Þjóðólfur - 05.10.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.10.1894, Blaðsíða 3
187 í verki, er vitaskuld aö eg hefi vísvitandi frá engu skýrt rangt. Vel má eg muna, hvernig til hagaði hjá þeim mönnum, er eg umgekkst og hafði náin kynni af frá því eg mundi til min og fram undir tvitugs-aldur. Að lýsa ver en var, finnst mér eng- in ástæða til fyrir mig. Heldri manna lífinu gat eg ekki lýst, eg þekkti það ekki svo til hlítar. í byrjun ritgerðar sinnar getur Ólafur þess, að S. P. Nielsen nokkur hafi lýst heimilisháttum og siðvenj- nm hjá stórbsendum í Danmörku, en eigi getið um hsetti eða húsakynni hjá kotungnm, og fyrir því sé þessi ritgerð engan veginn bændaBtéttinni til minnkunar. Og ennfremur segir hann, að það hefði verið lýtalaust fyrir mig, þó eg hefði hlaupið yfir það allra ljótasta. Af þessum ummælum hans finnst mér auðsætt, að honum finnst minnkun að því, að skýra frá lifnaðarháttum fátæklinganna, og vill iáta hlaupa yfir það, er honum finnst til óprýðis fyrir þjóðlífið. Þetta kann að koma sér vel, en sögulega rétt hygg eg það sé ekki, og í þessu sem öðru ætla eg, að sannleikurinn sé sagna beztur. En það er eins og höf. líti öðrum og mildari augum á liðna tímann en nútímann. Á bls. 216 fullyrðir hann, að margir séu lúsugri nú en verið hafi fyr á tímum, og það er með auðsjáanlegri velþóknun, að hann getur þess, að nafnkenndur læknir hafi kveðið upp úr með þetta, þar sem hann segir, að sig hafi stundum hryllt við lúsamergðinni á Suður- landi. Skyldi þessi lúsasaga dannebrogsmannsins vera til meiri heiðurs fyrir þjóðina í heild sinni, held- ur en lýsing mín á lífi almúgans í Skagafirðinum fyrir 40 árum? Beykjavik, 28. septbr. 1894. Þorkell Bjarnason. Heiðursgjafir úr styrktarsjóði Krist- jáns konungs 9. hafa fengið bændurnir: Halldór Magnússon á Sandbrekku í Norðurmúlasýslu og ólafur Þormóðsson í Hjálmholti í Ár- nessýslu 140 kr. hvor, fyrir framúrskar- andi dugnað í jarðabótum. (xufuskipið „Ásgeir Ásgeirsson" kom hingað í gærmorgun með vörur til verzl- unar H. Th. A. Thomsen. Hafði lagt af stað frá Kaupmannahöfn 19. f. m., og komið við á Austfjörðum (Norðfirði, Eski- firði og víðar). Fer héðan vestur á ísa- fjörð og þaðan norður um land til Hafnar. Fjárkaupaskip Björns kaupm. Krist- jánssonar „Princess Alexandra“ frá Man- chester, kom hingað frá Liverpool í fyrra- dag. Yar Björn sjálfur þar með. Tekur það sauði frá Borgfirðingum og Árnesiug- um. Ætlar að leggja af stað héðan 7. þ. m. Með því siglir áleiðis tíl Hafnar dr. Jón Þorkelsson (yngri), er dvalið hefur hér í sumar við skjalarannsóknir í hand- ritasöínunum; ennfremur tekur sér far með því til Skotlands Sigurður A. Fjeldsteð frá Hvítárvöllum, til að sjá um sauðasöluna með Birni. Skólar allir voru settir 1. þ. m. Á prestaskólann komu 3 nýir stúdentar: Guðm. Pétursson, Sigtryggur Guðlaugsson og Þorvarður Þorvarðarson. Þar verða alls 7 (4 í eldri deildinni). Á læknaskól- ann gengu 5: Georg Georgsson, Halldór Steinsson, Jón Blöndal, Jón Þorvaldsson og Magnús Jóhannsson, en að eins 1 var fyrir. í latínuskólauum eru nú um 100 nemeudur. Einn nýr gekk iun í 5. bekk Skúli (Björnsson) Maguússon (sonarson séra Magnúsar á Grenjaðarstað). Hefur hann áður lært í Borgaradygðaskólanum í Kaupmannahöfn. Miklir óþurkar hafa nú staðið langa hríð. Má iieita, að stórrigning sé á hverj- um degi. Fyrirspurn. Hver á að sjá um það, að götur bæjarins séu þurrar og þokkalegar, eða hve lengi eiga menn að vaða aur og leðju upp yfir ökla á aðalstrætum bæjarins, hve nær sem skúr kemur úr lopti? Svar: Það er sjálfsögð skylda bæjarstjórnarinnar eða veganefndarinnar sérstaklega, að sjá um að göturn- ar séu ekki bæjarbúum til skammar, en hve lengi menn mega bíða eptir því, að þær verði gerðar gangfærar fyrir aur og bleytu veit enginn. Yerði nokkuð gert við göturnar í bráð er sennilegt, að það verði að eins fólgið í því, að aka blautri mold í þær, svo að leðjan geti orðið hálfu verri eptir en áður, og þess vegna væri óskandi, að slík umbót bíði sem lengst. 76 varð steinþögn í dómsalnum um nokkur augnablik — jafuvel kvennfélagsbýflugnasuðan heyrðist ekki, — en það var ekki nenia augnablik, suðan byrjaði von bráðar. Svo stóð dómarinn upp. Hann kvaðst ætla að vera vægur við hinn uuga glæpamann, þar eð þetta væri að öllum líkindum hið fyrsta brot hans. Hann kvaðst líka vilja geta þess, að hefði einhver annar en séra Long verið ákærandi, þá hefði hann látið í ljósi óánægju sína með sannanir þær, er fram hefðu komið í málinu. Hinn ákærði væri hegningarverður fyrir tvennt: fyrir þjófnað og fyrir betl. Hann kvaðst að eins ætla að dæma hann í sex mánaða fangelsi fyrir þjófnað og tveggja mánaða fangelsi fyrir betl, og hann vonaði, að hinn ákærði léti sér þetta að kenningu verða og syndgaði ekki framar. Meðan réttarhaldið stóð yfir, hafði drengurinn verið kæringarlaus fyrir öllu, sem framfór, eins og hann tæki ekki eptir neinu. En þegar dómurinn var uppkveðinu brá honum verulega. Enn hann talaði samt engin stór- yrði og heitaðist ekki við fjandmenn sína. Hann gerði að eins það, sem margir óharðnaðir unglingar hefðu gert í hans sporum. Hann brast í grát og veinaði: „Mamma! mamma!“ eins og ungbarn, sem tekið er nauðugt frá móður sinni. 73 Þegar hætti að þjóta í hrútsnefinU stóð lögmaður drengsins upp. „Með yðar leyfi, herra dómari, langar mig til að spyrja minn hálærða bróður að einni spurningu: Var leitað á drengnum, hvort hann hafði nistið á sér?“ Jú, það hafði veiið gert, en ekki fundizt. „Og hvernig í ósköpunum átti hann þá að hafa stolið nistinu? Hann hafði ekkert tækifæri til að fara með það burt úr húsinu. Hvað heldur minn hálærði bróðir, að hann hafi gert við það?“ Sá sprenglærði ýtti „lorgnettinu“ lengra upp eptir hrútsnefinu konunglega, og leit með aumkunarblandinni fyrirlitningu á mótstöðumann sinn. Hvað held eg hann hafi gert við það? Eg held ekkert um það. Eg veit það. Hann hefur auðvitað gleypt það. Heyrið þér það! Gleypt það. Rétt eins og eg viti ekki, hvernig þessir þjófar hafa það, sem gieypa allt, sem þeir stela. Náðug frúin segir mér, að það hafi verið mesta mildi, að hann fór ekki með silfur- borðbúnaðinn hennar líka. Eg þekkti einu sinni þjóf, sem var svo slungiun, að hann gat gleypt heilau hest. Eg segi yður sannleikanu, herrar mínir, þér vitið það allir, að eg lýg aldrei“. Lotniug og aðdáun fyrir þessum mikla lögfræðing skein út úr andlitum allra. Ekki varð frekara af vörn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.