Þjóðólfur - 04.07.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.07.1894, Blaðsíða 3
123 Heyrt höfum við hér kosningaúrslitin og una margir þeim allilla, eu okkur dug- ir ekki að deila um það, því kosningalögin segja við okkur hér allmarga: „Ykkur varðar ekkert um það piltar, hverjir eru þingmenn, fyrst þið ekki leggið 12 kr. til sveitar"; þessu þykir nú mörgum hartund- ir að búa, og illa álítum við það orðið, að ekki náði kosningu hið eina þingmanns- efni, (hr. Hannes Þorsteinsson), sem við höfurn heyrt, að hafi víljað framfylgja breytingu á þessu, en menn eru yfirhöfuð ekki svo miklir mannréttinda vinir, að Þeir taki mikið tillit til þessa, og svo er ekki furða, þó þeir hafi meira fylgi, sem húsvitja í hverri sveit, heldur en hinir, sem láta sér óðslaust. Þorlákur kom hér í einhverjum erindagerðum fyrir kjörfund og var hér að vepjast meir en hálfan dag og telja rnönnum trúna (á sig náttúrlega og sína margháttuðu þekkingu að þim/leg- um hyggindum!! ógleymdum, en helzt mun það hafa heyrzt, sem aðalmeðmæli með honum, að hann væri búinn að vera þing- maður Árnesinga svo lengi, að ekki mætti hafna honum, en þær ástæður! hvílík speki! rétt eins og nú yrði að veita hon- um afgömlum þingmennsku til 6 ára að eins fyrir langa en — lélega þjónustu; hvað hann hefur farið víða í þessum leið angri hef eg ekki heyrt, en óefað hefur hann komið víða og notað þenna vikutíma rækilega. Þó menn uni nú úrslitunum all- illa, þá eru þeir þó óánægðari með Þorlák, þvi allslælega hefur hann rekið erindi Eyrbekkinga á þingi til þessa, en þó marg- ir gruni Tryggva um apturhald í sumum málum, þá er hann hér að góðu kunnur og menn vona að hann muni verða ötull formælandi atvinnu- og samgöngumála. Svo man eg nú ekki meira. Með vinsemd og vírðingu. XVIII. Embættispróf á læknaskólanum tóku í lok f. m. 1. Sigurður Pálsson með 1. eink. 96 st. 2. Wilhelm Bernhöft — 2. — 88 — 3. Skúli Árnason — 2. — 76 — íitskrifaðir úr latínuskólanum 30. f. m. þessir stúdentar: Eink. stig 1. Halldór Steinsson .... . I 98 2. Georg Georgsson .... . I 96 3. Guðmundur P. Eggerz . . . I 93 4. Jón Þorvaldsson .... . I 91 5. Haraldur Þórarinsson . . . I 86 6. Magnús Jóhannsson . . . . I 85 7. Jón P. Blöndal................I 84 8. Axel Schierbeck...............H 78 9. Guðmundur Pétursson . . .II 74 10. Sigtryggur Guðlaugsson. . .II 69 11. Þorv. Þorvarðarson (utanskóla) H 69 Einn þeirra, er útskrifast átti (Jón Run- ólfsson) gat ekki tekið próf sakir veikinda. Geta má þess, að uudir árspróf 4. bekkjar gekk í þetta skipti einn kvenn- maður (frk. Elinborg Jakobsen dóttir J. Jacobsens skósmiðs hér í bænum) og stóðst hún prófið. Einar Tliorlacius sýslumaður í Norð- urmúlasýslu hefur verið sviptur embætti af landshöfðingja fyrst um sinn frá 1. júlí og er cand jur. Axél Tulinius settur til að þjóna sýslumannsembættinu frá sama degi. Póstskipið „Laura“ fór héðan í nótt vestur og norður um land. Scliierbcck landlæknir sigldi nú með „Laura“ áleiðis til Hafnar, að líkindum alfarinn liéðan. Þó hefur hann ekki sagt embætti sínu lausu. Þorvaldur Tlioroddsen skólakennari fór héðan með „Laura“ til rannsóknar- ferða í Austur-Skaptafellssýslu. Fylgdar- 48 legt né samboðið þeim manni, er eg sæmi vináttu minni. En hvað sem um það er, þá var þetta engin ástæða til að verða vitstola og fella niður borðbúnað minn. Þessi læknir í 3. herdeild riddaraliðsins hefur sýnt yður með fögru eptirdæmi, að maður á að liafa mætur á hverjum þeim hlut, sem keisarinn hefur gefið manni, hversu lítið sem annars kann að þykja í hann varið. Þér nefnduð hann Leopold Spieldorf. Eg kannast við nafnið. Hann er trúr þegn, ráðvandur maður og vitur og lætur eigi mikið yíir sér, og eru þetta þrír eiginlegleikar, sem næsta sjaldgæft er að finua hjá einum og sama manni“. — „Eg vil láta senda eptir Spieldorf lækni“, mælti keisarinn og snéri sér að Lédérer hershöfðingja. „Mig langar til að heyra af lians eigin munni ástæðuna fyrir því, að haun neitaði yður um hattinn11. Þjónustusveinn var þegar seudur eptir Leopold og innan fárra mínútna var honum vísað inn til keisarans. „Herra Spieldorf!“ tók keisarinn blíðlega til orða. „Hvers vegna vilduð þér eigi láta herra Weissberg fá aptur hattinn, sem hann beiddi yður um?“ „Yðar hátign!“ svaraði Leopold. „Eg skal hrein- skilnislega skýra yður frá því. Til þess eru tvær ástæð- ur. Hin fyrri er sú, að mig langaði til að eiga ein- hvern hlut, sem yðar hátign hefur átt“. „Og hver er hin?“ spurði keisarinn. 45 hattur er það eina, sem þér hefðuð að leggja í búið með henni, annað eigið þér ekki. „Þér fáið eigi hattinn, nema því að eins að eg fái Loví8u“, svaraði Spieldorf um leið og hanu reif hann af honum. „Kjósið nú um“. „Æ! guð minn góður hjálpi mér! Þér viljið vist dauða minn?“ „Nei, eg vil öllu heldur dóttur yðar“. „En þér sjáið að það er ómögulegt. Þér eruð að vísu heiðvirður maður, góður og gildur hermaður og dugaudi læknir; þetta veit eg allt saman . . . . en þér eruð bláfátækur, en Lovísa á að fá 100,000 gyllini í heimanmund á heiðursdegi sínum. Þér hljótið því að sjá, að þér eruð næsta ósanngjarn í kröfum yðar og að þér með engu móti getið orðið eiginmaður hennar“. „Gott og vel! ef þér eruð þrár og harðsvíraður, þá skuluð þér sjá, að eg get verið það líka. Eg gef engum öðrum hatt þennan en tengdaföður mínum. Nú getið þér snúið aptur til hallarinnar, ef þér viljið, og megið segja hans hátigu þessi orö mín, ef yður þóknast svo. Eg svara yður nú eigi framar“. Yfirsmiðurinn reyndi nú til með loforðum og bæn- um að fá Spieldorf til að breyta ákvörðun sinni, en allar hans tilraunir i þá átt reyndust árangurslausar,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.