Þjóðólfur - 03.08.1894, Side 3

Þjóðólfur - 03.08.1894, Side 3
143 Þegar „Diana“ var hér á ferð fyrir austan á dögunum, náði hún 3 útlendum fiskiskipum (2 ensk- Um og 1 norsku), er voru að fiskiveiðum í land- helgi við Vopnafjörð, og fékk hvert þeirra £ 12 sekt. Um sama leyti kom norskt hvalveiðaskip inn á Vopnafjörð, og lenti skipverjum þar i landi saman við Englendingana og urðu með þeim áflog og ryskingar miklar; lauk þeim slag þannig, að einn Englendiugurinn hraut út af hryggju í sjóinn og drukknaðí, voru hinir allir að sögn svo ölvaðir, að enginn reyndi til að bjarga manninum. Þvi miður hefur „Diana“ eigi getað náð i neitt af botnvörpuskipum þeim, sem allt af eru hér á ferð- um fyrir austan, og sópa sjávarbotninn með hinum stóru botnvörpum sínum alveg upp við landsteina og eyðileggja með því móti gjörsamlega alla fiski- veiði á þeim svæðum, er þau fara yfir. Er vonandi að alþingi og stjórn taki nú þeg- ar í taumana, og breyti lögunum um fiskiveiðar útlendinga, þannig, að landhelgislinan verði sett langtum lengra undan landi, og að viðlagðar verði gífurlega háar sektir, ef veitt er með botnvörpum í landhelgi, því ella er viðbúið, að fiskiveiðar hér við land eyðileggist algjörlega á fáum árum. Þegar „Egill“ var á austurleið hingað heim frá Reykjavík um daginn, hitti hann nokknr ensk gufuskip („Trawlers"), er voru að fiskiveiðum með botnvörpum með fram söndunum, alveg upp i land- Steinum. Lét skipstjórinn, Tönnes Wathne, stýra „Agli“ að skipum þessum og setti hann og nokkr- ir af farþegunum á sig merki og númer skipanna; tvö skipin voru svo nærri landi, að skipstjórinn þorði eigi að stýra svo nálægt þeim, að hægt væri að lesa merki og tölur þær, er á þeim stóðu. Svo Þegar hingað kom, var eptir áskorun Benid. sýslu- manns Sveinssonar, er komið hafði með „Agli“ að sunnan, skipstjórinn, ásamt nokkrum af farþegun- um, kallaður fyrir rétt, og framburður þeirra eið- festur; voru próf þessi svo send landsstjórninni til frekari aðgorða. Nú vildi svo vel til að seint í gærkveldi kom enskt botnvörpuskip hingað inn á höfnina, og höfðu Bkipverjar dregið sót eða svertu yfir nafn og númer skipBÍns. Brá þá nýi sýslu- ’áaðurinn, Axel Tulinius, þegar við og heimtaði shipskjölin og skipaði að skýra upp aptur þegar í stað nafn og númor skipsins; kom þá í ljöa, að skip þotta, „Arcadia" G. Y. 352, var eitt af skip- um þeim, er „Egill“ haiði hitt við fiskiveiðar í '’nuliielgi. Kallaði sýslnmaður skipstjórann fyrir rétt snemma í morgun og sektaði haun um £ 50 boo krónur. Þess skal getið, að skipstjónnn ar^ kað fyrir réttinum, að ómögulegt væri að veiða me botQvörjJum yjfl iand, nema í landhelgi. Alþingi i. Alþingi var Se^ ejri8 Q„ jjj stóð í %íía dag (2. þm.). EínH þmgxuaður, Kle- Jónsson 1. þm. Eyfirðinga kernur e ki tii þings í þetta akipti, þar eð hann sem oettur amtmaður heí'ur ekki fengið fararleyfi. Annar þingmaður (L. E. Svein- björnsson) var veikur þingsetniugardaginn. Séra Þórhallur Bjarnarson até í stólinn í kirkjunni. Því næst var gengið í alþing ishúsið og þá er landshöfðingi hafði lýst því yfir í nafni konungs, að alþingi væri sett og þingmenn hrópað „húrra“ fyrir konungi að vanda, gekkst aldursfor- seti þingsins, Sighvatur Árnason, íyrir prófun kjörbréfa og kosningu forseta sam- einaðs þings. Nokkrir smágallar voru á kjörbréfum sumra þingmanna, en þó var kosning allra tekin gild þá þegar nerna kosuing þingmanns Mýramanna (Halidórs Daníelssonar), er reyndist mjög göiluð, sérstaklega sakir þess, að kjörstjóri hafði boðað kjörfundinn síðar en lög fyrir skipa, og svo sakir færslu kjörstaðar, er ekki var samþykkt af amtinu fyr en kjörfundur var um garð genginn. Var frestað úrslit- um um gildi kosningar þessarar þá að sinni, og tók þingmaðurinn því ekki þátt í atkvæðagreiðslu. — Forseti sameinaðs þings var því næst valinn Benedikt Sveins- son sýslumaður með 20 atkv. Tryggvi Guunarsson fékk 8. Varaíorsetakosuing- in gekk fremur stirt, því að við fyrstu kosningu fékk Tryggvi Gunnarsson 13 atkv. og við aðra kosningu 16, en Sighv. Árnason 11, en með því að sú atkvæða- greiðsla var ekki nóg var kosið bundnum kosuingura millum þeirra Tryggva og Sig- hvats, eu þá fékk hvor þeirra 16 atkv. og varð því að varpa hlutkesti um, hver hljóta skyldi og kom þá upp hiutur Tryggva. Skrifarar í sameinuðu þingi voru valdir: Þorleifur Jónssoa með 29 atkv. og Sigurð ur Stefánsson með 27. Til að eiga sæti í efri deild þetta kjör- timabii voru vaidir þessir þjóðkjöniir þing- menn : Sigurður Jensson með 30 atkv. Sigurður Stefánsson — 30 — Þorleifur Jónsson — 30 — Guttormur Vigfússon — 29 — Jóri Jakobsson — 25 — Jón Jónsa. i Bakkag. — 22 — Forseti í efri deiid var kosinn: Árni Tliorsteinsson landfógeti með öllum (10 atkv.) og varaforseti L. E. Sveinbjörnsson með 8 atkv. Haligr. biskup Sveinsson fékk 2 atkv. Skrifarar vorn kosnir: Jón A. Hjaltalín og Þorleifnr Jónsson. For- seti í neðri deild var kosinn: Þ'orarinn Böðvarsson r. af dbr. með 15. atkv. (Bene- dikt Sveinsson fékk 3, Ólafur Briem 2 og Tryggvi Gunnarsson 1). Varaforseti var kosinn Ólafur Briem með 14 atkv. en skrif- arar Einar Jónsson með 20 atkv. og Guðl. Gruðmundsson með 17. Til að rannsaka gildi kosningarinnar í Mýrasýslu og kærur þær, er landshöfðingja höfðu verið sendar um hana var valin 3. manoa nefnd í sameinuðu þingi og hlutu kosningu Ólafur Briem með 21 atkv., Kristján Jónsson með 17 atkv., og Guðl. Guðmundsson með 15 atkv. Skyldu for- setarnir vera í verki með þeim að þessu. Skrifstofustjóri alþingis er dr. Jón Þor- kelsson (frá Khöfn), en á skrifsíofuimi Steingr. Johnseu söngkennari og Br. Þor- láksson landsh. skrifari. Innanþingsskrif- arar í Nd. Morten Hattsen skólastj. og Jóhannes kennari Sigfússon, en i Ed. Halid. Jónsson bankagj.keri og stud. mag. Sig. Pétursson. Undarleg meinloka i höfði ísafoldarrit- stjórans er málsókn sú, er hann hefur augtýst gegn Þjóðólfi. Hann gengur eflanst með þær grillur maðurinn, að lögin muni nú duglega „borga fyrir hrafninn“, þá er hann sjálfur hrekkurekki leugur við og er kominn i kútinn með allar varnir. En hann hefur líklega ekki athugað reikuinga sína nógu rækilega, áður en hann hljóp í Þjóðólf með málssókn, þvi að hefði hann gert það, muudi hann sem gamall og nýr laganemi hafa rekið augun i hitt og þetta eptir sjálfan sig i „ísafold11, sem ekki er heflað eptir laganna krókóttu reglum. Hon- um mátti það vel kunnugt vera. að Þjóðólfur hef- ur marga höggstaði á honum, er tvimælalaust koma einhverjir til greina, úr því að ísafoldarritstjór- inn hefwr að fyrra bragði ákallað lögiu sér til verndar, þvert á móti allri venju, sem hingað til hefur tiðkazt meðal blaðstjóra innbyrðis. Þessi spáunýja regla ísafoldar, sem hún beitti fyrst gegn hr. Sktila Thoroddsen, er eflaust sprottin af sárri löngun ritstjórans til að losa mótstöðumenn sína við nokkrar krónur með hégómlegu og fyrirlitlegu málaþrefi. Það er nauða aumingjalegur hugsunar- háttur, sem lögin og dómstólarnir ættu ekki að ala upp í fólki. Að endingu skal þess getið, ábyrgðarmanni ísa- foldar til huggunar, að það er engin von til, að hann nái sér niðri á Þjóðólfi algerlega endurgjalds- laust, og má hann því snarlega búast við að verða krafinn ábyrgðar fyrir sum „finyrði11 sín í ísafold gagnvart ritstjóra Þjóðóifs. Enn sem komið er hefur stefnan frá ísafoldar- ritstj. ekki verið birt. Hann ec ef til vill að sækja um gjafsókn(ll) karlsauðurinn, enda væri gustuk j að veita honum hana, því að margur hefur síður til þess unnið írá hálfu landstjórnarinnar. Gufuskipið „Vaagen“ kom hingað anstan af Seyðisfirði aðtaranóttina 1. þ. m. með Benedikt sýslumann Sveinsson, er var nýlcominn til Aust- fjarða frá Kaupmannahöfn. Með „Yaagen“ komu nokkrir fleiri farþegar, þar á meðal frú Sofiia Ein- arsdóttir frá Vaiþjófsstað með skuldalið sitt áleiðis til Stykkishólms, og ekkjufrti Guðríður Kjerulf frá Ormarsstöðum. „Yaagen“ fór um hæl austur aptur í fyrra dag. Miklir óþurkar hafa gengið hér syðra það sem af er sláttarins, svo að töður liggja enn óhirtar á túnum meira og miuna og mjög teknar að skemm- ast. Nyrðra og eystra hefur ekki verið jafn óþurka- samt, að þvi er spurzt hefur.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.