Þjóðólfur - 16.02.1894, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.02.1894, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Krlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktöber. ÞJÓÐOLFUE. XLVl. árg. Framtíðarmál Árnesinga. Eptir Sigurð Sigurðsson. Á síðustu sýslufundum Árnesinga hefur komið fram ósk um, að fá skoðað og mælt, hvort vatn mundi nást úr Þjórsá til vatns- veitinga á svonefndum Murneyrum. Hefur þessi ósk eða beiðni sýslunefndarinnar ver- ið sérstaklega stýluð til hinnar heiðruðu stjórnar búnaðarfélags suðuramtsins, að hún léti kand. theol. Sæm. Eyjólfsson skoða þetta og mæla. Það er fyrir nokkuð löngu síðan, að þessu máli var fyrst hreyft, en bvenær það var eða hver það gerði, man eg ekki — hef ef til vill aldrei heyrt það — en það gerir nú ekki svo mikið til, enda ekki tilgangur minn hér, að rita eða segja sögu þess. Það hefur nú áður verið mælt og athugað, jafnvel af útlendum og inn- lendum verkfræðingum, hvort vatn úr Þjórsá næðist upp á áðurnefndum stað (Murneyrum), og hafa þeir, sem það hafa rannsakað, álitið það vel mögulegt og sagt, að vatnið færi að renna yfir hjá svo nefndu Húsatóptaholti. Það vatn, er kynni að nást úr ánni (Þjórsá) á þennan hátt, er ætlazt til, að geti nægt til áveitu yflr Skeiðin og Flóann. Það mun nú mega fulltreysta því, eptir þeim sönnunar- gögnum, sem þegar eru fengin, að vatnið náist upp á þessum stað (Murneyrum), en hvort það nægir Skeiðunum og meiri hluta af Flóanum til áveitu, er stórt, spursmál, sem fáir munu treysta sér til að gefa fullvissu um, nema þá með því meiri kostnaði. Eins og kunnugt er, þá er meiri hluti Flóans ein grasivaxin flatneskja (mýrlendi) og mikið af því engi. Hið sama má að nokkru leyti segja um Skeiðin, að þau eru flatlend og meiri hluti þeírra mýrar, nema Merkurhraun og Vörðufell, sem er hið eina fjall á þessu svæði. Skeiðin eru, sem kunnugt er, einn hreppur, en allur Flóinn eru fimm hreppar. því hagar nú þannig til, að óvíða á þessu svæði er völ á hent- ugu eða góðu vatni til áveitu. í þurka- vorum þorna flestir Iækir og skurðir, og mýrarnar verða eins og þur reiðingur, og spretta þá seint og illa. Aptur á móti í rigningavorum fyllist allt af vatui, því vatnsleiðsluskurðir (skurðir til að þurka) Reykjavík, föstudagiun 16. febrúar 1894. eru fáir og ófullnægjandi, en landið halla- lítið og situr því vatnið kyrt. Sprettur þá heldur ekki vel, því vatnið er þá of- mikið, og verður ekki að notum, sökum þess, að alla temprun vantar á því. Þess utan vantar rigningarvatnið — því þetta er mest allt rigningarvatn — ýms efni, svo sem ýms steinefni, sem nauðsynleg eru til þess að auka grasvöxtinn á óræktaðri jörð. En væri ráð á nægu og góðu vatni til áveitu á þetta land, mundi það spretta mjög vel, og jafnvel aldrei bregðast gras- vöxtur mjög tilfinnanlega, ef rétt og skyn- samlega væri að farið. Það er því stórt framtíðarspursmál fyrir þessar sveitir að fá vatn einhversstaðar frá, sem sé hentugt til áveitu. En þetta vatn geta hlutaðeig- endur ekki fengið annarstaðar frá, en úr annari hvorri ánni, Þjórsá eða Hvítá. Vita- skuld þarf margt og mikið að gera og undir- búa, áður en vatninu er náð upp, og það notað til þess það, geri verulegt gagn, og komi að tilætluðum notum. Það þarf að gera ótal skurði til að leiða vatnið eptir, og veita því af á og af o. s. frv. Eg ætla nú ekki að fara lengra út í þetta atriði, en vildi að eins benda á, að þetta verður eigi gert á einni svipstundu, og að fyrir- tækið þarf mikinn undirbúning. Eins og fyr er getið, hefur það einkum verið Þjórsá, sem talað hefur verið um að ná upp. En jafnframt hef eg látið það í ljósi, að það sé allmiklum efa undirorpið, að það vatn, er kynni að nást úr Þjórsá á Murneyrum, nægi til þess að veita því yfir Skeiðin og Flóann. Hltt liggur í augum uppi, að Skeiðin mundu hafa þess góð not, hvað sem öðrum liði, því þau liggja næst, og standa að því leyti betur að vígi. En sé nú ráðist í þetta fyrirtæki — vatnsveitinga- fyrirtæki — sem eg fyllilega vona, að verði áður en mjög langt umliður, þá ríður á að hafa það fyrir augunum, að sem fiestir geti haft þess not, svo gagn þess verði almennara. En fyrirtækið hlýtur að hafa ærinn kostnað í för með sér, en því ótil- finnanlegri verður hann, sem fleiri taka þátt í því, og um leið geta notið ávaxt- anna af því. (Niðurl.). Nr. 9. „Þekkingin er veldi“. (Ort á lestrarfélagBsamkomu). Ó, hingað inn á heilla stund vér hverfum nú með glaðri lund og óskum heilla af hjarta og sál og hjartans dýpsta flytjum mál. Vér biðjum þess, að heill og hrós nú helgi yðar mennta ljós; þótt enn sé veikur vísir sá, hann vaxi og blómgist yður hjá. Ó, haldist fast í hendur nú með hjartans von og sannri trú; það félagsskapur einmitt er, sem æztu þjóðar blessan lér. Og meðan íslenzkt áa blóð er ekki kalt hjá vorri þjóð vér elskum kjark og karlmanns hug, er kennir oss að sýna dug. Og það sé æ vort mark og mið, þótt mannsins líf sé bundið við þau örlög, sem oss aptra frá þeim andans fyllsta þroska ná. Og elskum sanna menntun mest þvi menntun gagnar hverjum bezt, hún lyptir oss á æðri braut og yfirvinnur hverja þraut. Ó, lesum, skiljum, lærum það, þótt Ijúf sé dvöl á þessum stað, oss annað takmark æðra er sett, það er: að skilja lífið rétt. Jón Þórðarson. Bréf úr Skagafirði 30. jan.: „Góði Þjóðólfur minn! Þú hefur nú engan pist- il fengið héðan úr Skagafirðinum síðan fyr- ir nýárið. En það er líka makalaust erf- itt að skrifa fréttapistla, þegar ekkert ber öðru nýrra til tíðinda. Eg verð þó að tína allt það til, sem eg ímynda mér, að þú getir boðið lesendum þínum í frétta- skyni. Hvað veðuráttufar snertir, þá er slíkt af því að segja: Veturinn fram að jólum fremur umhleypingasamur, og talsverðir snjóar, og all-hörð frost stundum. Með sólstöðum brá til verulegs bata, byrjaði

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.