir, að húu verði send til Hafnar til að setjast þar á forn- gripasafn; ennfremur biðja þeir þá, að skýra sér frá, hvort hinar úthöggnu myndir á henni séu skemmdar að öðru en gyllingu og lit. En þá er hér var komið, var þessi dýrindis altaristafla orðin svo skemmd, að Reykjavíkurdómkirkja gat ekki notað liana og hefur þá stiptamtið með bréfi 3. ágúst 1819 boðið prófastinum í Árnesþingi séra Jakob Árnasyni í Gaulverjabæ, að sjá um sendingu liennar til Hafnar og það gerði hann; tók hann hana úr vörugeymsluhús- inu, og voru þá flestar hinar úthöggnu myndir, 9 alls, mjög brotnar og smáflísar úr þeim hingað og þangað; setti hann það allt í tvo kassa, og sendi fornmenjanefnd- inni, en geymdi hjá sér fáein fúin brot af hulstrinu, er honum virtist þýðingarlaust að senda. Flutti Niels Lambertsen kaup- maður hana til Hafnar sumarið 1819. Frá þessu hefur séra Jakob skýrt sjálfur, í bréfi til stiptamtsins 24. ágúst 1819 og er það í stiptsskjalasafninu, en síðasta bréfið, er þetta snertir, er frá fornmeujanefndinni til stiptamtmanns og biskups, dagsett 8. maí 1820. Eru nefndarmennirnir mjög ó- ánægðir yfir sendingunni, og segja, að mynd- irnar séu svo stórskemmdar og gegnsósa af saltlög og öðrum raka, að ekki að eins gyllingin og málningin sé alveg horfin af þeim flestum, heldur sé ekki unnt að sjá, hvernig þær hafi verið í lögun upphaflega og yfirhöfuð sé ekkert af bríkinni þess vert, að það sé haft til sýnis meðal ann- ara markverðra fornmenja þar á safninu. Segja þeir að lokum, að þeir 8 dalir, sem Lambertsen hafi samið um að fá fyrir flutn- inginn, geti talizt sem varpað í sjóinn, en Nr. 54. þakka þó stiptamtmanni og biskupi fyrir greiðar undirtektir og góðan vilja. Frekar en þetta kunnum vér ekki að segja um forlög „bríkarinnar miklu“, enda má segja, að saga hennar sé á enda sögð. En ekki er ólíklegt, að einhverjir hlutar hennar séu nú geymdir á forngripasafni í Höfn, því að varla mun þeim hafa brennt verið, þótt litils virði þættu. Þar sem getið er um í síðasta bréfinu 8. maí 1820, að taflan hafi verið „gegnsósa af saltlög“ sannar einmitt, að liún hafi verið notuð til að hengja á krof og slátur, eins og sagt er í „Sunnanfara“. En óvenjulegur skrælingjaskapur má það kallast, að spilla slíkum ágætisgrip svona hroðalega, og mjög undarlegt, að engum skyldi hugsast að forða henni í tíma undan algerðum skemmdum. En það var ekki mikið hugs- að um slíkt á þeim tímum hér á landi, og forlög þessarar ævagömlu altaristöflu úr Skálholtskirkju munu ekki ósvipuð for- lögum annara dýrmætra fornmenja, er geymzt höfðu óskemmdar um margar aldir hér á landi, jafnvel allt fram á þessa öld, en eru nú hvergi að finna. Hvað orðið hafi af myndunum, er voru í Skálholtsdómkirkju, þá er hún var rifin, getum vér ekki sagt neitt um, en ekki er ólíklegt, að einhverjar þeirra kynnu að hafa komizt í vörzlu þeirra hjóna Steingríms biskups og frú Yalgerðar. Stéttasýki og embættasótt. Þegar um einkenni hinnar íslenzku þjóð- ar nú á dögum er að ræða, þá er sannarlega eigi um auðugan garð að gresja. Fyrrum hafði þjóðin sín einkenni, að því er lifnaðar- háttu og búning snerti. En nú eru þau að mestu horfin, og nálega hin einu ein- kenni, sem nú er um að ræða, eru: stétta- sýkin og embœttasóttin, sem gersamlega er búin að spenna þjóðina heljartökum, heilla hana og trylla. Það gildir ekkert í þessu máli, hvort hann blæs á sunnan eða norðan fyrirþjóð vorri; hvort það er harðæri í vestursýsl- unum en ár gott fyrir austan, eða hið gagnstæða, hvort einn maður í héraði heit-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.