Þjóðólfur - 17.08.1894, Blaðsíða 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júll.
Uppsögn, bundin við iramót,
ögild nema komi til útgefanda
fyrir 1. oktftber.
ÞJðÐÖLFIJ II.
XLYI. árg. Reykjayík, föstudaglnn 17. ágúst 1894. Nr. 39.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, 4. ágúst.
Austur úr Asíu gengur mikill skagi,
sunnan að honnm liggur Kína, en sund
eitt mikið skilur hann frá Japan; á skaga
þessumliggurkonungsríki, sem heitirAórai,
um 4000 mílur A stærð með 7 miljónum
íbúa. Landslýðurinn liflr í sárri fátækt
og menntunarleysi, enda er landsstjórnin
hin aumasta og fullkomlega á Austur-
landavísu. Konungurinn er svo heilagur,
að ekki má nefna nafn hans og enginn
má sjá hann nema ráðgjafar hans, í stuttu
máli, öll stjórn lians er orðin að bjánalegum
„seremoníum'1, engum framkvæmdum fylgt
af kappi, engin ný fyrirtæki reynd, engar
nýjar hugmyndir fá að komast þar inn,
af því að landslýðnum er sárilla við alla
útlendinga, og segja sumir það vera sprott-
ið frá höfðingjunum, sem hafa mestan
haginn af, að allt haldist í gamla sökkv-
andanum; annars fá þcir þann vitnisburð
að þeir séu bæði illir og ónýtir.
Kína og Japan hafa lengi bitizt um
þennan bita, og við bæði ríkin hefur Kórea
gert samninga í mörg herrans ár, en
hvað sem í þeim hefur verið, þá hefur
Kína fengið þaðan skatta, og látið það af-
skiptalaust að mestu leyti, en Japansmenn
hafa átt talsverða verzlun við landið.
Og svo heyrist það allt í eiuu, að
Kínverjar og Japanar séu farnir að berj-
ast um það.
Nú stendur svo á, að frá Kóreu liggja
tveir fréttaþræðir, annar yfir Japan, hiun
yflr Kína, og gegnum annan fáum við þá
fregn á hverjum degi, að Japanar hafi
unnið stórkostlegan sigur, hroðið skip og
brotið borgir fyrir Kínverjum, og svo rétt
á eptir kemur sú fagnaðarfrétt gegn um
hinn, að nú hafi Kínverjar tekið sig til
og brytjað niður Japausmanninn þúsundum
saman, en ekki látið nema örfáa menn!
Það var allra manna álit fyrst, að ófrið-
nrinn væri sprottinn af því, að Japanar
vildu fá Kóreukonung til þess að leyfa
nýmæli í landi sínu, og jafnvel af þvi
meðfram, að þeir liefðu bak við eyrað að
festa sig þar í sessinum, en Kínverjar
hafi tekið hvorttveggja óstinut upp — nú
dag stendur sú vizka í öllum heimsins
blöðum, að styrinn sé af því risinn, að
Kóreumenn vildu ekki selja hinum látprúðu
þegnum Mikadóans — baunir!
Hvað sem ófriðarefnið nú er, má þó
telja það víst, að ófriður er þar eystra,
því að Englar, Frakkar, Rússar o. s. frv.
hafa sent þangað herflota „til að verja lif
og réttindi sinna þegna“, eins og þeir
segja allt af, þegar líkt stendur á, og þeir
ætla að skara eld að sinni köku, eða varna
hvorir öðrum að gera það, en allar fregnir
þaðan eru svo á reiki, að það er borið til
baka annan daginn, sem er fullyrt hinn, og
þó eru altir vissir um, að Japan beri hærri
hlut enn þá; það verða lesendur Þjóðólfs
að láta sér nægja fyrst um sinn.
Ameríka. Þaðan er ekki annað að
segja en mestu dýrtíð og atvinnuleysi, en
svæsin vinnufóll sefuð í bráð.
Evrópa. Síðan Carnot var myrtur
hefur ekki um annað meira verið rætt og
ritað en aðgerðir landsstjóreanna gegn
stjórnleysingjum.
Stjórnir Ítalíu og Frakklands hafa
komið fram með lög gegn stjórnleysingjum,
þar sem helzt er snúizt að því að varna
útbreiðslu kenninga þeirra opinberlega.
Prentfrelsi hefur þess vegna verið tak-
markað að mun, og að ýmsu leyti opnaðar
leiðir fyrir stjórnunum til þess að hafa
hemil á öllum og öllu, sem ekki er þeim
að skapi. Frjálslyndir menn una hið
versta við, og í Frakklandi hafa blöðin
barizt drengilega fyrir réttindum sínum;
en það kom fyrir ekki, lagafrumvörpin
voru samþykkt.
Caserio, morðingi Carnots, er dæmdur
til dauða. Málfærslumaður hans ætlaði
að bjarga honum með því að sanna, að
hann væri ekki með öllum mjalia, en hann
mótmælti því sterklega; ekki hefur neitt
komið fram í því máli, sem vert sé um
að tala.
Á Balkansskaga er allt með kyrð og ró.
Stambulow lætur ekki á sér bera, og Alex-
ander Serbakonungur lætur Mílan föður sinn
stjórna landinu meðau hann er í heimsókn
hjá Tyrkjasoldáni. Grikkir ætluðu að
prettast um að borga skuldir sínar, en
stórþjóðirnar tóku þar svo hart í strenginn,
einkum Þjóðverjar, að þeir neyðast lík-
lega til að standa í skilum.
Fjárlagafrumvarpið Harcourts er nú
samþykkt eptir megnar útistöður, og hefur
hann hlotið mikinn sóma af; annars hefur
því verið fleygt, að hann myndi vera ó-
ánægður með að vera ekki meira en fjár-
málaráðgjafi, og vildi hann gjarnan kora-
ast í hinn æzta sess, sem Roseberry
skipar. Yar talið víst, að hann myndi
segja af sér, þegar eptir þingslit, en nú
er svo að sjá, sem það hafi verið flugu-
fregn.
Silfarbríiðlcaup Friðriks krónprins og
Lovísu húsfreyju hans var haldið hinn
28. júlí með mikilli viðhöfn og prýði.
Kom hingað Osear Svíakóngur og synir
hans; þýzki keisarinn sendi bróður sinn
Hinrik Saxaprins á miklum járndreka, en
Rússakeisari rikiserfingjann, son sinn, en
aðrir þjóðhöfðingjar létu sér nægja að láta
sendiherrana fara í sinn stað.
Hér úði og grúði allt af blómum og
fánum, Ijósum og annari dýrð, sem gladdi
augað og dillaði huganum. En ekki var
trútt um, að sumir létu sér fátt um finn-
ast, og kölluðu meiri nauðsyn að vinna
einhverja bót á ýmsum vandkvæðum í
höfuðstaðnum en leggja fé í að halda há-
tíð, hvenær sem konungsfólkið gerði það.
Allt var slíkt með gát.
Krónprinsinn tók móti ótalmörgum
sendinefndum, sem allar héldu ræður og
„gratúleruðu“. Prinsinn er kallaður orð-
heppinn, enda þurfti hann á því að halda
til að svara öllum þeim ósköpum. Meðal
annara fóru flestallir alþingismenn til hans
og til þeirra hélt hann pólitiska rœðu og
þakkaði miðlunarmönnum hvað eptir annað
fyrir framgöngu þeirra í vetur.
Látnir eru tveir nafnkenndir menn:
Leconte de Lisle, frakkneskt skáld, og
Jósep Hyrtl, fyrrum háskólakennari í lík-
skurðarfræði í Wien, mjög nafntogaður,
og af sumum nefndur „Aristofanes læknis-
fræðinnar".
Frá Chicagosýningimni.
Bptir P. M. Clemens.
X.
Nokkurn spöl frá strönd Michiganvatns
eru þrjár byggingar, er áður hafa nefndar
I verið. Þær eru: Iðnaðarbyggingin, Banda-