Þjóðólfur - 17.08.1894, Blaðsíða 2
154
ríkjabyggingin og Fiskibyggingin. Allar
hafa byggingar þessar mjög merkilega sýn-
ingarmuni að geyma.
Iðnaðarbyggingunni hef eg áður lýst
að nokkru ieyti og hafa slíkar sögur far-
ið um feiknarstærð hennar, að hún mun
nú standa fyrir hugskotssjónum flestra
sem hið mesta tröllvirki í heimi, enda
verður ekki ofsögum sagt um stærð henn-
ar. Gólfinu í henni er skipt niður í stræti
og heitir aðalstrætið „Columbia avenue“,
og eru fram með því sýningarskálar stór-
velda heimsins. Lopt er í byggingunni
fram með hiiðum og göflum og eru þar
einkum sýningar frá skólum og þesskonar
stofnunum. — Á íslenzku hefur bygging
þessi verið nefnd Iðnaðarbygging, en með
því að það gefur skakka hugmyud um
sýningarmuni þá, sem í henni eru vil eg
gota þess, að hún heitir „Manufactures and
liberal arts building11 (Iðriaðar- og fjöllista-
bygging). — Hið geysistóra gierþak gef-
ur næga birtu um alla bygginguna á dag-
inn, en á kvöidiu er hún uppiýst með
þúsundum af rafurmagnsijósum. í bygg-
ingunni eru fjöida margar iyptivélar, er
flytja fóik á einni mínútu upp á þak bygg-
ingarinnar, sem er 220 fet; er þar skemmti-
gangur há!f míla ensk á lengd fram með
þakbrúnunum og er þaðan víðsýrii gott
yfir sýningarsvæðið; á leiðinni upp gefst
manni íæri á að sjá út yfir bygginguna
að innan, er þá breiðist út fyrir manni
sem smábær, eu fólkið verður að ofurlitl-
um brúðum, er maður að eins sér höfuð og
herðar á. En hverfum nú að sýniugar-
mununum. Hér mætti verja mörgum dög-
um og allt af sjá eitthvað nýtt og merki-
legt, því hér keppast þjóðirnar hver við
aðra að sýna kjörgripi sína og furðuverk.
Belgíumean sýna hin vönduðustu búsgögn
á sýnÍDgunni; Austurríkismenn hina vönd-
uðustu glervöru; Japansmenn hin vönduð-
ustu stein- og bronzeker; Kínverjar hina
vönduðustu silkivefnaði; og eru margir af
munum þeim listaverk í sinni röð. Skáli
ítala er fuliur af listaverkum, myndastytt-
um, sumum úr leir og með náttúrlegum
iitum en sumum úr skínandi hvítum marm-
ara. Andspæni3 þeim sýna Norðrnenn hina
marglitu kvennbúninga sína auk skíða,
skauta, vagna og tréútskurðar, en í tjöld
unum innan í skálanum eru málverk af
norsku landslagi. Svissar tjaida einnig
búð sína að innan með myndum frá föður-
landinu og sýna í henni einkum birgðir
af hinum frægu úrum sínum, sem mörg
eru sönn gersemi; mörg eru þau ótrúan-
lega lítil, úr í göngustöfum, úr í brjóst-
nælum, já og úr á handhriugum svo smá
að hafa má hanzka utan yfir. Bússar
sýna í hinum útskorna auðkenniiega skála
sínum vefnaði, gimsteina og skrautlega
húsbúnaði. Frakkar sýna og margt skraut-
legt í búð sinni, og gefst kvenþjóðiuni þar
tækifæri að sjá dýrindiskjóla, útsaum o. s.
frv.; bronze krukka ein, sem þar er, „Dore-
krukkau“, er eitt af hinum mestu lista-
verkum í byggingunni. Sýuing Banda-
ríkjanna er auðvitað stærst af sýningun-
um í þessari byggingu; en lang eptirtekt-
arverðust, sem heild, er þó þýzka sýning-
in. Aðalinugangurinn í hana er frá Col-
umbia avenue; þar eru þrjú járnhlið um
20 fet á hæð. Þau eru úr slegnu járni
og gerð með stökum hagleik, laufblöðin
aldinin og rósirnar, sem þau samanstanda
af, eru svo náttúrleg, að undrum sætir, er
maður íhugar, að þau voru gerð einungis
með hamri, meitli og eldi. Yfir miðri búð-
inni er tröllsleg myndastytta af „Ger-
maníu“; öðru megin við hanaerrokkur en
hinu megin bandhnykill. Frá Kap-riý-
lendunni í Afríku er sýning af aðferð
þeirri, sem þar er höfð við að hreinsa jörð,
er demantar finnast í; var sent hingað tals-
vert af leðju úr námunni og með henni
tveir grimmilegir og risavaxnir blámenn,
er gættu hennar nótt .og dag; leðjarr er
hreinsuð hér og demantar þeir, sem í henni
finnast tilskorriir, og er mjög fróðlegt að
sjá þá aðferð. Danmerkur sýningin er
ekki ýkja stór, en fremur smekkleg, skál-
inn er í lögun sem kirkja með þrem turn-
um, á veggjunum að utan eru myndir frá
G-rænlandi, Vesturindíum, Danmörku og ís-
landi; myndin frá íslandi er af Geysi og
standa þessi orð þar undir: „Staður á
dönsku eynni Íslandí, bústað hins fyrsta
finnanda Ameriku". Á rnilli þessara mynda
eru afsteypur af standmyndunum „Hjarð-
sveinninn“ og „Venus“ eptir Thorvaldsen
(danska listamanninn!!). Yfir aðalinn-
ganginum stendur „The kingdom of Den-
mark“ (Konungsríkið Daumörk) og sitt
hvorumegin við lrann eru standmyndir úr
bronze af H. Chr. Audersen og Thorvald-
sen. Inn í skálanum er sýnt berbergi
það, sem Andersen bjó í og húsbúnaður
hans. Nokkrir af muuum Thorvaldsens
eru sýndir og líking af „Thorvaldsens
Museum“ í óverulega smáum stýl. Hinn
eini íslenzki munur í skála þessum er
brúða á íslenzkum skautbúningi eptir frú
Th. Thorsteinsen í Reykjavík; búningur-
inn, koífrið og beltið er allt, hið vandað-
asta og á frú Thorsteinseu þökk skilið
fyrir fyrirhöfn sína og framtakssemi, þar
sem hún er ein af hinum þremur íslenzku
konum, er gert hafa íslandi þann heiður
og ef til vill gagn að sýna íslenzka muni
á sýniugu þessari. En, þá er að nefna
mun þann, er íslendingar munu mest þrá
að frétta af, Flateyjarbök, hún er í þess-
um skála, eða réttara sagt „Ijósmyndini-
ar“ af henni; hér eru sýndar tvær bækur
og er hvorug þeirra að minni ætlun lík
Flateyjarbók, önnur liggur opin í lokuðum
glerkassa og er hún úr hviturn pappir
með bláu, klesstu og ógreinilegu letri en
hin er opiri fyrir þá, er lesa vilja, og eru
á sömu opnunni þýðingar af textanum á
ensku og dönsku, einnig textinn sjálfur með
frumletrinu og latínuletri; þessi bók er
vandaðri en hin en gefur þó eigi rétta
hugmynd um hina eiginlegu Flateyjarbók.
(NiÖurl. nœst).
Uáðgjafaskipti eru orðin í Danmörku.
Er Estrup loks farinn frá eptir 19 ára þjón-
ustu sem forstöðumaður ráðaneytisins, en
í hans sæti kominn Reedz-Thott utanríkis-
ráðherra. Fjármálaráðherra er Liittichau
kammerherra og kennslumálaráðherra V.
Bardenflcth í stað Goos, er frá fór. í stað
Bahnsons er Thomsen liershöfðingi orðiun
hermálaráðherra. Hinir ráðgjafarnir sitja
kyrrir, þar á meðal Nellemann íslandsráð-
gjafi og dömsmála. Engin stefnubreyting
í ráðaneydnu kvað vera fyrirsjáanleg við
þessi ráðherraskipti, en ólíklegt er, að það
verði jafn lífseigt, sem Estrups ráðaneytið.
Heiðursdoktor. Þorvaldur Thorodd-
sen skólakennari hefur verið gerður að
heiðursdoktor í heimspeki við dauska há-
skólann á silfurbrúðkaupsafmseli konungs-
efnis 28. f. m. ásaint nokkrum fleiri vís-
indamönnum, þar á meðal prófessor John-
strup.
Gufuskipið „Stamford" fór héðan 13.
þ. m. og með því eigandinn sjálfur hr. L.
Zöllner frá Newcastle, en Jón Vídalín og
frú hans fóru ekki í þetta skipti, eins og
ætlað var í fyrstu. Með „Stamford“ sigldi
og til Englands Guðmundur Guðmundssou
héraðslæknir frá Laugardælum til að leita
sér lækninga, og er Skúli Árnason lækna-
skólakand. settur til að gegna embætti
hans (í Árnessýslu) í fjærveru hans. Enu-
fremur sigldu með Stamford þeir kaup-
mennirnir H. Th. A. Thomsen og Herluf
Bryde.
Kennaruembættið við prestaskólann
er veitt cand. theol. Jóni Helgasyni.
l'óstskipið „Laura“ kom hingað frá
Höfn aðfaranóttina 15. þ. m. Með henni