Þjóðólfur - 17.11.1893, Síða 4

Þjóðólfur - 17.11.1893, Síða 4
212 yýprentaC: Búnaðarrit Svar: Það verðnr að skoðast sem vanræksla í embættisfærslu prestsins, ef hann ekki húsvitjar að minnsta kosti einu sinni á ári á þeim bæjum, þar sem börn innan fermingar eiga heima, og komi það opt fyrir, er rétt að kæra það fyrir biskupi. 4. Kirkja er tekin úr mjðjum hrepp og flutt á annan sveitarenda, þvert á móti vilja næstnm helm- ings sveitarmanna; svo er hin nýja kirkja vigð," fyrir utan vitnnd þess hluta sóknarinnar, sem mælti mðti flutningnum. Yar það ekki skylda prestsins, að tilkynna það ailri sókninni, þar eð enginn hef- ur sagt sig úr kirkjufélaginu, og allir gjalda hon- um lögboðin gjöld? Svar: Engin bein skylda hvílir á prestinum að tilkynna sóknarfólkinu kirkjuvígslu, enda munu slík- ar athafnir sjaldnast fara fram í laumi, og sóknar- menn optast fá vitneskju um það nokkru áður, en sé bvo ekki, þá er óneitanlega viðkunnanlegra af prestinum að tilkynna það. 6. Er það nokkur skylda, að eiga að borga sveitarútsvör i reikning eptir því, Bem kaupmenn þá vilja taka vöru gjaldauda, sem ekki má vera annað on blautfiskur eða harður málfiskur, sem ekki fara eptir taxta? Svar: Séu engir samningar um það millum kaupmanns og hlutaðeigandi sveitarnefndar, að sveitarútsvör séu goldin i reikning með einhverjura vissnm vörutegundum, þá getur kaupmaður ekki kraflzt þeirra í þetta gjald, fremur en annarar gjaldgengrar vöru, og þá með venjulegu gangverði á þeim tíma, er gjaldið er greitt. Fjögramannafar er tíi söiu í 483 verzlun Sturlu Jónssonar. íslendÍn'ga sögur eru komnar út: fslendingabók og Landnámsibók á 85 aur. Harðar saga og Hólmverja . . - 40 — Egils saga Skallagrímssonar . . -1,25 — Hænsa-Þóris saga.............- 25 — Kormáks saga.................- 50 — Vatnsdæla saga...............- 50 — Hrafnkels saga freysgoða ... - 25 — Ounulaugs saga Ormstungu . . - 25 — og fást þær með þessu verði hjá öllum bóksölum landsins, á hvern hátt, sem menn kaupa þær, og hvenær, sem menn verða áskrifendur að þeim. Nýir áskrifendur snúi sér til þess bóksölumanns, cr þeir eiga hægaBt með að uá til. Framh. af sögunum kemur í vetur. Sigurður Kristjánsson. Nýtt Stafrófskver eptir Eirík Briem fæst hjá öllum bóksölum. Kost- ar 25 aura. 485 Sigurður Kristjánsson. Fundur í stúdentafélaginu annað ltvéld Id. 9 á hótel ísland. Sæmundur Eyjólfsson heldur fyrirlestur um dýrkun helgra manna og helgra dóma hér á landi í katólskum sið. Söngslcemmtun jafnframt. Hermanns Jónassonar. Sjöunda ár. Kostar 1,50 og fæst hjá öllum bóksölum 487 Sigurður Kristjánsson. Hér með læt ég þá heiðruðu viðskipta- menn kaupmanns F. A. Löve, sem rak verzlun hér um nokkur ár, vita, að hann hefur falið mér á hendur að krefja alla þá skiptavini, er standa í skuld við hann frá þeim tíma. Skora ég því á alla þá, er skulda nefndum F. A. Löve, að horga skuldir sínar til mín án frekari dráttar, eða semja við mig um borgun á þeim; að öðrum kosti verða viðkomendur tafarlaust lög- sóttir. Skrifstofu almenn. 27. okt. 1893. 488 Kristján Þorgrímsson. Góöir ullarkambar fást í verzlun 489 Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Pélagsprentsmiðjan 118 skopnan bæði hryggðist og reiddist, en stillti sig samt, og sagði ofur-rólega: „Er það nokkuð undarlegt? Eða er yður svona illa við Strönd?“ „Eg þekki Strönd livorki að illu né góðu af eigin reynslu, því eg hef aldrei fyr komið hér. En mér þyk- ir ekkert þægilegt að vera núna staddur á Strönd, því, ef eg man rétt, þá mun hún ekki vera á leiðinni frá Gufulág til Langafjarðar11. „Nei! Það segið þér satt“, sagði Strandarbóndinn, og hló i kampinn, þvi nú fór hann að skilja, hvernig lá í öllu saman — að Vilhjálmur var „viðutan“. „Það er samt bót í máli, að héðan liggur vegur beina leið til Langaíjarðar. En yður er vissara að fá yður fylgdar- manu“, bætti hann við og glotti svo, að hrollur fór um Johnsen. Hann hafði aldrei fyr fundið eins og nú til þess, hve óþægilegt það getur orðið manni, að vera ann- ars hugar. Samt fannst honum nú sjálfsagt að láta ekki annað sjást, en að hann tæki öllu þessu viðlíka, eins og honum stæði alveg á sama um allt. Hann fór því að semja um laun fylgdarmannsins við bóndann, því hann ætlaði að ljá honum mann. Það gekk allt vel, og að hálf- um tíma liðnum var hann ferðbúinn, og ætlaði þá að þrífa til pyngju sinnar, til þess að borga bóndanum það, sem hann hafði sett upp. Pyngjuna vantaði; hann hafði 119 ekki látið hana í vasann um morguninn, heldur í lienn- ar stað dálítinn pung fuilan af reyktóbaki. Hún reið ekki við einteyming gleymskan lians Vilhjálms viðutan daginn þann. Bóndinn á Strönd liafði gert sér það að reglu, að láta aldrei nokkurn greiða í té, nerna móti borgun út í hönd; frá þessari reglu veik hann aldrei, og var ekki að vænta, að hann byrjaði nú á því, enda lék honum grunur á því, að þessi piltur ætlaði að „snuða“ sig um gjaldið, og þættist því hafa gleymt pyngjunni heima. Hann neitaði þvi með öllu, að eiga nokkur eptirkaup við hann, og leit því helzt út fyrir, að Johnsen yrði að snúa aptur til Gufulágar. Þarna stóð Johnsen ráðalaus. Suður ætlaði hann, hvað sem það átti að kosta, en nú var klukkan orðin 4 og suður varð ekki komizt á styttri tíma en 6 stundum með skap- legri reið. „Heyrið þér“, sagði Johnsen eptir stundar umhugs- un. „Þorið þér ekki heldur að umlíða mig um borgun- ina, ef eg fæ yður veð í hendur?“ Jú. Þó það væri nú! Það þorði hann; en þá varð nú veðið að vera nokkurs virði samt. Það var eins og steini væri létt af hjarta veslings Vilhjálms. Gullúrið góða var þó víst nægilegt veð fyrir 10 kr. skuld. En — gullúrið góða var heima, kompásinn var ennþá í vas- anum, og hann var næsta lítils virði. Þetta fór alveg

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.