Þjóðólfur - 17.11.1893, Side 3

Þjóðólfur - 17.11.1893, Side 3
215 gíkina er langbezt að álykta bvo, að ritstj. sjálfur hafi samið allar huldumaunagreinirnar, er málgagn hans hefur fiutt um oss og mun þvi réttast að gjalda líku líkt og snúa sjer beinlínis að honum einum, ef eitthvað þesskonar birtist eptirleiðis. Það er brotaminnst. Jafnvel þótt ísafold hafi opt og einatt beitt ösæmilegum vopnum í deilu sinni við Þjððólf, og eigi þvi litla vægð skilið af hans hálfu, hefur hann þð hingaðtil sneitt hjá að typta hana að verðleikum, og mun trauðla gera það fyr en í nauðirnar rekur, ekki fyr en hún hefur svo bitið höfuðið af allri skömm með framkomu sinni gagn- vart honum, að hún alls enga hlífð verðskuldar framar. Vér munum því að þessu sinni leiða hjá oss brigslyrði fsafoldar að mestu. Það er engin ný böla, að hún „taki upp í sig“ heldur sóðalega, þá er eitthvaö er blásið á tíruna hennar, sem um tíma var allra myndarlegasta kóngaljós, er logaði tvisvar í hverri viku allt árið um kring, en er nú orðið örlítið, dauðadoppulegt villiljós, er logar mjög dauft í vetrarkuldanum. Það situr að minnsta kosti illa á ísafold, einmitt þá er hún er að kypra sig saman og henni liggur við að krókna í Bultar- kengnum að hita sér þá á þvi að berja saman huef- unum framan í Þjððólf bvo ógnarlega borginmann- lega, alveg eins og hann sé kominn á heljarþröm- ina en hún muni lifa til eilifðar Það er meira að segja furðu mikil óskammfeilni, eiumitt um það skeið, sem hún sjálf er að iækka segliu og kaup- endurnir að sópast utan af henni sem hreistur af ýsu, að því er mælt er, enda þorir Þjóðólfur ó- Bmeikur að bjóða ísafold byrgin, að þvi er snertir tölu nýrra kaupenda á næstliðnum tveim árum. Að minnsta kosti mun ísafold á niðurgöngu sinni aldrei hlotnast sú ánægja að standa yfir höfuðsvörð- um Þjóðólfs, hversu heitt sem hún biður þess og hverja dýrlinga sína, sem hún ákallar, hvort held- ur Homo eða Hrein í For, Vagn eða Vanka-Jón, Glám eða Grím hinn góða, Idem eða Álf í Strympu. Fágætur morðingi. í Porto Alegre í Brasilíu er nýdáinn morðingi nokkur Jósep Ramos að nafni, sem eflaust hefur ekki átt marga sína líka. Hann hafði setið 30 ár í betruuarhúsinu og verið dæmdur til æfilangrar þrælkunar, af því að hann hafði búið til pylsur, sem voru fylltar manna- kjöti. Hafði hann alls myrt 16 menn, á þann hátt, að hann lokkaði þá inni i sölubúð sína, slátraði þeim þar, og bjó svo til pylsurúr kjötinu. Kænskubragð. Maður nokkur kom með tvö börn inn á veitingahús og bað um þrjá málsverði, og er þau öll höfðu snætt, og börnin vildu gjarn- an fá meira, bað hann aptur um aðra þrjá, tvo handa sér og einn handa börnunum og auk þess tvær flöskur af öli handa sjálfum sér, og er hann hafði etið og drukkið sagði hann við börnin: „Sitj- ið hérna róleg stundarkorn, eg ætla að sækja handa mér vindil og kem undir eins aptur“. Svo leið og beið og hann kom ekki. Þá er liðin var hálf klukkustund Bagði veitingamaðurinn við börnin: „Er ykkur ekki farið að leiðast eptir eonum pabba ykkar, honum ætlar að dveljast11. „Hann er ekki pabbi okkar“ sögðu þau. „Við vorum að leika okk- ur hér úti fyrir, og þá kom þessi maður til okkar og spurði, hvort við værum svöng og vildurn fá að boröa, og játuðum við því, og svo bauð hann okkur hérna inn.“ Veitingamanninum varð heldur hverft við þetta, en varð að hafa þetta svo búið, því að bragðarefurinn lét auðvitað ekki sjá sig apt- ur í veitingahúsinu. Frúin: „Eg heyrði af hendingu, að vinir þínir kölluðu þig Sókrates. Ertu álitinn svona lærður? Prófessorinn: „Hum! Nei, eg held að það hali fremur verið vegna þín, að þeir hafa kallað mig þessu nafni“. Fyrirspurnir og svör. 1. Eg hef fyrir 7 árum selt manni reiðhest, 6 vetra, ágætis hest að allra dómi, sem til hans þekktu, fyrir 100 kr. og gaf kaupandi mér handskript upp á, að hestverðið (eitt liundrafr krónur) skyidi verða greiddar innan árs og dags. Eyrir óskynsamlega meðferð kaupanda lifði hesturinn ekki nema 1 ár. Nú er eg búinn að bíða eptir hestverðinu i þessi 7 ár, án þess að guðsmaðurinn hafi minnzt á það. Er mér nú ekki loyfilegt að fara fram á, að mað- ur þessi, sem er prestur, greiði mér hestverðið með rentum og renturentum? Svar: Hestverðið er presturinn skyldur að borga, en ekki rentur og renturentur af peningunum, nema svo hafi verið um samið. 2. Hvað á eg að gera við Btóð, sem gengur á túni mínu og engjum mínum, hvernig sem eg rek. Get eg ekki heimtað beitartoll eða skaðabætur fyrir það tjón, sem það gerir mér? Svar: Jú. 3. Er það rétt af presti, þegar hann húsvitjar, að koma ekki við á surnum bæjum sóknarinnar, einkum ef þar skyldi vera barn eða börn fyrir inn- an fermiug, en fara þó okki um sóknina nema einu sinni i þeim erindagerðuin ? 120 með þolinmæði Jolmsens. Hann tutlaði í alla vasa sína og hvar annarsstaðar, sem honum gat til hugar komið, að eitthvað veðhæft feldist, en ekkert varð það fyrir fingrum hans, sem hann þyrði að bjóða bóndanum. Loks kom hann auga á kápuna sína, sem hann hafði lagt af sér, meðan haun var inni. „Takið þér kápuna míua, hún er þó að minusta kosti 60 kr. virði“, hrópaði Johnsen glaðari en frá verði skýrt. Jú. Kápuna gat bóndinn gert sig ánægðan með. Og svo reið Johnsen kápulaus, en fyigdarmaðurinn var í kápu. Ekki léttu þeir ferðinni fyr en kl. 10 um kveld- ið, þá voru þeir komnir til Langafjarðar. Johnsen hélt, að nú væri öllum þrautum lokið íyrir sér, því hann væri kominn til bróðurhúsa. Hann fann ekki til þess þá, að hann var orðinn koidvotur af rigningunni, sem þeir höfðu feugið 2 seinustu tímaua. „Jæja, þá erum við þá loksins komnir til Djúpa- fjarðar “, sagði Johnsen. „Til Djúpafjarðar", tók fylgdarmaðurinn upp eptir honum, og teygði atkvæðið „Djúp“ svo mikið, að John- sen fannst það fulllöng póstleið. „Við erum kornnir til Laugafjarðar“. „Til Langaíjarðar“ („Lang“ varð svo mikið í munn- iaum á honum, að konum lá við köfnun). „Það keld eg, 117 arnir sjá, jafnvel i tóbaksreykuum. Allt í einu tók hann viðbragð, og spratt upp. Þá hafði honum fyrst dottið í hug, að hann var á ferð, og vissi ekki, hversu langt hann átti enn ófarið af veginum. Hann spurði bóndann því, hvað býli hans héti. Bóndinn varð alveg hissa. Hann gat engan vegiun fengið það inn í sitt ferkantaða höfuð, að nokkur sá „græningi“ væri til í Gufulág, sem ekki þekkti Ströud — þannig hét óðalsjörð hans. „Þér eruð á Strönd“, svaraði hann, og var ekki laust við, að hann hnyklaði dálítið brýrnar. „Á Strönd! hver andsk.......! Er eg þá kominn að Strönd?“krópaði Johnsen, og stökk upp. Það lá við, að þetta riði þolinmæði „Strandaringsins11 að fullu. Strönd hafði verið arfgeng eign langfeðga hans og forfeðra, frá því einhverntíma eptir Nóaflóðið. Hann var því „stoltur“af þessari eign sinni, sem hann áleit öllum skylt að skoða sem eins konar merkisstað, eða jafnvel helgistað; sjálfur áleit hann hana nokkurs konar Jerúsalem, Bóm eða Mekka, enda voru tíðar pílagrímsferðir að Strönd, einkum frá Grufulág. Aldrei fóru Q-ufulágarbúar um veginn, sem liggur þar nærri, svo að þeir kæmi þar ekki; þar íengú þeir svöluu sál- um sínum í bjórum og breunivíni o. fl., sem þar mátti geyma — þótt ekki mætti selja það þar —. Bónda-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.