Þjóðólfur - 16.04.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.04.1894, Blaðsíða 3
71 Aðfaranóttina 8. þ. m. andaðist aðBræðra- tungu í Biskupstungum ekkjan Þurídur Pálsdóttir (bóuda á Brúnastöðum í Flóa Jónssonar). Húu var síðari kona Þorleifs bónda í Bræðratungu Þórðarsonar (prests á Torfastöðum Halldórssonar), og áttu þau saman 3 börn, öll hin mannvænlegustu; Magnús, Sesselju, er dó uppkomin, og Oddnýju konu Árna bónda Jónssonar í Bræðratungu. Þuríður sál. var mesta ráð- deildar- og dugnaðarkona, tápmikil, hrein- lynd og trygg í lund. Hinn 11. nóvbr. f. á. andaðist óðals- bóndi Finnbogi Þorláksson á Þorsteinsstöð- um í Skagafirði, 73 ára að aldri. Hann var búhöldur góður, með mestu þrekmenn- um á yngri árum sínum og dugnaðarmað- ur mikill, vandaðasti maður, gestrisinn og hugljúfi hvers manns, sem kynntist hon- um. (J.). Úr bréii frá Chicago 21. febr.; „Ný- látnir eru tveir menn, sem dvöldu hér í bænum seinustu ár æfi sinnar; þeir eru Eernit Jónsson, ættaður úr Þingeyjarsýslu, dáinn 9. febr., og Andrés Jónsson, ættaður úr Rangárvallasýslu. Hinn 2. febr. héldu Íslendíngar hér í bænum samkomu í heiðursskyni við frú Sigríði Magnússon; á samkomunni voru milli 60 og 70 manns; kveldverðar var neytt og skemmtunum haldið uppi með íslenzk- um söugvum, dansi o. s. frv. fram undir morgun. Öllum var skemmt, og ekkert lastyrði heyrðist um frú Magnússon, en þvert á móti lof fyrir dugnað og þjóð- rækt“. Fyrirspurn. Hefur póBtafgreiðslumaðurinn í Keflavík leyfi til að láta fleygja í kassann í Bartelsbúð frímerkt- um og stimpluðum bréfum, sem koma þangað með Reykjavíkurpóstinum og eiga að fara suður í Hafn- ir, og hversvegna sendir hann þau ekki beina leið með póstinum, sem gengur úr Keflavík þangað suður? Svar: Það er sjálfsögð skylda bæði hans og annara póstafgreiðslumanna að láta póstinn flytja frímerkt og stimpluð bréf svo nálægt heimili við- takanda, sem póstur getur framast flutt þau, þvi að þeir sem borga undir bréf og blöð með póstum eiga heimtingu á, að þau séu ekki skilin eptir á miðri leið, þótt sú vilji stundum raun á verða. En það er ekki aðeins póststjórnin og þjónar hennar, sem eiga skilið aðfinningu fyrir misjöfn skil á póst- sendingum, heldur einnig margir aðrir, er taka að sér að koma einhverju fljótt og greiðlega til skila, hvort sem það eru bréf eða blöð eða aðrar send- ingar. Þessi óskilsemi og hirðuleysi er fyllilega vítavert. Það kemur stundum fyrir, að menn, sem ekki kaupa nein blöð taka þau til annara, rífa þau upp, lesa þau og koma þeim svo aldrei til eigand- anna, eða þá ekki nema stórskemmdum og skítug- um. En blöð í umbúðum eru alveg jafnrétthá sem lokuð bréf. Hið bezta kaffi geta menn fengið, rneð því að brúka Fineste skandinavisk Export Caffe F. Hjorth & Co. í Kanpmannahöfn, er fæst hjá kaupmönnum. Terpentínolía fæst i verzlun Sturlu Jónssonar. & ægte Normal-Katfe (Fabrikken ■A (,,Nörrejylland“) V* sem er miklu ódýrra, bragðbetra og annað kaffi. hollara eu nokkuð Klrkjuréttur, 2. útg. aukin og endurbætt, er til sölu á skrifstofu Þjóðólfs. 24 Honum var vísað inn í herbergið, þar sem líkið lá Það héngu hvít tjöld fyrir glugguuum og tvö ljós brunnu við höfðalag líksins. Loptið var þrungið ilm margra blómsveiga og olíuþef af líkkistunni. Henning varð nálega glaður í skapi, er hann sá hana liggja þarna í hvítum líkklæðunum. Það hafði verið breiddur hvítur líudúkur yfir andlit hennar, og hann sveipaði honum ekki burtu. Hendurnar höfðu ver- ið lagðar í kross á brjóstið, hjúpaðar hvítum baðmullar- glófum. Hann tók í aðra hönd hennar, dró glófann af henni og stakk lionurn í barm sinn. Svo virti hann vandlega fyrir sér höndiua, sveigði fingurnar og andaði á þá, svo sem hann ætlaði að verma þá. Hann hélt langa hríð í hönd hennar, það varð ávallt myrkara og myrkara í herberginu, og þokan var að sortna úti fyr- ir. Þá laut hann niður að andliti hennar og mælti lágt: „Vertu sæl, Agata!, eg ætla að segja þér nokk- uð, áður en við skiljum, eg iðrast ekki heldur þess, sem eg hef gert“. Því næst sleppti hann hendinni og gekk burtu. Þá er hann kom út var þokan svo dimm, að ekki sá á braut. Hann gekk eptir ströndinui heim til sín. Nú var hans hefnt, en hvað átti hann svo að hafast að á morgun, og hvað hinn daginn? Það var allt svo kyrt og hljótt, að eins ofurlítill sjávarniður — Hjartað 21 alls ekki. Húu sagðist vita, að þetta væri glæpur og einmitt þess vegna yrði hann nú að kjálpa; ef hann að eins vildi kannast við undirskriptina, þá væri allt gott aptur. Henning féllst á, að svo kynni að vera, en þá yrði hann að borga víxlana, og það gæti hann ekki, hann hefði þegar lagt svo mikið fé í fýrirtæki Klausens, að það væri meira, en hann gæti risið undir. Hann gæti því alls ekki hjálpað nú. Agata grét og sárbændi hann um líkn. Hann sagði, að hún yrði að gæta þess, hversu stór kostlegt fjártjón liann hefði beðið sakir Kiausens. Þá er hún skýrði honum frá, að fyrirtækið hefði farið út um þúfur, varð hann svo forviða og truflaður, eins og ein- hver hefði gefið honum utan undir, og þá datt honum jafnframt í hug, að hún hefði einhverju sinni snoppung- að hann. Skyldi hún muna eptir því, hugsaði haiin. Nei, hún mundi það ekki . . . það var þá, er hann stork- aði henni með því, að Bryde . . . gæti hún ekki munað það? Jú, vafalaust, hún hafði af úngæðislegri fljótfærni rekið honum löðrung á vangann, á kinnina þá arna. Yar honum þá alls ekki unnt að hjálpa henni? spurði hún. Það var hérna í þessari sömu stofu, hélt hann áfram. Ó, þá var allt öðruvísi en nú, þá voru aðrir tímar!

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.