Þjóðólfur - 15.06.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.06.1894, Blaðsíða 3
111 Og aptur. Ennfremur hefur kapt. Hov- gaard lagt honum lið með því að greiða fyrir góðri viðtöku hans meðal kunningja sinna hér á landi. Það er vonandi, að rannsóknarferð þessi hafi allmikinn árangur og leiði til þess, að sjúklingum þeim, er þjást af þess- ari hryllilegu veiki verði betri hjúkrun veitt hér eptir en hingað tii, svo að hið aumkvunarverða ástand þessara vesalinga verði nokkru þolaulegra. Það er mjög á- ríðandi, að dr. Ehlers auglýsi nákvæmlega í ísienzkum blöðum, hvernig hann ætlar að haga ferðum sinum hér á Suðurlandi °g hvar hann verði að hitta þann og þann dag, svo að sem flestir sjúklingar geti náð tali hans. Á höfnunum kringum land- ið ættu menn að gæta þess, að vera þar staddir, þá er „Thyra“ ter þar um í á- gústmánuði. Prestkosning er um garð gengin í Glaumbæjarprestakalii og hlaut séra Hall- grímur Thorlacius á Ríp kosningu með 28 atkvæðum. Auk hans voru í kjöri séra Jónas Jónasson á Hrafnagili og séra Tómas Björnsson á Barði. Enibættaveitingar. Forstöðumanns- emboettið við prestaskólann er veitt af kon- ungi 30. f. m. docent ÞörhdUi Bjarnar- syni. Kennaraembættið við læknaskólann er veitt s. d. Ouðmundi Magnússyni héraðs- iækni í Skagaíirði frá 1. júlí. Snœfétlsnessýsla er veitt s. d. Lárusi Bjarnason settum sýslumanni í ísafjarðar- sýsiu, frá 1. ágúst. Alþingiskosningar. í Eyjafirði var kjörfundur 4. þ. m. Kosuir voru: Klemens Jónsson sýslumaður og Jón Jónsson í Múla. Aðrir ekki í kjöri. í Strandasýslu er endurkosinn þing- maður Ouðjón Ouðlaugsson búfræðingur á Ljúfustöðum, Aðrir ekki þar í boði. Dalamenn endurkusu 9. þ. m.: Jens Pálsson prest á Útskálum með 82 atkv. Auk hans var í kjöri Björn Bjarnarson sýslumaður, er fékk 58 atkv. Má af því sjá, að kjörfundur hefur verið ákaflega, vel sóttur og kapp mikið við kosninguna. Bogi Melstcð cand. mag. í Khöfn kvað hafa gefið Árnessýslu jörð nokkra Hara- staði á Fellsströnd 11 hndr. að dýrleika. Mun hún eiga að vera stofnfé sjóðs þess, er heita skal „Framfarasjóður Jóns pró- fasts Melsteðs og Steiuunnar Bjarnadótt- ur“ og mun eiga að verja rentuuum eink- anlega til þess, að bændur í Árnessýslu geti feugið ókeypis vagna á 20. öld. Mjög ítarlega skipulagsskrá sjóðs þessa sendi Bogi til landshöfðingja nú með „Laura“. Hún mun verða preutuð í Stjóruartíðind- unum og sést þá betur, hvernig gjöfinni er háttað. Jjý lög um öœjarstjóm á Seyðisfirði eru samþykkt af konungi 8. f. m. Aptur á móti heyrist hvorki stun né hósti írá stjórninni út af háskólamáiiuu, prestskosu- ingamálinu, eptirlaunamálinu og hæstarétt- arafnáminu. Settur amtmaður nyrðra er Klemens Jónsson sýslumaður á Akureyri. Póstskipið „Laura“ kom hingað frá Höfn 12. þ. m. Farþegar með þvi voru: kaupmennirnir H. Th. A. Thomsen, Jón Yídalín með frú sinni og systur friiken Kr. Vídaliu, Sturla Jónssou, Ludv. Han- sen, Herluf Bryde, A. Lefolii af Eyrar- bakka, Olavseu frá Kéflavík, Thostrup frá Seyðisfirði, Sörenseu frá Akureyri; enn- fremur cand. med. & chir. Friðjón Jensson og stúdentarnir Kristj. Kristjánsson, Magn- ús Einarsson, Sigurður Pétursson (frá Áua- 44 dýrmæta forláta hatt“, endurtók hann og þrýsti honum upp að hjartanu á sér. Á hattinum var silfur umgerð með skringilegum laufaskurði, og mátti af henni ráða, hversu lengi keisarinn hafði átt hann. „Eg ætla nú að fara“, mælti yfirsmiðurinn; hans hátign bíður óþolinmóður eptir mér, og eg ætla eigi að þarflausu að auka á áhyggjur hans. Til allrar ham- ingju, er höll hans rétt hérna hjá“. „Hinkrið ofur lítið við!“ mælti Leopold og hljóp fram að dyrunum. „Ungfrú Lovísa mun þá eigi hafa sent yður á minn fund?“ og þér munuð eigi heldur hafa heimsótt mig til að gefa mér góðar vonir, eða til að taka aptur ummæli yðar í morgun, og lofa mór hönd hennar, sem eg elska svo heitt?“ nEg hef aldrei sagt yður............“ „Nei“, greip Leopold fram í, „Eg var svona að láta mér detta það í hug. Fáið mér hattiun, herra Weissberg; yður hefur verið sagt, að eg hafi keypt hann, hann er því mín eign og eg leyfi yður eigi að fara með hann héðan, nema með þvi móti, að þér gerið mig að tengdasyni yðar“. „En hvað yður getur komið til hugar, herra Leo- pold“, svaraði yfirsmiðurinn mjög ísmeygilegur, „að eg láti yður fá dóttur mína fyrir gamlan hatt!“, því þessi 41 við það upp úr ástar-hugleiðiugum sínum, og strax var barið aptur enn harkalegar en áður. „Hver skyldi dirfast að gera svona fruntalega vart við sig“, mælti hann um leið og hann stóð upp til að opna. Óðara en hann lauk upp hurðinni, setti hann upp stór augu og rak upp hljóð af undrun. Hann sá skjótt, að hinn rustalegi komumaður var Weissberg yfir- smiður faðir Lovísu. „Herra Leopold!“ tók Weissberg til orða strax og hann var kominn inu. „Eg bið yður að minnast þess eigi, að eg synjaði yður um dóttur mína í morgun. Þér getið frelsað líf mitt, viljið þér gera það?“ Frá sér numinn af fögnuði við þessi orð yfirsmiðs- ins tók Spieldorf í höndina á honum mjög innilega. Hann hélt að Lovísu hefði nú tekizt að blíðka föður sinn og að Weissberg, sem komizt hefði við af tárum dóttur sinnar, væri nú sendur af henni til að taka aptur þ iu hörðu ummæli, sem hann hafði tekið á móti Spieldorf með um morguninn. „Að minnast eigi framar undirtekta yðar í morgun“, greip hinn ástfangni Leopold fram í, „það skal eg eigi gera, því lofa eg og legg þar við drengskap minn. Koma yðar hingað gerir mig hamingjusamastan allra manna. En þér voruð að segja mér, ef eg hef tekið rétt eptir, að eg gæti frelsað líf yðar. Lofið mér að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.