Þjóðólfur - 17.11.1893, Side 2
214
ir á Strandakirkju, eða allir o. s. frv. og
hversu sem lífskjör eru ójöfn manna á
meðal, þá gengur þessi sótt jafnt yfir, öld-
ungis hreint; hún er orðin svo hagspök
og búin að ná svo óumræðilega góðri kyn-
festu á hverri einustu hundaþúfu í land-
inu,
Og þó þessi hugsun í fljótu bragði
virðist fremur meinlaus, þá er því þó í
reyndinni engan veginn þannig varið. Það
liggur í hlutarins eðli, að hjá öilum þorra
manna getur þessi þrá aldrei orðið nema
óþroskað vonarfóstur, sem aldrei kemst
lengra en í burðarliðinn, og varla svo
langt, sem rekur á flótta allan góðan á-
setning og þarflega framkvæmd, eykur
hlutaðeigendum óánægju með lífskjör sín,
og öfund til þeirra, er betur gengur.
Ekki svo að skilja, að þessi ósköp séu
börnunum meðsköpuð beinlínis. Það eru
foreldrar barnanna og hinir fullvöxnu, sem
afla henni — þessari sýki, þroska og fram-
fara. Hver sem efast um slíkt, hann ætti
að veita gömlum húsfreyjum eptirtekt,
þegar þær eru að búa dætur sínar tíl
suðurgöugu — Reykjavíkurferðar, til þess
að menntast. Gömiu konunum er full-ljóst,
hvað þær eru að gera, að þetta er fyrsta
sporið áleiðis til prestskonustólsins —
innsta sætisins í kirkjunni, sem allar kon-
ur sveitarinnar mæna til löngu öfundar-
hornauga. En auðvitað mál er það, að
þessi kenning rennur öllum heimasætum
ofur auðveldlega í brjóst, það þarf eigi
að gefa þeim nema ofur einfaldar mein-
ingar, þá skilja þær undir eins, og þegar
einu sinni er búið að vekja hugsunina, þá
sofnar hún eigi svo fljótt, þar sem æsku-
fjörið og upphefðarlöngunin róa undir í
líf og blóð.
En að koma þeirri skoðun inn í heila
manna, að öll réttindi, sem bundin eru
við stöðu og stétt, sé eiginlega einkaleyfi,
sem einstaklingunum eru veitt, til þess
þeir geti átt góða daga á kostnað fjöld-
ans — það er allt erfiðara viðfangs.
En án þess, að mér detti i hug, að
fara lengra út í svo flókin atriði, þá leyn-
ir það sér eigi, að hér er um töluvert al-
variegt mái að ræða. Meðan allur þorri
smalastráka í landinu lifir í sífelldum
embætta-loptköstulum, og í þeirri trú, að
þeir séu skapaðir til þess, að komast í
„kjólinn“, fá beztu bújörðina í sveitinni
og fallegustu stúlkuna í héraðinu, meðan
eldabuskan og fjósastúlkanj eru án afláts
dreymandi um „madömukjól“ og „prests-
konusæti“, á meðan er hætt við, að ærnar
sleppi, grauturinn verði sangur, og kúa-
hirðingin fari í ólagi, og það sem verra
er, að þetta fólk taki sér ekkert þarflegt
fyrir hendur, stefni að engu takmarki og
verði sjálfu sér og mannlegu félagi verra
en ónýtt í lífinu.
Ekki er svo að skilja, að það sé vítavert,
að komast til mannvirðinga, ogvíster um
það, að hver og einn má búast við, að
Iiggja eins og hann hefur um sig búið.
En það er eigi öll sæla í því fólgin að
ganga á kjól með embættisstimpil á brjóst-
inu. Og að minnsta kosti verða þó þeir
„frímerktu“ að vera í minni hluta. Þeir
menn, sem þessa sýki hafa, og hyggja
það langtum göfugra, að verða t. d. prest-
ur en bóndi, ættu að minnast orða meist-
ara Jóns: „Presturinn á stólnum er eigi guði
þóknanlegri en bóndinn á akrinum, nær
sem báðir framganga á hans vegum“.
„Yesalings land, sem hefur svo marga
embættismenn“, sagði Nansen, er liaun
kom til Reykjavíkur á Grænlandsför sinni.
Það er eigi embættismannafæðin, sem veld-
ur því, að íslendingar dragast alltaf meir
og meir aptur úr frændþjóðum sínum,
heldur eitthvað annað.
Guðmundur Friðjónsson.
Landsyfiréttardómur í agenta-mál-
unum. Mál þau, er þeir herrar Baldvin
L. Baldwinson og Sigurður Christophers-
son Kanadastjórnaragentar höfðuðu sinn í
hvoru lagi út af sama sakarefninu gegn
ritstjóra þessa blaðs, voru dæmd í lands-
yfirrétti 13. þ. m. Hafði undirréttardóm-
arinn (Halldór bæjarfógeti Daníelsson)
smellt á oss 20 kr. sektum og 15 kr.
málskostnaði í hvoru málinu fyrir sig,
en slíkum málalokum gátum vér ekki unað
og áfrýjuðum báðum málunum til lands-
yfirréttarins, er nú ónýtti algerlega þenn-
an undirréttardóm og komst að þeirri nið-
urstöðu, að hin átöldu ummæli, er agent-
arnir höfðuðu málin út af, væru alls ekki
saknæm, og féll því dómurinn þannig, að
vér vorum algerlega sýknaðir og að máls-
kostnaður skyldi niður falla.
Heimvísun. Meiðyrðamál það, er Júlíus
Havsteen amtmaður hafði höfðað gegn
Skapta Jósepssyni ritstjóra „Austra“, var
dæmt í landsyfirréttinum 13. þ. m., og því
vísað heim aptur, sakir ólöglegrar með-
ferðar í héraði, þar eð hinum stefnda
(Skapta ritstj.) hafði verið neitað um frest
í því, er það var tekið upp aptur.
Frá amtmanninum í suður- og vestur-
amtinu hefur oss borizt eptirfylgjandi grein,
er vér fúslega birtum í blaðinu athuga-
semdalaust að þessu sinni. Hún hljóðar
svo:
Herra ritstjóri! í blaði yðar „Þjóðólfi11, sem út
kom 10. þ. m. (nr. 53, XLY. árg.), er á annari blað-
bíöu greinarkorn með fyrirsögninni: „Málssókn".
Þér skýrið frá því, að mér hafi þóknazt að láta
höfða mál gegn yður fyrir hönd bæjarfógetans í
Keykjavík, að sögn (hverra?) eptir tilmælum hans.
Þetta er rétt, ef það að eins verður skilið á þann
hátt, að eg hafi lagt fyrir bæjarfógetann í Keykja-
vík, að hreinsa sig með dómi af áburði þeim, sem
grein ein i 51. tölubl. „Þjóðólfs“ þ. á., með fyrir-
sögninni „Óaldarbragur11, inniheldur um hann. Sið-
an hafið þér i þessum Litla greinarstúf yðar upp-
kveðið dóm í þessu yðar eigin máli (sbr. orðin:
„Mun ílestum.........á Bilfrið").
Meðan meiðyrðamálið gegn yður eigi er komið
lengra á veg, skal eg ekki fara neitt frekara út í
þennan dóm. Eigi langar mig til þess, að þér fáið
þyngri dóm, en þér eigið skilið.
Að lokum segið þér það berlega, að landshöfð-
ingi hafi haft afskipti af máli þessu, til þess að
koma málshöfðuninni í gang, og að amtmaðurinn
(eg) hefði ekki upp á sitt eindæmi farið að skipta
Bér af því. Þetta er svo rangt, sem mest má
verða. Eg get fullvissað yður um það, að lands-
höfðingi hafði engin afskipti af málinu, og — eg
held helzt — enga vitneskju um það, fyr en eg
tjáði honum það skriflega, að eg væri búinu að
leggja fyrir bæjarfógetann að höfða málið, og jafn-
framt beiddíst þoss fyrir hönd bæjarfógeta, að hon-
um væri veitt gjafsókn og málflutningsmanns-
aðstoð.
Þessa leiðréttingu óska eg, herra ritstjóri, að
þér setjið i næsta blað yðar.
Keykjavík 11. nóvbr. 1893.
Kristján Jónsson.
ísafold spýtir mórauðu í síðasta blaði
út af bréfi úr Rangárvallasýslu, er Þjóðólfurfiutti.
Hún fárast yfir því með fautaleguin fúkyrðum, sem
henni eru svo töm, að Þjóðólfur sé „að slást upp
á hana“(!), að þetta eigi að vera bréf, en sé það í
rauninni ekki. Hún þykist nfl. ekki geta skilið í
því, að nokkur maður austur i Rangárvallasýslu
hafi skrifað svona óvirðulega um hana, sjálfa fyrir-
myndina, og skjólstæðinga hennar, og gefur í skyn,
að bréf þetta muni samið af ritstj, Þjóðólfs. Já,
nauða-misvitur gerist nú ritstj. ísafoldar, þessi per-
sóna, sem stundum ætlar að rifna af vísdómsvindi.
Höfundur bréfsins er alkunnur sómamaður í Rang-
árvallasýslu, maður, sem inun fyililega þora að láta
nafns síns getið og standa við allt það, er hann
segir í bréfinu að því er ísafold snertir og þótt
meira væri, þvi að af óviðurkvæmilegri hlífð við
það málgagn slepptum vér nokkrum svæsnustu setn-
ingunum úr bréfinu, sem ekki skyldi verið hafa,
þá er ritstj. ísafoldar brást svona illa við. Hann
hefði átt að fá það í heilu lagi. En hveruig í
ósökpunum gat liann ætlazt til þeBS, að vér styngj-
um bréfinu algerlega uudir stól? Isafold hefur
flutt ofmargar nafnlausar óþverragreínar um oss
persónulega til þess, að hún gæti vænzt eptir, að
vér aldrei launuðum lienni það í sama rnæli, og er þó
ólíku sainan að jafna. í samræmi við ísafoldarló-