Þjóðólfur - 06.02.1894, Blaðsíða 4
28
um til Winnipeg, til þess að ganga þar í lúterska
söfnuðinn. Hann hyggur ef til vill, að þeir verði
fremur sáluhólpnir þar undir hans verndarvængj-
um, heldur en í kirkjunni hér heima, er honum
þykir komin á fallanda fót. Og svo kveðjum vér
séra Jón að þessu sinni og vonum, kirkjunnar vegna
þar vestra, að hann hafi ekki verið að flétta reipi
úr sandinum allan þann tíma, er hann hefur þjón-
að prestlegu embætti í lúterska söfnuðinum i
Winnipeg.
Kartöflur, laukur, epli, kálhöfuð og
annað grænmeti nýkomið í
verzlnn Sturlu Jónssonar.
Nr, 8 Gothersgades Materialhandel Nr. 8
í Kliöfn, stofnuð 1865, selur í stórkaupum
og smákaupum all.tr material- og kolonial-
og delikat.esse-vörur, ágætlega vandaðar og
fyrir vægt verð.
M. L. Meyer & Möller.
Kaupmannahöfn K.
I_____________________________________
Fataefni og tilbúinn fatnaöur
fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Nýkomið
í verzlun Eyþórs Felixsonar:
Kartöflur.
Herðasjöl.
Otursbinnshúfur, o. fl.
Kramvara alls konar nýkomin í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Rúgmjöl og hveitimjöl
frá verzlunarhúsinu Actieselskabet De for-
enede Dampmöller i Kjöbenhavn selur undir-
skrifaður, eins og að undanförnu, mót borg-
un út í hönd.
Nú kostar ágættrúgmjöl 200 pd. 13kr. 70 a.
Ekstra Vaise Kugsigtemel pd. 9 a.
— Bageri Valse Flormel pd. HP/g e.
— Superfint — — pd. ÍO1/^ e.
Allt í heilum sekkjum.
Reykjavík 1. febr. 1894.
Helgi Helgason.
Pósthússtræti 2.
£
,.<v
&
Jw
bragðbetra
annað kaffi.
ægte Normai-Kafíe
(h’abrikken
(,,NörrejyIiand“)
sem er miklu ódýrra,
og hollara en nokkuð
í haust var mér dregið lamh með mínu marki:
blaðstýft framan bæði ,og fjöður aptan bæði, sem
eg ekki á. Réttur eigandi vitji andvirðisins að
frádregnum kostnaði fyrir júlím.lok til
Sigurðar Sigurðssonar á Reykjanesvita.
Góðar kartöflur komu nú með Lauru í
verzlun Helga Helgasonar, Pósthússtræti 2.
Arinbj. Sveinbjarnarson
bókbindari
tekur bækur til bands og heptingar með
sanngjörnu verði.
Bækur gyltar í sniðum, ef æskt er.
. Vinnustofa: Skðlastræti 3.
Singers saumavélar, bezta tegund,
komnar aptur í
verzlun Sturiu Jónssonar.
Takið eptir!
Duglegir, heiðvirðir menn úr hverri
stétt sem er, geta auðveldlega fengið ábata-
sama
auka-atvinnu
án þess að eiga nokkuð á hættu. Sérstök
þekking í einstökum greinum ekki nauð-
synleg. Vinnulaun 200 mörk (um 180 kr.)
á mánuði og föst atvinna, ef verkast vill.
Tilboð merkt: „L. Y. 527“ sendist Aug.
J. Wolff & Co. Annonce-Bureau, Kjöben-
havn K.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagepren tBmiöj an.
6
„Farðu nú! — hæ!“ og svo lék hún brunandi hlaup-
danslag.
En Bryde hélt kyrru fyrir.
„Nú, hvað er þetta?“ mælti hún.
„Segðu mér, ætlarðu að sitja allan fyrra hluta
dagsins þarna við hljóðfærið?“ mælti hann.
„Já.“
„Jæja“, svaraði hann, „þá heid eg við reynum það,
eg get riðið tii Hagestedgaard og komið aptur fyrir
miðjan dag“.
„Já, ef þið flýtið ykkur“, mælti hún. Verta sæll,
feiti Blesi! Vertu sæll, Niels!“
Svo reið hann burtu. Hún lokaði glugganum og
hélt áfram að leika á hljóðfærið, en hætti brátt; — það
var svo miklu skemmtilegra að „spila“, er hann var á
reið þarna úti fyrir óþreyjufullur.
Henning sat kyr og horfði á eptir manninum, er
burtu reið. En hve mjög hann hataði þennan mann!
hefði hann að eins ekki verið . . . og þau áttu alls ekki
saman, bara að það kæmi einhver ofurlítil snurða á
bandið, svo að þau gætu sýnt hvort öðru rækilega,
hversu þau væru skapi farin. .. .
Agata gekk inn í grænu stofuna og raulaði fyrir
munni sér lagið, er hún hafði ieikið. Hún gekk að
litla borðinu og tók að hagræða burknablómsveignum.
7
Sólargeislana lagði beint á hendur hennar. Þær voru
stórar og drifhvítar og ljómandi laglegar. Henning var
ávallt frá sér numinn af þessum fögru höndum, og í
þetta skipti voru ermarnar svo víðar, að sjá mátti hinn
sívala armiegg allt upp að olnboga. Þær voru svo ljóm-
andi fallegar, þessar hendur, svo dúnmjúkar, snjóhvítar
og þróttlega vaxnar, og svo þessar smágervu, breyti-
legu vöðvahreyfingar, er voru svo yndislegar. Það var
aðdáanlegt að sjá þessa titrandi, viðkvæmu hreyfingu
handanna, er hún strauk þeím nm hár sitt. Honum
hafði opt tekið sárt til þeirra, er þær urðu að hoppa og
þenja sig yfir hina tilfinningarlausu snertistrengi hljóð-
færisins; það væri þeim ekki samboðið, þær ættu að
liggja hreyfingarlausar í kjöltu hennar á dökkum silki-
kjól, skreyttar stórum gullhringum, samskonar sem
konur í kvennabúrum bera.
Þá er hún stóð þarna og lagfærði burknana,
bar svipur hennar vott um friðsæla hamingju og það
hafði espandi áhrif á Henning. Hvers vegna átti lífið að
vera svo bjart og ljúft fyrir hana, er hafði svipt hann
hverjum einasta ljósgeisla? Væri það ekki reynandi,
hugsaði hann með sér, að hann gerði henni bilt við, svo
að hún vaknaði úr þessum unaðsríka ánægjudvala; það
væri ekki svo afleitt að varpa ofurlitlum skugga á braut
hennar. Hún hefði varpað ást hans undir fætur sér