Þjóðólfur - 26.10.1894, Blaðsíða 2
202
ýmsar upplýsingar þetta áhræraadi. Fékk
nefnd þessi hr. Sæmund Eyjólfsson til að
mæla vatnsmegnið í Elliðaánum, og krapt-
inn í fossum þeim, er líkastir mundu vera
til að nota við rafmagnsvéiina. Nú hefur
hr. Sæm. Eyjólfsson mælt vatnsmegnið í
ánum, og vatnskraptinn á tveim stöðum:
í Skorarhylsfossi og Efra-Selfossi. Yatns-
megnið í ánum er 365 teningsfet á sek-
úndu eða 22265 pund. Vatnsmegnið hlýt-
ur að vísu að vera mjög mismuudandi á
ýmsum tímum, en hér er það að eins tal-
ið, svo sem það var þá, er það var mælt.
(21. okt.). Tii þess að geta farið nærri
um, hversu mikið vatnsmegnið mundi vera
að meðalkgi, yrði að mæla það opt og á
ýmsum tímum ársins. Eptir því sem kunn-
ugir menn segja, mun vatnsmegnið eígi
hafa farið langt frá meðallagi, er það var
mælt.
Skorarhylsfoss er 20,7 fet á hæð, og
er því vatnskrapturinn þar 460895 pund-
fet, eða hér um bil 960 hestöfl. Þess má
þó geta, að hæðin er eigi talin frá iægstu
eða neðstu brún fossins, heldur frá stalli,
er liggur lítið eitt fyrir ofan fremstu brún-
ina. Þess vegna yrði að hlaða nokkuð
ofan á fremstu brúuina til þess, að fá
þessa hæð, sem hér er talin.
Hæðin á Efra-Selfossi er 5,6 fet, og
er því vatnskrapturinn þar 124684 pund-
fet, eða hér um bil 260 hestöfl. Efri-Sel-
foss er í raun og veru enginn foss, held-
ur rennur áin þar í miklum halla, svo að
hæð sú, er hér er talin, er halli árinnar
á hér um bil 15 faðma lengd; þyrfti því
að grafa að neðan og hlaða upp að ofan
til þess að fá þessa hæð.
Hr. Anderson fuilyrðir, að ekki þurfl
nánda nærri svona mikið vatnsmegn til
notkunar við rafmagnsvélina, svo að ekki
þarf að óttast, að laxganga í árnar hindr-
ist fyrir þá sök. Virðist oss það vera
skylda bæjarstjórnarinnar að athuga ná-
l^æmlega, hvort ekki sé tiltækilegt að
gera eitthvað þessu til framkvæmdar. í
öðrum löndum eru menn víða farnir að
nota vatnsafl til rafmagnslýsingar og hit-
unar. í sumar var t. d. byrjað á þess kon-
ar fyrirtæki í Kristjaníu, og gera menn
sér miklar og góðar vonir um, að það
heppnist vel.
Búnaðarhugvekja.
Bptir sveitabónda.
í 35. tölubl. „Þj6ð61fs“ stendur grein sem srar
uppá grein þá, er eg ritaði um meðferð á túnun-
um, en þar eð eg get ekki aðhyllzt allt, er stend-
ur í grein þessari, bið eg yður, berra ritstjóri, að
ljá athugasemdum mínum rúm í yðar heiðraða blaði.
Hinn heiðraði greinarhöfundur, er þó á sama
máli og eg, að meðferð túnanna er ekki eins og
hún á að vera, og um það kemur okkur saman.
En þar sem höf. greinarinnar álítur ógjörningi að
gera mönnum að lagaskyldu, að flytja hrossahúsin
af túnunum, þá skil eg hreint ekki í þeirri viðbáru,
að þau lög yrðu brotin fremur en önnur lög nú á
tímum, en að bera saman löghlýðni þjóðarinnar nú
við lögóhlýðni hennar á 18. öldinni, finnst mér ekki
eiga vel við, því þó við séum enn ekki nógu upp-
lýstir, þá erum við þó — það er svo fyrir þakk-
andi — svo upplýstir, að við kunnum betur að
hlýða lögunum en forfeður okkar, og við vitum þó
betur en þeir, hvað til okkar friðar heyrir. Að
vorkenna bændum almennt að flytja hrossahúsin af
túnnm sínum, er alveg ástæðulaust, því það ætti
að vera hverjum bónda vel mögulegt á einu vori,
þeim fátækustu hvað þá þeim efnugri, því þeir
efnaminni hafa færri hús að flytja og þá er tillaga
mín, að húsin væru flutt að eða sem allra næst
fjósinu, því með því móti yrði auðveldara, að blanda
saman áburö bæði hestanna og kúnna, sem er við-
urkennt að bæta áburðin í heild sinni.
Einnig er eg á sama máli og greinarhöf. um
það, að hafa hestahúsin saman, því það er hægra
hvað heyburðinn í þau snertir, og væri bezt, að hross-
in hefðu sömu traðirnar og kýrnar að fara um til
vatnsins eður út í hagann, en hitt þarf ekki að taka
fram, að túngarðarnir eiga að vera gripheldir.
Þá er að minnast á áburðinn og hvernig hann
er hjá allmörgum bændum notaður. Skyldi það
ekki enn vera kominn tími til þess, að það sje kom-
ið inn í meðvitund þjóðarinnar, að hann sé „aura“
virði, og þess verður að um hann sé hirt ? Hvað
mörg ár ætli þurfi til þess? Er ekki langt síðan
farið var að rita um það, að hann sé dýrmætur
og nauðsynlegur, en mér sýnist dagleg reynsla
sanna, að allmargir bændur álíta hann einkis virði
eður hirða ekki meir um hann en það sé ekki ó-
maksins vert.
Margir bændur láta enn kýr sínar liggja úti
lengst af sumrinu á nóttunni, eins og á daginn, þó
þeir sjái og viti, að náunginn, er lætur þær liggja
inni í fjósinu, hafi eins mikla mjólk úr þeim og
þeir.
Að eg ekki tali um þá, er aldrei allt sumarið
hafa menningu til að láta hrossin sín inn á nótt-
unni — traða þau — heldur láta þau liggja bæði
dag og nótt í sínum og annara eingjum, og vilji
það til, að hross slæðist í tröð frá þeim hjá náung-
anum úr hans eigin högum, þá eru þeir svo var-
kárir, að láta að kvöldinu vitja þeirra og taka út
úr tröðinni, ekki til að hafa áburðinn undan þeim
sjálfir, heldur til að hafa þeim hrossunum fleira
í sínum og annara eingjum yfir nóttina.
Einnig má sjá enn í dag, að hrossin eru látin
vaða teðsluna úr sér upp undir hné undir heygarð-
inum, er safnazt hefur þar í fleiri ár, án þess hirt
væri, en láta toríið yfir nýju slétturnar ofaná rauða
moldina. Þetta er nú því miður engar einstakar
undantekningar, en að leiða þetta í dagsbirtuna
smakkast nú illa jarðartrössunum, og þó eru tún
þessara bænda — sem vonlegt er — hálf auð af
áburðarleysi.
Þér ungu og efnilegu framfaramenn, fylgið ekki
þessari setningu: Við skulum bíða og bíða, þar til
þetta og hitt er að framförum lýtur í búnaðinum,
er komið almennt inní meðvitund allrar þjóðarinn-
ar, því að hafa þá setningu fyrir mark og mið, er
sama sem að segja: Mér er sama, hvort þessi eða
hin framkvæmd í búnaðarlegu tilliti kemst á fyrr
eða síðar, hvort heldur eptir 5 eða 600 ár.
Ef vér íslendingar eigum einhvern tíma að
verða menn með mönnum og vakna af okkar lang-
vinna doðadúr, úr ómennskunnar dvala, þá verðum
vér semfyrst að hefjast handa og láta það sjást í verk-
inu, að mál sé komið, að starfa með kappi og áhuga,
því nógu lengi er Bofið. Laud þetta, er við byggj-
um, er nógu lengi búið að liggja undir vanrækslu
og ómennsku íbúanna, og ætti það ekki leugur svo
til að ganga. Takið saman höndum þér ungu og
efnilegu búfræðingar, ekki einungis, að rita um
sannarlegar framfarir i búnaðinum, heldur einnig
með þvi, að láta það héðan af árlega sjást i fram-
kvæmd verkanna, að þið séuð sannir framfara-
menn í orðsins fyllstu merkingu, gerið yður jörð-
ina undirgefna, látið það sjást svart á hvitu, að
þið afkastið miklu árlega til eflingar landbúnaðar-
ins; þá fyrst þegar svo er komið, fer eg að sann-
færast um, að þekking sú, er þið hafið aflaðykkur
í búnaðarlegu tilliti komi landi og lýð að tilætluð-
um notum.
Austurskaptafellssýsiu 12. okt.: „Papós-
skip er enn ókomið, en hafði lagt af stað frá Kaupm-
höfn 16. f. m. Coghill hélt markaöi 18. f. m. á
Meðalfelli í Nesjum, þangað ráku Nesjamenn, Mýra-
menn og nokkrir Suðursveitungar fyrir austan Stað-
ará. Verð á sauðum 13,50—16 kr., ung hross ein-
lit keypti hann á 60 kr. Daginn eptir hélt hann
markað á Stafafeili í Lóni, sumir sauðir þar kom-
ust á 17 kr. Eggert Benediktsson verzlunarstjóri
á Papós hélt markaði 24—29. f. m. i Öræfum,
Suðursveit, Mýrum og Nesjurn og gaf 10—12 kr.
fyrir sauði, 6—7 kr. fyrir veturgamalt; alls mun
hann hafa fengið 1547 fjár i sveitum þessum fyrir
vestan Almannaskarð. Á morgun á að verða verzl-
unarfundur í Borgarhöfn i Suðursveit. Wathne,
Randulff og Schiöth (?) munu vera fáanlegir á Horna-
fjarðarós i vor; liklega verður B.andulff beðinn,
hver sem árangurinn verður. — í næstu viku munu
margir fara til Djúpavogs, ef skip verður komið
þar. Fátæklingar losuðu sig mjög við skuldir nú;
af 30—40 fullorðnum kindum létu þeir 12—16.
Héraðsfundur var haldinn í Bjarnanesi 29. f.
m. Þar komu allir prestar og safnaðarfulltrúar
nema 2 úr Öræfum. Samþykkt með öllum atkv.
nema einu, að aðhyllast 75 aura gjaldiö til kirkna.
Breyting á lögunum 12. mai 1882, (um umsjón og
fjárhald kirkna), var felld með % atkvæða. Stung-
ið var upp á, að fundirnir nefndust „kirkjumáia-
fundir" og var það samþykkt, ennfremur, að prest-
ar húsvitjuðu tvisvar á ári, ef þvi yrði viðkomið“.
Settur sýsluiuaður í Raugárvallasýslu
er Magnús Torfason mált'ærslumaður, og
fór liann austur í gær.
Hiuu uýi amtiuaður, Páll Briem, kem-
ur liingað suður eptir mánaðamótin ogfer
héðan norður á Akureyri snemma í næsta
mánuði. Þykir Rangæiugum mikil eptir-
sjá að houum. Segir svo í bréíi af Rang-
árvöllum 19. þ. m., að hans muni lengi
minnzt, sem eins hins ágætasta yfirvalds
og bezta félagsmanns, er sú sýsla hafi
átt.