Þjóðólfur - 19.10.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.10.1894, Blaðsíða 4
200 Einar Benediktsson cand. jur. flytur mál, innheimtir skuldir, gefur lög- fræðisiegar leiðbeiningar. Heima frá kl. 12—2 og 5—7. Adr.: „Vinaminni“, Reykjavík. Rafmagnsbelti dr. A. Owen’s hafa á síðustu árum náð mjög mikilli útbreiðslu í Vesturheimi, sem eitthvert hið bezta læknismeðal gegn ýmis- konar veikindum. Þau kosta 6—15 doll. (um 22 kr. 20 a. — 55 kr. 50 a.) hvert eptir gæðum og þaðan af meira. Hin ódýrari eru kraptminni en hin. Rafmagnsbelti þessi hafa opt verið keypt af íslendingum hér vestra og orðið þeim að góðu, þótt önnur meðul hafi ekki gelað hjálpað, svo eg get þess vegna mælt með þeim. Þess skal getið, að iæknirinn borgar sjálfur undir þau til kaupendanna. Þeir, sem kaupa, verða að senda mál af því, hve gildir þeir eru um mittið. Beltin má panta hjá hr. kaupm. Heiga Helgasyni í Reykja- vík eða hjá mér undirskrifuðum. Magnús Bjarnason. Mountain P. 0. Pembina Co. N. Dak. U. S. A. Söngbók hins íslenzka stúdentafélags kostar í kápu..............kr. 1,20 — - ógylltu bandi ... — 1,60 — - gylltu eða bronzeruðu bandi — 1,80 Bókin er vönduð að pappír og prentun, kvæðin vel valin, fjörug og skemmtileg. Aðalútsala í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Bókin verður send út tii útsölumanna Bóksalaféiagsins nú í haust. Stor Fortjeneste. Solide Personer af enliver Stand kan opnaa en maanedlig Fortjeneste paa 200—300 Kroner veð Overtagelse af en Agentur. Billet mrk. 1355 bedes hurtig indsendt til Wilh. Bluhme’s Annonce-Bureau. Kobenhavn K. Ungur maður reglusamur, æfður í skript og reikning, biður einhvern góðan kaupmann að kenna sér verzlunarstörf frá 14. maí n. k. Nánari uppl. hjá ritstj. pessa blaðs. Fundur í stúdentafólaginu annað kveld kl. 9 á hútel Reykjavík. Eg hef nokkra hríð þjáðzt af tauga- veiklun og óhægð fyrir brjósti; þessvegna fór eg að nota hinn nafnfræga Kína-lífs- elixir hr. Waldimars Petersen’s, og á eg elixírnum að þakka, að eg hef að mestu Ieyti náð heilsu minni aptur. Háholti 18. apríl 1894. Þorsteinn Bjarnason. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönn um á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-Iífs-elixír eru kaupendur beðnir að líta vel v. P. eptir því, að —jr- standi á flöskunum|í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Valdemar Petersen, Prederikshavn, Danmark. Eg undirrituð Kristín Jðnsdðttir, til heimilis í Sviðholti, apturkalla hér með, sem dauðan og mark- lausan, allan þann ærumeiðandi ðhróður, er eg hef borið út um bóndann Einar Brynjólfsson á Moldar- húsum og heimilisfólk hans. Þessa yfirlýsingu mina er honum heimilt að birta í opinberu dagblaði. p. t. Moldarhúsum á Álptanesi 13. okt. 1894. Kristín Jónsdöttir (handsalað). Vottar: Guðjón Erlendsson. Magnús Þorateinsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. FélagBprentsmiöj an. 82 blíð og full af ástarþrá — öll yndislega fögur og svo sannþjóðleg, að menn aldrei höfðu heyrt neitt annað því líkt. Nokkrir þeirra, er viðstaddir voru og kunnu að meta gildi þessara aðdáanlegu tóna, véku sér að hinum unga manni, létu rigna yfir hann lofræðum og spurðust fyrir, hver hann væri, en aðrir, sem áður höfðu heyrt þennan unga snilling leika á hljóðfæri, gátu ekki stillt sig um að brosa og láta í ljósi undrun sína yfir því, að hitta hann þarna. Hinir, er ekki skildu til fulls íþrótt hans, en voru þó hrifnir af fegurðinni, hertu apt- ur og aptur að honum til að láta hann halda áfram, því að þeir sögðu, að það væri einhvern veginn svo þægi- legt að dansa við slíkan hljóðfæraslátt. Og hann hélt áfram að knýja strengi hljóðfærisins, unz hann gleymdi öllu, sem í kringum hann var. Hinir svörtu hárlokkar flöksuðust allavega í hinum dunandi tónanið, og það var eins og eldgneistar tindruðu úr hinum dimmbláu augum, er hvíldu ófrávikjanlega á fríðustu stúlkunni í öllum dansflokknum, Valesku Ostrowa, yndi hjarta hans. En hún. Að vísu renndi hún stundum augunum allra snöggvast til hins íturvaxna, unga manns, við hið gullskreytta hljóðfæri, og leit dálítið niður fyrir sig, er hún sá, hve fastlega hann horfði á hana, en hún hafði enn enga hugmynd um, að hann væri þar kominn ein- 83 mitt vegna hennar, eða að það væri hún, sem hefði heillað hug hans og hjarta. Hún horfði rniklu fremur hvað eptir annað á fríðan pólskan aðalsmann að nafni Wladislaw von Augustow, er var einn meðal hinna á- köfustu biðla hennar. Það var hafrót — hafrót geðshræringanna í hjarta vesalings Friðriks á þessari stundu. Hann hefði viljað gefa öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, til þess að vera í sporum unga aðalsmannsins, en hann var reynd- ar nokkuð lausungarlegur á svipinn og það var auðséð, að hann hafði meiri hug á auðæfum Valesku en henni sjálfri. Svo leið og beið og menn tóku að þreytast við dansinn. Nú gat Friðrik ekki stillt sig lengur; hann ásetti sér að ganga fyrir Valesku og segja henni með örfáum orðum, hve mikla ánægju hann hefði af nærveru hennar, hvað hann hefði tekizt á hendur sakir hennar, og hversu hann hefði þegar dáðzt að henni í laumi. Það vildi svo vel tii, að hún gekk einmitt í þess- um svifum úr danssalnum út á veggsvalirnar til að hressa sig dálítið í kveldloptinu Friðrik var þá ekki seinn á sér, strauk hárið frá enninu, herti upp hugann og gekk á eptir henni. „Valeska Ostrowa!“ sagði hann með hljómfagurri raust, er lét í eyrum hennar, sem margraddaður söngur, „leyf- x

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.