Þjóðólfur - 09.03.1894, Síða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júlí.
Uppsögn, bundin viö áramót,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUR.
XLVI. árg. Reykjayík, föstudaginn 9. marz 1894. Sr. 12.
Hvað vill Sæimmdur Eyjólfsson?
Eptir
síra Jóhannes L. L. Jóhannsson á Kvennabrekku.
Það hefir rnikið verið ritað um mann
þennan og skoðanir þær, er hann setur fram
í ritgerðinni „Um landbúnaðinn fyrrum
og nú“ og það væri hreint óhugsanlegt,
að slík óp úr öllum áttum gæti komið, ef
orð hans hefði eigi snert ýmsa viðkvæma
og veika strengi í meðvitund manna og
þjóðarinnar. En hér er aðgætandi, að flest
af því, sem Sæmundi er brigslað um, svo
sem hann sé apturfaramaður og apturhalds-
maður, e'r byggt á megnum misskilningi
á orðum hans. Eg þekki Sæmund per-
sóriulega og er kunnugur skoðunum hans;
eg veit vel, að hann í stjórnmálum er í-
haldsmaður, því að hann hefur litla eða
enga trú á, að stjórnfrelsi endurbæti þjóð-
lífið og vitanlega gerir það eitt útaf fyrir
sig lítið gagn, ef menn eigi kunna að nota
það og meta; en að hinu leytinu verður
þvi eigi neitað, að stjórnfrelsið er ein af
höfuðlyptistöngunum til að hefja fólkið til
siðgæðis og velvegnunar. En þegar talað
er um búnað, sparsemi, þjóðrækni og sið-
gæði, þá er mesti misskilningur að kalla
Sæmund apturfaramann, því í þessum
greinum er hann af hjarta framfaramaður,
sem vill að velmegun þjóðar vorrar aukist
í andlegum og líkamlegum efnum. En af
því að oss í þessu heíur eigi farið og fer
eigi fram, eins og honum líkar, verður
hann nokkuð þungorður og gerir oflítiðúr
hinum hæglátu framförum vorum. Það er
ekki rétt að álíta framför vora einskis
virði, þött hún sé eigi svo stórstíg sem
nágrannaþjóða vorra, því að bæði lesta-
maðurinn og hinn lausríðandi halda áfram
hvor í sínu lagi og eru báðir virðingar-
verðir fyrir áhuga sinn til að ná takmark-
inu, en auðvitað dregst maður með lestina
ávallt aptur úr, þrátt fyrir viðleitni sína
að komast áfram.
Það er rangt að segja, að Sæmundur
sé apturfaramaður eða vilji að oss fari
aptur, þótt hann skýri skýlaust frá þeim
sannleika, að vér séum í öllu eptirbátar
nágrannaþjóða vorra og getum þvi eigi
staðizt í baráttunni fyrir lífinu á móti
þeim, nema vér tökum oss fram, því að
með því að sýna þetta í þess réttu en
svörtu litum vill hann hvetja oss til að
taka oss verulega fram og hugsa alvar-
lega um vort voðalega ástand enda myndi
enginn hafa liaft á móti því, að lítið væri
úr oss gert í samanburði við samtímis-
menn vora i útlöndum, ef hann hefði eigi
gert langt oflítið úr oss í samanburði við
samlanda vora fyrr á tímum. Þessa villu
hans hafa menn rekið augun í, en gleymt
svo því, sem er aðalatriðið hjá Sæmundi,
sem er að sýna oss, hversu mjög vér þurf-
um að herða oss í búskap og vöruvöndun
til að standast gagnvart öðrum þjóðum.
Höfundurinn hefur líka sjálfur skemmt hið
góða, sem hann vildi koma til leiðar, með
því að lofa hina fyrri íslendinga um of,
en lasta hina síðari íslendinga líka um of.
Það er heldur engin stjórnkænska álitin
við börn, að vera ávallt að lasta þau og
láta þau aldrei njóta sannmælis í því, sem
hrósvert er, heldur hitt miklu fremur að
hæla þeim stundum fyrir það, sem gott er
og hvetja þau þannig áfram. Likt er
varið með þjóðina, hún batnar eigi við
það að hafa vöndinn sífellt á lopti. En
þrátt fyrir slíkar yfirsjónir í ritgerð höf-
undarins ætti hver sanngjarn maður, að
geta séð, að hann vill oss einmitt vel. Sá
er alls eigi framfaramaður, sem smjaðrar
fyrir alþýðunni og lofar þjóðina á hvert
reipi með því að hefja nútíðarmenn til
skýja en lasta forfeðurna, svo að hún
haldi, að ekkert sé leugur að. Og aptur
á hinn bóginn ueita eg því hreint og beint,
og víst fleiri með mér, að nokkur með
sanni hafi rétt til að kalla mig eða ein-
hvern apturfaramann t. d. í trúar- og kirkju-
lífinu, þótt eg segi, að þetta standi nú á
lægra stigi en um miðja þessa öld, því
að þetta þýðir eigi, að eg vilji að því fari
aptur, heldur hitt að eg óski að því fari
fram, svo að það nái sínu fyrra hærra
stigi og komist enn lengra. Eg er eigi
gamall, og man þó vel eptir, að í uppvexti
mínum var miklu meiri kirkjurækni í
Hvanneyrarsókn í Borgarfirði, en þar er
nú, þrátt fyrir það, að þar er ágætur prestur,
sem víst eigi stendur fyrri prestunum þar
á baki. Þá var farið til kirkju í hálfófær-
um veðrum, en nú opt eigi í góðu veðri
og það af mörgum bæjum, en svo sem eg
sjálfur veit um það á þessum stöðvum
æsku minnar, svo hef eg víðar að sögu-
sagnir áreiðanlegra manna um slíkt hið
sama. Hér i Dölum voru menn almennt
til altaris, áður en þeir fóru til sjávar, sem
nú er aflagt, og mér hefur eigi tekizt að
koma því á aptur, það játa eg. í Borg-
arhrepp og á Fellsströnd og Skarðsströnd
hefur mér verið sagt, að víða sé hætt að
lesa húslestur um vetur, og sama á sér
stað í mörgum kaupstöðum landsins, svo
að trúar- og kirkjulífinu hefur farið aptur
síðan 1870, hvað svo sem séra Ólafur
í Arnarbæli um það segiy í fyrirlestri
sínum. Hitt þori eg eigi að segja, að því
sé nú að f'ara aptur, eg held það sé að
byrja að batna á ný, og vil það líka.
Eg vona nú, að enginn verði með réttu
kallaður apturfaramaður, þótt hann bendi
á meinsemdirnar og vilji fá fólkið til að
bæta úr þeim. En alveg sama er með
Sæmund í þeim greinum, sem hann talar
um; hann sér, að vér höfum glatað sumu
góðu, er áður var, og honum gremst, hversu
langt vér erum á eptir öðrum þjóðum.
Landbúnaður vor og aðrir atvinnuvegir
saxa hér um bil í sama farið sem fyrir
60 árum, þrátt fyrir hinar miklu fram-
farir í umheiminum. Þegar vér gætum
að, hvað t. d. Noregsmenn gera fyrir at-
vinnuvegi sína og hvað alþingi vort gerir
fyrir atvinnuvegi íslands, þá getum vér
eigi annað en roðnað af blygðun, og sjálfir
bændurnir á þingi hafa hreint enga hug-
mynd um þetta, sem þeim ætti þó að vera
annast um af öllu að kynna sér vel. Þeir
elta einungis sýslumennina og aðra stór-
málamenn á þingi i eintómri Iagasmíð og
stórkostlegum stjórnmálum (stórpólitík)
en gleyma liinum þjóðlegu félagsmálum
(socialfragen), svo sem atvinnuvegum og
fjárráðahagsýni. Oss vantar menn með
viti, er gefi sig eingöngu við atvinnumál-
um, hin hærri stjórnmál geta haft sinn
gang fyrir því. En það er von oss vanti
hæfa menn í þessum greiuum, því fæstir
hafa séð nokkuð nema gamalíslenzkt hátta-
lag, og flestir hafa engar sögur af búnaði
annara þjóða; en upplýsing um hann má
samt fá í mörgum útlendum landbúnaðar-
blöðum væru þau keypt af þeim, er málið
skilja. í Noregi á ríkið t. a. m. sauða-