Þjóðólfur


Þjóðólfur - 12.01.1894, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 12.01.1894, Qupperneq 3
11 Hinn 4. þ. m. andaðist húsfreyja Guð- rún Guðmundsdöttir, kona Pórðar hrepp- stjóra Guðmundssonar á Neðra Hálsi íKjós á 50. aldursári, eptir nærri hálfsmánaðar banalegu, en lengi viðvarandi brjóstsjúk- leika. Með manni sínum eignaðist hún 8 börn. Af þeirn eru 6 á lífi. Guðrún sál. var með fremstu konum í sinni röð, ágæt eiginkona, móðir og húsmóðir, guðhrædd, góðsöm og mjög hjáipfús öllum, sem henn- ar leituðu, þó sérstaklega öllum fátækum. Við fráfali hennar er því stór auðn orðin, fyrst á hennar mjög góða heimili og í sveitarfélaginu. En minuing hennar geym- ist í heiðri og þakklátri endurminningu hjá öllum, sem nokkur kynni höfðu af henni. (E. F,). Dáinn hér i bænum 9. þ. m. Kristinn ólafsson bóndiáMelstað. Hann var kvæntur Gróu Magnúsdóttir (kaupmanns í Bráð- ræða) og er hún látin fyrir 2 árum, en 3 börn þeirra hjóna eru á lífi. Lúðuí'þeytaraí'élagið, sem Helgi kaupm. Helgason veitir forstöðu, lék á horn hér í bænum 6. og 7. þ. m., og var sú skemmt- un allvel [sótt, einkum síðara kveldið. Við það tækifæri söng Benedikt Gröndal Þorvaldsson stud. theol. tvö lög „solo“ og þótti takast mætavel. Af lögum þeim, er á lúðra þeytt voru, þótti mest varið í lag norska tónskáldsins F. A. Reissiger’s við kvæði Björnstjerne Björnsons um Ólaf konung Tryggvason, enda er kvæðið og lagið ágætt og hvorttveggja nokkuð þekkt hér áður. Einmitt nú á síðustu 2—3 árum hefur lúðurþeyturunum farið stórum fram í list sinni, og verður ekki annað sagt en að þeir leiki nú furðu vel á lúðraua. Það hefur víst eiukum staðið félagi þessu fyr- ir þrifum hingað til, hversu manuaskipti hafa verið tíð í þessum hóp, og á það auð- vitað rót sína að rekja tii þess, að félags- menn hafa orðið að verja miklum tíma í þarfir þess án endurgjalds. En forstöðu- maðurinn liefur verið óþreytandi að fylla í skörðin jafnharðan aptur og það hefur honum tekizt, svo að hann hefur getað haldið félagi þessu saman nærfellt 20 ár og er það hin mesta furða. Virðist oss að bæjarbúar ættu að stuðla til þess, að hr. H. Helgason gæti lialdið sem lengst þeim lúðurþeytaraflokk, er hann nú hefur, því að flokkur þessi virðist nú hafa feng- ið nokkra festu og allmikla æfingu, og væri því leitt að hann riðlaðist. Bæjar- búar ættu og að minnast þess, hversu H. Helgason hefur verið fús á að Ijá liðsinni sitt við ýms tækifæri til hátíðabrigða og annars. Björn Ólafsson augnalæknir er nú setztur að hér í bænum samkvæmt fjár- veitingu síðasta alþingis. Mega bæjarbúar verða fegnir komu hans, því að „hægt er heima hvað“, þótt ekki væri löng leið áð- ur að vitja hans á Akranesi. Fyrir lands- menn yflr höfuð er einuig miklu þægilegra að hann sé búsettur hér en þar. Er mjög mikilsvert fyrir oss að hafa jafnfæran mann í meunt sinni sem hann. Hefur hann marga gert heilskygna, er áður voru ai- blindir, þar á meðal konu Finns bónda á Kjörseyri, er minnzt hefur verið á í blöð- unum og séra Jónas Guðmundsson á Skarði, og nú síðast 4 menn í sumar, þar á meðal sjötuga kerlingu úr Melasveit, er þar var á hrepp, en hætti óðar að þiggja sveitar- styrk, er hún fékk sjónina. Bæjarstjórnarkosning. 8. þ. m. kusu hærri gjaldendur bæjarius 4 menn í bæj arstjórn til næstu 6 ára, og hlutu kosn- ingu: Eiríkur Briem prestaskólakennari með 40 atkv. (af 41, er greidd voru), Þórliallur Bjarnarson prestaskólakennari 4 Henning, hvílíkur vesalings aumingi hann hefði verið, er hann tók hanu til sín, og þá er Lind varð bálreiður gætti hann einskis, og storkaði Henning með vægðar- lausum slettum og dylgjum um breytni föður hans, sem reyndar var enganveginn óaðfinnanleg. Henning átti náfrænda nokkurn, er bjó ókvæntur suður í Slésvík og rak mikla trjáverzlun. Hafði hann opt leitazt við að fá Henning þangað til sín, og hann hefði einnig fyrir löngu verið hlaupinn úr vistinni í Stavnede, ef hann hefði ekki verið svo ástfanginn í dótturinni, frænku sinni, að honuro virtist óhugsanlegt, að hann gæti lifað annarsstaðar, en þar sem hún var. Það gekk þó ekki allt með felldu fyrir honum í þessu efni. Agata (svo hét frændkona hans) var honum vel; þau höfðu leikið saman í barnæsku og einnig eptir að þau stálpuðust, en þá er hann einhverju sinni fyrir ári liðnu hafði látið lieuni í Ijósi ást sína, hafði hún orðið bæði fokreið og hissa og sagt honum hreint og beint, að hún skoðaði þetta sem léttúðarfullt gamau, og byggist ekki við, að hann gæfi lienni ástæðu til að skoða það sem rótgróna vitleysu, með því að nefna nokkuð þess háttar framar á nafn. í raun og veru var það svo, að hiu smánariega meðferð, er hún sá, að hann ávallt sætti og lét sér lynda, einmitt af ást til hennar, hafði gert hanu að minna Skot í þokunni. Eptir J. P. Jaeobsen. Það var auðséð, að litla, græna stofan í Stavnede var einkum ætluð til þess, að geugið væri um hana inn í hin herbergin. Hinir b iklágu stólar, er stóðu í röð upp við glitmálaða þilið, virtust að minnsta kosti bera vott um, að þar væri ekki setið að staðaldri. Á miðjum veggnum hékk hjartarhorn, er skyggði á ljósau depil, og sást Ijóslega af lögun hans, að kringlóttur spegill hafði einhverju sinni hangið þar. Á annari hjartarhornsgreininní hékk barðastór stráhattur með löngum, fagurgrænum böndum. í horniuu hægra megin stóð smábyssa og blóm. er ekki hafði verið vökvað, en í hinu horninu margar veiðistengur, og var tveimur vetlingum hnýtt í eitt færið. í nuðri stoíunni stóð lítið, kringlótt borð með gylltnm fæii og svartri marmara- plötu og lá á heuni stór burknablómsveigur. Það var komið undir hádegú. Sólargeislarnir mynd- uðu gyllta rák, er þá lagði gegnum efstu gluggarúðuna

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.