Þjóðólfur - 04.07.1894, Page 1

Þjóðólfur - 04.07.1894, Page 1
Arg. (60 arkir) kostar 4kr. Krlendis 5 kr. — Borgiot fyrir 15. júli- TJppsögn, bundin viB áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. Þ J 0 Þ 0 L F U R XLYI- árs* Reykjarík, miðvikadaginn 4. júlí 1894. Nr. 81. Útlendar fréttir. . Kaupmannahöfn 12. júni 1894. Nú verður að segja nokkuð af Afríku og aðgerðum norðurálfu þjóðanna þar Jí landi. Fraklcar eiga norðurströnd Afríku, nema Marokkó og Egyptaland; þau eru skatt- lönd Tyrkjasoldáns, en í rauninni ráða Englar lögum og lofum á Egyptalandi. Þeir eiga ennfremur Dahomey og mikið land annað á vesturströndinni, og gerast se ásælnari suður og austur á við. Er sagt af kunnugum mönnum, að líkur séu til, að þeir ætli að ná öllu því landi, sem liggur fyrir norðan beina línu frá norð- vesturhorni Egyptalands til Nigerósa, eða nokkru sunnar. Fyrir norðan þá stefnu mundi lenda Sahara, og mikill hluti Súd- ans, hins frjósamasta lands; enn sem kom- ið er hafa þeir ekki fært sig svo upp á skaptið, að aðrar þjóðir hafi í skorizt, en þó sýndu þeir þann yfirgang í vetur, sem nú hefur komið niður á sjálfum þeim. Á Kongófundinum í Berlín 1884 var bvo kveðið á meðal annars, að Frakkar skyldu eiga forkaupsréttindi að löndum Kongóríkisins, efaðþví kæmi, að ættmenn Leopolds konungs dæu út, eða förguðu þeim. Af þessu hafa þeir jafnan látið sér um það hugað, og jafnvel gerzt afskipta- samir um málefni þess, og í ár leit út fyrir, að þeir ætluðu að gerast nokkuð nær- göngulir. Leópold konungur vissi vel, hversu Frakkar eru ásælnir og ágengir við smáþjóðirnar, fyrir því gerir hann samning við Engla, og selur þeim á leigu lítiun hluta landsins, og fékk sér þannig bakhjall. Þegar þetta fréttist, urðu Frakkar æfareiðir og segja að með þessu séu lög brot- in og margir sáttmálar, en í stað þess, að hóta hörðu, eins og þeir höfðu gert við Kongóríkið í vetur. þá vilja þeir nú láta kalla saman fulltrúastefnu af hinum meiri þjöðlöndum í Berlín, og gera þar út um málið. Englar taka því þunglega, en blöð Þjóðverja láta ekki ólíklega. Og við það stendur. Eins og áður er getið, eru Englar ein- ráðir á Egyptalandi, og síðan 1890 má heita, að áin Níl renni gegnum Iandeignir þeirra einna. Það er geysiflæmi. Frakkar eru hræddir um að þeir ætli með tíman- um, að færa sig svo langt suður á við, að saman nái lönd þeirra í Suður- og Norð- urafríku (,,Kap-Kairo“). Nú eiga Þjóð- verjar lönd á austurströndinni, og fýsir að færa þau út; fyrir því er þeim illa við aðfarir Engla, og Bismarck sparar henni ekki brýnsluna, stjórninni þýzku, i því efni. Hér er fyrir því svo ýtarlega um þetta ritað, að vel má vera, að nokkur tíðindi hljótist af því, en varla mun það verða meira en fundahöld og þref. Það var sagt síðast, að Hedervary greifi hefði tekið við ráðaneytisforstöðu á Ung- verjalandi, og enginn vissi annað þá. Hann er af sama flokki og Wekerle, vitur mað- ur og vel virður; hann leitaði fyrir sér, þegar konungur bauð honum forsætið, en sagði síðan, að hann vildi ekki taka við því, nema því að eins, að stefnu Wekerle og áhugamálum þjóðarinnar væri fram haldið. Eptir nokkra hríð fól konungur svo Wekerle að setja saman ráðaneyti á ný. Þykir Ungverjum vel hafa farið, og einkum framsóknarliði þeirra. En klerkar og apturhaldsmenn búast til mótstöðu, og er vel líklegt, að þar verði hryðjusamt um stund. ítalir glíma við fjárþröng. Það er út- lit fyrir, að hjá þeim verði á 3. hundrað miljóna tekjuhalli. Crispi hefði lagt á nýja skatta ef hann hefði getað, og þó hann hefði fengið það, þá hefði það ekki verið til neins, með því lagi, sem nú er á skattaálögum. Þar gjalda borgarar og bændur í landssjóð, en aðalsmenn, jarð- eignamenn og ýmsir auðugir ónytjungar ekki að sama skapi. Landið getur ekki risið undir meiru. En þó vill Crispi, hinn gamli læri- sveinn Bisraarks, ekki spara einn eyri; hann vill, eða réttara sagt: vildi, því honum var steypt þessa dagana, fá sama féð til hers og flota, víggirðinga og her- voða sem áður, en enginn veit, hvar þetta lendir. Síðan honum var steypt, er Húmbjart- ur konungur í vandræðum. Flokkafor- ingjarnir á alþingi, Rudini, Zanardelli, I Giolitti, sem allir hafa verið ráðgjafar, eru riðnir við bankamálið alræmda; og það er Crispi reyndar líka, en hann hefur klórað sig betur út úr því en hinir, og um leið og hann hrapaði, komu fram — sum- ir segja af hans völdum — sannanir um herfilegt atferli þeirra, einkum Giolitta. Þeir höfðu t. d. vitað um svik landsbank- ans og annara seðilbanka, en látið það ó- átalið, og Giolitti hafði fengið úr honum fé svo hundruðum þúsunda skipti í krónum og lofað bankastjóranum, að hann skyldi sjá til að hann yrði sýknaður, að minnsta kosti við hæstarétt! Síðan, þegar banka- stjórinn varð uppvís að svikunum, voru skjöl hans send til stjórnarinnar, og hafa ekki sést síðan! Margt er þaðan Ijótt að segja fleira. Það lítur nú svo út, sem Crispi verði aptur ráðaneytisforseti. Nylunda varð í Vínarborg um daginn. Þar kom hin mesta haglhríð, sem menn vita af að komið hefur hér í álfu. Höglin eru sögð á stærð við andaregg, og brotn- uðu, að því er sagt er, 1 milj. rúður. Þetta var um dag, en myrkur varð sem um hánótt, hestar fældust og meiddust margir ökumenn; hersveit var að æfingum úti á borgarvöllum, það var stórskotalið, og þegar hríðin skall á fældust hestarnir, sem gengu fyrir fallbyssunum, en 40 manns særðust og dóu. Snjórinn bráðnaði þegar og varð flóð á götunum, fyllti kjallara en mannbjörg varð nær alstaðar fyrir ötula framgöngu brunaliðs og hermanna. Sú fregn kom í gær, að soldáninn í Marokkó sé látinn. Segja sumir að hann hafi verið myrtur. Er agasamt þar í landi. Frá Chicagosýningunni. Eptir P. M. Clemens. vn. Lýsing sú, sem á undan er farin, grein- ir einkum frá ytra útliti sýningarinnar, hinum helztu af sérstökum sýningarhús- um og innihaldi þeirra; en hinum stærri byggingum hef eg að eins lýst að utan. Þó er það einkum innihalds þeirra vegna, að sýningin á sór stað — mér er óhætt

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.