Þjóðólfur - 09.03.1894, Qupperneq 3
47
harðar ytri ástæður. — Nú munu máske
sumir segja, að sóminn eintómur, heiðurs-
urspeningar og heiðursskjöl verði ekki lát-
ið í askana, en það er þó svo; sýningarn-
ar eru svo sem sýniskorn af heimsmark-
aðiuum og þar fá verzlunarmenn úr öllum
álfum að sjá hinar beztu og vönduðustn
vörur í hverri grein, og vita uú, hvar þeir
eiga að leita að því, sem þá vaukagar um;
sýningar geta því orðið til stórkostlegs
hagnaðar bæði fyrir heilar þjóðir og eiu-
8taka meuu. Vér konur ættum því að
bindast samtökum, og senda vel unna tó-
vinnu og aðrar hannyrðir á næstu sýningu,
sem kynni að verða í Kaupmannahöfn
— það yrði oss hægast — þá sæju, að
minusta kosti Norðurlandabúar, að hér má
fá fallega viuuu ekki síður en í öðrum
löndum, og gæti á þann hátt ef til vill
með tímanum myndast atvinnuvegur fyrir
marga. Kvennfólkið í Svíaríki stendur
mjög framarlega i því, er snertir heimilis-
iðnað, hannyrðir og útsaum, og þó dáist
það að íslenzkum fornum hannyrðum og
tekur þær til fyrirmyndar.
Að endingu vil eg geta þess, að eptir
mínu áliti á frú S. M. þakkir skilið fyrir
viðieitni sína í því að sýna íslenzka tó-
vinnu, og sýna heiðurspeningar þeir, er
hún hefur hlotið fyrir land okkar, að við
enga vansæmd höfum haft af sýniugum
hennar. p. p;
Strandasýslu 2. febr.: „Heyskapur
varð hjá almeuningi með bezta móti og
nýting ágæt. Skepnur reyndust vel hjá
flestum og sumum ágætlega bæði að þyngsl-
um og til frálags, enda fer það saman.
Fjársala varð mikil til kaupmanns R. P.
Riis á Borðeyri og nokkur til verzlunar-
félags Dalasýslu. Verð á slátursfé hjá
mun hafa verið 7—9 a. pundið, en
10—12 a. í því fé, er út varð flutt lifandi.
Haustið var mjög arðlítið bæði til lauds
og sjávar. Veðuráttan frostasöm og óstöð-
ug, svo ekkert verulegt varð gert að
húsabyggingmn eða jarðabótum. Algert
aflaleysi bæði við Steingrímsfjörð og Hrúta-
fjörð, og gæftir engar á Gjögri. Þessi ó-
stillta tíð hélzt fram í miðjan desember.
Þá kom bezta veðurátta, er hélzt framyfir
roiðjan janúar. Snjókoma engin og má al-
staðar heita auð jörð enn. Hafís rak inn
í desember og fyllti hvern fjörð. Með hon-
um kom inD hvalur á land á Gautshamri
við Steingrímsfjörð. Nokkra háhyrninga
hafði rekið á Kleifum í Kallbaksvík, en
sumir þeirra fóru út aptur með ísnum.
Litilsháttar rak af höfrungum á stöku stöð-
um eða náðust í vökum. Nú er allur haf-
ís horfinn fyrir löngu. Hey- oqfénaðar-
shoðanir hafa farið fram í sumum lirepp
um sýslunnar eins og áður, og fé vigtað
í einum þeirra. Útlitið fremur gott með
heybirgðir í haust, þegar skoðað var. Önn-
ur skoðun fer fram innan skams“.
Mannalát.
16. f. m. andaðist að Álfgeirsvöllum í
Skagafirði merkisbóndinn Pétur Pálmason,
er þar hafði lengi búið en fyr í Valadal.
Hann var sonur Pálma bónda í Vallholti
Magnússonar sama staðar (*j- 1815) Pét-
urssonar Skúlasonar Einarssonar og Ingi-
bjargar Bjarnadóttur Steingrímssonar Ólafs-
sonar bryta á Hólum, en móðir Pálma var
Ingunn Ólafsdóttur frá Frostastöðum systir
Ólafs lektors í Túnsbergí og þeirra syst-
kina. Pétur heit. var kvæntur Jórunni
Hannesdóttur frá Hömrum í Skagafirði, og
eru 8 börn þeirra á lífi, öll einkar mann-
vænleg, 4 synir: Hannes bóndi á Skíða
stöðum í Tungusveit, Jón bóndi í Vala-
dal, Pálmi bóndi á Sjávarborg og Pétur
bóndi á Bollastöðum í Blöndudal, og 4 dæt-
ur: Halldóra kona Ólafs Briems alþm. og
umboðsmanns á Álfgeirsvöllum, Herdís,
Ingibjörg og Steinunn heitin Vilhjálmi
Briem kand. theol., er nú hefur fengið
veitingu fyrir Goðdölum. Pétur heit. var
mesti dugnaðar- og atorkumaður og talinn
með hinum mikilhæfustu bændum í Skaga-
firði íyrir ýmsra hluta sakir.
Aðfaranótt 3. þm. andaðist snögglega
hér í bænum fröken Johanna Havsteen
(dóttir J. P. Havsteens amtmanns) 26 ára
að aldri, gáfuð stúlka og vel að sér ger.
Illur gestur er nú kominn hingað til
bæjarins — influenza-landfars'ottin. — Ætla
menn, að húu hafi flutzt hingað með möun-
um, er komu austan undan Eyjafjöllum og
úr Mýrdal í næstl. viku. Sóttin læsir sig,
eins og eldur í sinn um bæinn, en ekki
eru menn þungt haldnir, enn sem komið er.
í stöku húsum liggur allt heimafólkið.
Latínuskólanum er lokað, því að 40—50
piltar liggja veikir, og í stærstu sölubúð-
unum eru ekki nema 1—2 verzlunarmenn
á ferli, en sumum er alveg lokað.
Þingmennsku-ærslin í Þorláki.
Bnn einu sinni hefur Fífuhvammsfulltrúinn, hann
Þorlákur, brugðið á kálfadans frammi fyrir kjós-
endum sínum og öllum landsmönnum í ísafold 3.
þ. m. Það er varla hugsanlegt, að hann sé svo
mikið fífl, karlskepnan, að hann imyndi sér, að
þessir og þvílikir pistlar styðji hann til kosninga
næst, þvi að hann hefur með þessum ritgerðum
sínum gegn Þjóðólfi sýnt og sannað svo áþreifan-
lega, að hann virðir kjósendur sína einskis og hygg-
ur, að hann geti boðið þeim allan þremilinn. Eða
liver skynsamur og gætinn maður mundi hafa illsk-
azt svo, eins og Þorlákur hefur gert, út af þvi þótt
einhver byði sig fram til þingmennsku jafnhliða
honum ? Eptir síðasta sparki hans að dæma hefur
einhver „illurandi11 auðsjáanlega náð duglegu tangar-
haldi á konum og ginnt hann sem þussa til að
flana út í allar þessar ógöngur.
Það er dálítið, sem síðustu Þorláksgreinina vant-
ar til þess að hún geti kallazt svaraverð, dálítið
sem menn eru vanir að sjá í ritgerðum eptir full-
trúa þjóðarinnar. Það vantar bara heilbrigða hugs-
un og skynsemi í greinartctrið. Annaðhvort hlýtur
að vera, að aldrei hafi verið sérlega langt til botns
í Þorláki, eða þá, að hann er farinn að ganga í
barndómi, og veit ekki sitt rjúkandi ráð af ein-
tómri þingmennsku-hugsýki. Þetta síðasta myrk-
viðursrugl hans sýnir, að hann kann ekki að rita
fremur en fimm ára gamalt barn. Það hefði varla
orðið lakara, þótt Gvendur „pati“ hefði farið að rita
í ísafold, enda er það i almæli, að optast hafi Þor-
lákur í sinni þingmennskutíð fengið aðra til að
semja það, sem hann hefur borið fram á þingi,
hversu lítilfjörlegt sem það hefur verið, og „farið
í smiðju“ með það, er hann hefur látið á „þrykk“
út ganga frá sinni hendi, eins og eðlilegt er, því
að maðurinn er algerlega ómenntaður og ekki einu sinni
fær um að skrifa sendibréf, svo skammlaust sé, og
er það ekki sagt honum til hneysu, en oss virðist,
að gorgeirinn gæti þó verið dálitið minni i karl-
skepnunni. Það hefur verið einhver klunnasmiður
sem hefur fjallað um ísafoldar-greinarnar hans.
Svo mikið er vist.
Það er annars engin furða, þótt karlhróinu sé
þungt niðri fyrir, þá er þingmennskan í Árnessýslu
er ávallt sem bögglað roð fyrir brjóstinu á honum,
og allt landsskjalasafnið sem kökkur í hálsinum á
honum. Það hefur mörgum orðið óglatt af minua.
Að vísu hefur hann dálítið létt á sér í ísafold, en
hann þarf auðsjáanlega að gera það betur. Hann
er alls ekki fær um að ganga með þenuan þunga
til lengdar. Og svo bætist sagan um skjóðu-þing-
manninn ofan á allt saman, saga, semhann hefurtekið
sér mjög nærri, því að hann vill nú endilega klína
því á Einar í Nesi dauðan, að það sé líklega hann(!)
sem átt sé við með þessari sögu i Þjóðólfi, eða
jafnvel Gr. Thomsen eða séra Þórarinn i Görðum (!).
Skyldi Þorlákur fá marga til að trúa því? Önei.
Honum er langsnjallast að stinga hendinni í sinn
eiginn barm og láta ekki svona ólíkindalega, eða
bendla dána heiðursmenn við þetta. Það vita svo
margir, hver fulltrúi það var, sem reiddi skjóðuna
með tólgarmolunum og brauðskorpunum fyrir aptan
sig niður i bæinn á hverjum mánudagsmorgni
meðan þing stóð yfir. Það er engin skáldsaga.
Þótt Þorlákur hafi orðið hamslaus af heipt og
gremju, sakir þess, að vér höfum skopazt dálítið að
honum og rithætti hans, þá hefur það samt haft
þann árangur, að hann er hættur að minnast á
allar prjónavélar og alla strokka i sambandi við
landssjóð. Það var lika hentast. En hins vegar
heldur hann nú dálítinn kapítula um pestarkæfu-
kvartil, er einhver skólapiltur hafi strandað (!) með