Þjóðólfur - 08.10.1894, Blaðsíða 2
190
Elzta dóttir ríkiserfingjans, Lovísa,
er nýlofuð Filippusi prins af Schaumburg-
Lippe.
Keisarinn á Rússlandi er sjúkur og
veit enginn, hvað að honum gengur, að
minnsta kosti fréttist það ekki í önnur
lönd. — Keisarinn á Þýzkalandi heldur
tölur og segir sínum trúu þegnum til synd-
anna í vel völdum orðum.
Greifinn af París, elzti sonur Loð-
víks Filipps, sem einu sinni var konung-
ur á Frakklandi, er nýdauður. Hann
fékkst við það alla æfi sína að ná kon-
ungstign á Frakklandi; Iagði hann tii
þess mörg ráð, en lítið fé, að því er sagt
er, enda var hann kallaður fégjarn; haun
var vellauðugur og lét börnum sínum ept-
ir um 50,000 miljónir franka. Það var
hann, sem skaut Boulanger á lopt hérna
um árið, og ætlaði að nota hann til þess
að steypa lýðveldinu franska, en hætti í
miðju kafi að senda honum fé og styrkja
hann á annan hátt, líklega af því, að
hann hefur grunað, að Boulanger mundi
vilja sitja einn að gæsinni, ef honum gæf-
ist hún. í pólitisku tilliti er sú ætt alveg
þýðingarlaus, og almenningur kærir sig
ekkert um, hvort það er Filippus 7. eða
8., sem situr í hinni skrautlegu höll ætt-
arinnar á Englandi — í útlegð.
Látinn er hinn frægi þýzki náttúru-
fræðingur v. Helmholtz (f. 1821). Meðal
annars fann hann ásamt Robert Mayer lög-
málið fyrir viðvaran kraptarins, einhverja
hina þýðingarmestu vísindalegu uppgötvun,
er gerð hefur verið síðan Newton fann
þyngdarlögmálið. 1851 tókst Helmholtz
að búa til hinn svonefnda augnaspegil, er
hefur haft afarmikla þýðingu fyrir augn-
fræðina og hrundið þeirri grein læknisfræð-
inni geysimikið áleiðis. Kenning Helm-
holtz um liti og tóna og hin mismnnandi
áhrif þeirra á tilfinninguna, hefur einnig
haft mikla þýðingu í fagurfræðislegu til-
liti.
Einnig er látinn H. Brugsch „pasja“
að nafnbót, skólastjóri í Kairó og mjög
vel að sér í egypzkum fræðum. Hann var
af þýzkum ættum.
Hvenær verður verzlunin frjáls?
Eptir Víglund.
—c»Oo—
(Frh.) Hið fyrsta og helzta som fjöldi manna
getur gert til að losa sig við kaupstaðar-
skuldir sem allt sýnast ætla að kæfa —
er að minnka sem allramest óþarfakaupin,
svo sem kaffi, tóbak og vínföng, sem
helzt duga til þess að spilla heilsunni og
eyða fjármunum, og svo ýmislegt glingur
og hégóma, sem til engra hluta er nýti-
legt nema til að eyða peningum og steypa
mönnum í armóð og volæði. Það er til-
finnanlegt rænuleysi, þegar fátækur sjávar-
bóndi lætur ef til vill */s skippd. af salt-
fiski fyrir tóbak, 2 skippd. af saltfiski
fyrir kaffi, sykur og óþverra þann, sem
því fylglr og íslendingum er tileinhaður,
svo sem exportskaffið með fjállkonumynd-
inni og íslenzku utanáslcriptinni, og svo
*/4 skipp. af saltfiski fyrir áfenga drykki
og ýmsan hégóma. Vissulega er ráðlítið
háttalag fyrir fátækling, þegar hann gengur
í búðina aptur og aptur og kaupir eða
lánar 1 pd. af tóbaki fyrir 2 kr. 20 au.,
1 pd. kaffi fyrir 1 kr. 25 au., 1 pd. ex-
portskaffi fyrir 40—50 au., og einn pott
brennivín fyrir 90—100 au., en vantar
feiti vikunum saman (borðar þurt) og
setur til síðu góða og holla íslenzka fæðu,
sem fá mætti úr sveitinni. Aflinn dugar
ekki fyrir munaðarvöru og óþarfa, sem
„tekinn er út“, eða innleggið dugar ekki
meir en fyrir nauðsynjavörurnar úr búð-
inni, en munaðarvörurnar og óþarfinn er
tekið í skuld.
Þá eru ýms vöruskipti ekki síður at-
hugaverð en hvað annað, sem og fénaðar-
salan. Nú á seinustu áratugum, siðan
hrossa- og fjársalan hófst, hafa allmiklir
peningar streymt inn ílandið; erþaðvíst,
að mörgum, sem með hefur kunnað að fara
hefur verið það hagnaðarverzlun; en skyldu
þeir samt ekki vera nokkuð margir, sem
hafa kollhlaupið sig á hrossa- og fjársöl-
unni? Skyldi það vera hagur að selja
sauði og bragða þess vegna sjaídan sem
aldrei kjöt, vanta ull til fatnaðar og skinn
til sjófatnaðar, fyrst, og fremst handa sjáv-
armanninum og svo handa sjálfum sér,
en láta peningana í búðina fyrir rúg, ef til
vill misjafnan að gæðum, og lérept og sirz
tii fatnaðar og jafnvel til sjófatnaðar?
Skyldi það vera hagur fyrir suma, sem
selja hross á bezta aldri (3—6 vetra) fyr-
ir 25—55 kr. í stað þess, að borða þau
sjálfir og hafa skinnin til skóíatnaðar og
sjófata (skinnklæða)? Það þarf ekki ýkja
vænt hross til þess að leggja sig 72 kr.
50 au., kjöt 400 pd. 12 a. pd. (sem er
allt of lágt) = 48 kr., mör 50 pd. 25 a.
(mun heldur ekki of hátt í samanburði
við tólg 35—40 a.)= 12 kr. 50 a., skinn-
ið er algengt að selja 12 kr., (alls 72 kr.
50 a.) Sé kjötið ekki nema 300 pd. og
mör ekki nema 30 pd. (sem hvorttveggja
er mjög lítið), verður það hross með skinni
og sama verðlagi og nú var nefnt 44 kr.
50 a. Eg veit sagt verður: „Það er
munur að fá peninga fyrir hrossið11. öull
og silfur er fagurt á að líta, en þeir eru
færri, sem kunna að fara með það á hag-
feldan hátt. Það verður mörgum að vegi
að fara með hestverðið, (peningana) í búð-
ina, taka fyrir þá kaffi, þessi blessuð lif-
grös frá útlöndum (Brasilíu?), sem halda
sumum við lífið, sykur, exportkaffið út-
valda, án hvers kaffið er nú orðið ónýtt,
dálitla tóbaksögn, sem surnir segja betra
en matinn, svolítið á kútinn, seinast svo-
lítið rúghár og ef til vill skæðaskinn (frá
Ameríku, er það munur?) sem þolir 1—2
daga og pundið kostar að eins 1 kr. 30 a.
Hugsunarhátturinn hefur allvíða breytzt á
þann hátt, að afrækja og fyrirlíta margt
hið innlenda, sem landsins börnum er nota-
sælast, en aðhyllast hið útlonda glingur,
glys og afrak, sem bezt dugar til þess,
að draga dug úr neytendunum og pen-
inga út úr Iandinu. Meim látast hafa
mætur á forfeðrum vorum og háttum þeirra,
en fjarlægjast meir og meir ýmsa nýtustu
hætti þeirra og siði. Nú ríður svo mikið
á því, að vera sem „fínastur“ og að allt
geti orðið sem „fínast“, en þess er ekki
gætt, að mörgu er sleppt, sem viðheldur
tápi, þreki, þoli og duguaði, sem samboðn-
ast er náttúru lands vors. (Nifturl.).
Strandferðaskipið „Thyra“ kom
hingað norðan og vestan um land að morgni
6. þ. m. Með því voru um 270 farþegar,
flest sunnlenzkt kaupafólk af Vesturlandi.
Meðal armara farþega koniu: 0. Nickolin
tanulæknir (frá Kaupmhöfn) oand. jur.
Einar Benediktsson, prestarnir: séra Hans
Jónsson á Stað í Steingrímsfirði, séra
Kjartan Kjartansson á Stað í Grunnavík
og séra Matthías Eggertsson á Helgastöð-
um; ennfremur Tómas læknir Helgason
frá Stykkishólmi með heitmey sína (frk.
Sigríði Thejll) o. fl.
Póstskipið „Laura“ kom hiugað frá
Höfn í gærmorgun. Með því komu Sk.
Thóroddsen, stúdentarnir Ólafur Thorlaci-
U8 0g Einar Stefánsson; Frímann B. Aud-
erson frá Ameríku o. fl.
Anitniannsembættið norðan og vest-
an er veitt af konungi 12. f. m. Páli
Briem sýslumanni Rangvellinga.
Hálsfærsluinannsstaðan við lands-
yfirréttinn er veitt s. d. cand. jur. Magnúsi
Torfasyni.