Þjóðólfur - 22.12.1893, Page 4
236
I H. TH. A. THOMSENs verzlun
fást allar tegundir af Kornvöru, þar að auki skepnufóður, svo sem: Maismjöl, Hveitiklíð, Hafrar og Bygg.
Kartöflur,
Kokos-hnetur, Para-hnetur, Yaid-hnetur, Hassel-hnetur, Konfekt-brjóstsykur, Konfekt-rúsínur, Krak-möndlur, Döðlur og
„kandiseraðir" Ávextir.
Jólakerti Spil og Tarok-spil.
Miklar birgðir af Nýlenduvörum, Kryddvörum, Niðursoðnu Kjöti og Fiski, Aldinum, Syltetaui og Ávaxtalegi.
Miklar birgðir af Vínum og öðru Áfengi; þar á meðal hið alþekkta
Encore Whisky.
Af hinu mikla Yindla-safni skal einkum geta margra tegunda í smá-kössum með 25 vindlum í, heutugum til jólagjafa.
Nýkomið mikið úrval af frönsku og dönsku „Parfume“ með margbreyttu verði.
Oturskinnshúfur og Kastor-hattar
auk mikilla birgða af vetrarhúfum, linum og hörðum höttum.
Reform Axlabönd,
viðurkennd um allan lieim. sem hin beztu og þægilegustu.
Regnhlííar, Skinn-múffur, Skinnkragar og mikið af nýkominni Álnavöru.
Stór jóla-bazar
verður hafður í sérstöku herbergi, og verður þar að. fá marga smáa, fáséða og nytsama muni og þó ódýra, hentuga í jólagjafir;
þar á meðal mjög mikið af leikfangi, og „mekaniskar11 myndir, alveg sérstakar í sinni röð.
Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. — Pélagsprentsmiðjan.
133
ur var búinn að segja þeim alla ferðasöguna, og þær
búnar að hlæja að henni, svo tárin stóðu í augunum á
þeim. Þau þúuðust nú ekki, en þau fundu samt til
þess, að þau voru orðin nátengdari í anda, en þau
fundu til meðan þær héldu, að Yilhjálmur héti Axel, og
hann hélt, að þær væri: mágkona sín og bróðurdóttir.
Vilhjálmur og Anna fundu það með sjálfum sér, að þau
áttu eptir, að sitja daglega við sama borð. Frú Hansen
(Jóhanna) sá tilfinningar Vilhjálms og Önnu. Þau voru
öll sannarlega glöð. Vilhjálmur var orðinn þess vís,
að hann hafði farið einum föstudegi of snemma á stað
frá Gufulág, til þess að koma 31. ágúst til Djúpafjarð-
ar. Það var nfl. orðið svo rótgróið í huga hans, að
Anna ætlaði að giptast á laugardegi, að hann hugsaði
að eins um að komast suður á föstudegi; mánaðardeg-
inum gleymdi hann.
Sama dag sendi Johnsen hraðskeyti til Gufulágar,
að hann kæmi ekki heim fyr en 3. september. Honum
leiddist ekki dvölin við Djúpafjörð. Þar gekk hann
milli góðbúanna. Annað hús til vinstri, hvort sem geng-
ið var austur eða vestur frá bæjarbryggjunni, stóð hon-
um alltaf opið, læknishúsið í vestur, bæjarstjórahúsið í
austur. Bæði voru jafnstór og allt að einu til að sjá.
Ekki var hægt með vissu að segja, í hvoru hann var
kærkomnari gestur.
r
Nýir kaupendur
að 46. árgangi „Þjóðólfs“
1894
fá ókeypis
1. Sögusafn Þjóðólfs V., 1892, 144 bls.
2. Sögusafn Þjóðólfs VI., 1893, 134 bls.
(þar á meðal Magnúsar þáttur og Guðrúnar
eptir séra Jónas Jónasson).
3. Söguna af Þuríði formanni og Kamhs-
ránsmönnum, 1. hepti, 64 bls.
4. Sömu sögu, 2. hepti, um 64 bls., er verð-
ur prentuð á næstkomandi vori, og fá hana
einnig allir gamlir kaupendur blaðsins, er
i skilum standa við það.
Alls yfir 400 bls. ókeypis.
Auk þess fá þeir, er útvega 10 nýja
kaupendur og standa skil á andvirðinu frá þeim,
lj að minnsta kosti fyrir septembermánaðarlok, tvo
í) sídustu árganga Þjóðólfs 1892 og 1893 innhepta
!j auk venjulegra sölulauna.
T=:l=T:==T=i=Tr=1=T=1=T=1=T=i=T=t:
»